Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar og sá 52. í sögunni, fer fram í kvöld. Þar mætast tvö afar ólík lið - New England Patriots og Philadelphia Eagles. Eitt liðið hefur unnið næstflesta Super Bowl titla allra liða í NFL-deildinni, hitt hefur aldrei unnið Super Bowl. Patriots mun með sigri í kvöld jafna árangur Pittsburgh Steelers sem á flesta titla eða sex talsins. Patriots er þó að fara í sinn tíunda Super Bowl leik og er það met. Ef að Eagles tapar í kvöld verður liðið eitt fárra liða í sögu NFL-deildarinnar sem hefur farið minnst þrívegis í Super Bowl án þess að vinna. Þetta er stærsti leikurinn ár hvert í vinsælustu íþrótt Bandaríkjanna og um leið einn stærsti íþróttviðburður heimsins ár hvert. Leikurinn teygir í raun anga sína langt út fyrir íþróttina. Fjölmargir hafa áhuga á rándýrum auglýsingum sem eru gerðar fyrir útsendingu leiksins, fremstu tónlistarmenn heims eru fengnir til að sjá um hálfleiksskemmtun og víða koma vinir og vandamenn saman til að horfa á leikinn og reiða fram kræsingar sem gefa brúðkaups- og fermingarveislum lítið eftir. Í þessari grein verður þó fyrst og fremst sjónum beint að leiknum sjálfum, helstu leikmönnum og þjálfurum. Líklegt er að frammistaða þeirra og áhrif í kvöld munu ráða langmestu um hvaða niðurstaða fæst í leikinn.Sjá einnig: Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Í stuttu máli má í raun líkja þessari viðureign við baráttu Davíðs gegn Golíat. Tom Brady og Patriots er risinn í þessu tilviki en spurninin er hvort að Nick Foles og hans félagar í Philadelphia Eagles séu jafn úrræðagóðir og Davíð forðum? Við skulum byrja á risanum. Tom BradyVísir/GettySíðasta vikan fram að Super Bowl er einn risastór fjölmiðlasirkus. Það hefst með kveðjupartíi í heimakynnum áður en liðin koma og verða í auga fellibylsins fram að leik. Um fimm þúsund fjölmiðlamenn eru komnir til Minneapolis til að fjalla um leikinn og af öllum leikmönnum er enginn vinsælli en Tom Brady. Brady er að fara í sinn áttunda Super Bowl leik á ferlinum sem er vitanlega met hjá leikmanni. En Brady hefur notið þess að vera í sviðsljósinu þessa síðustu daga. Hann hefur notið þess að taka þátt í öllu umstanginu og er minnugur þess að þrátt fyrir allt eru það forréttindi að komast í Super Bowl - hvað þá átta sinum.„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að vera í þessari stöðu átta sinnum. Það er draumi líkast að vera í einum Super Bowl og ótrúlegt að vera í átta. Ég held að ég kunni betur að meta þetta með aldrinum,“ sagði hinn fertugi Brady. Það er í raun ómögulegt að ætla að lýsa Tom Brady og hans ferli í nokkrum línum. Látum nægja að nefna að Brady er án nokkurs vafa besti leikmaður NFL-deildarinnar frá upphafi og þrátt fyrir aldurinn sér enn ekki fyrir endann á ótrúlegum ferli hans. Saga Brady er enn magnaðari vegna þeirra staðreyndar að 198 leikmenn og sex leikstjórnendur voru valdir á undan honum í nýliðavalinu árið 2000. Tom Brady var 22 ára og enginn reiknaði með miklu af honum. Það má segja ýmislegt um hæfileika Brady en hann hefði aldrei náð þetta langt án ótrúlegri vinnusemi, stálaga og kappsemi sem virðist bara aukast með árunum - Brady er enn með jafn mikinn eldmóð í dag og nokkru sinni fyrr. Tom Brady á ótal met, bæði í deildarkeppninni en sérstaklega í úrslitakeppninni. En það eina sem skiptir hann máli er fjöldi meistaratitla og Brady á fimm slíka. Hann ætlar sér að vinna þann sjötta í kvöld og það gæti verið meira undir en bara enn einn Super Bowl titill í safnið. Það er sjaldan lognmolla í kringum Tom Brady og núverandi tímabil er engin undantekning. Eftir að varaleikstjórnandinn Jimmy Garappolo fór til San Francisco 49ers á miðju tímabili birti ESPN frétt sem gaf til kynna að það væri farið að hrikta í stoðum stórveldisins. Að Brady hefði viljað losna við Garappolo þar sem hann hefði ekki annað í hyggju en að halda áfram að spila um ókomin ár. Garoppolo var að renna út á samningi og vildi (eðlilega) ekki sætta sig við nýliðalaun áfram. Ekkert lið, ekki einu sinni Patriots, hefur efni á að borga leikstjórnanda há laun án þess að nota hann. Og því fór Garoppolo til 49ers. Brady þvertók fyrir að hafa haft nokkuð um málið að segja. Hann, Bill Belichick og eigandinn Robert Kraft vísaði sögusögnum um ósætti innan herbúða Patriots til föðurhúsanna. Það væri engin valdabarátta innan Patriots og Brady hefði ekki grafið undan neinum öðrum leikmanni. Greinarhöfundur ESPN stendur við frétt sína. Slysin gera ekki boð á undan sér, ekki einu sinni hjá Tom Brady. Fjórum dögum fyrir úrslitaleik Ameríkudeildarinnar, viðureign Patriots og Jacksonville Jaguars um þarsíðustu helgi, lenti Brady í samstuði við hlauparann Rex Burkhead. Að venju fengust litlar upplýsingar hjá Patriots um hversu alvarleg meiðslin voru. Brady klæddist hanska á næstu æfingum og vildi ekki segja orð um málið á blaðamannafundum fyrir leikinn.Brady ræðir við Jim Nantz um handarmeiðsli hans.Vísir/GettySíðar kom í ljós að Brady fékk ljótan skurð á höndina - þeirri sem hann kastar með. Sauma þurfti tólf spor en þrátt fyrir það spilaði Brady og Patriots vann leikinn. Það er nokkuð víst um að það hafi margt flogið í gegnum huga Brady, Belichick og Kraft þessa daga fyrir leikinn þegar óvissan um meiðsli Brady var alger. Skyldi Patriots fá að kenna á því að hafa látið Garappolo fara? Það hefði líklega þótt neyðarlegt að þurfa að tefla fram Brian Hoyer í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar með Jimmy Garoppolo í nokkur þúsund kílómetra fjarlægð hinu megin á landinu. En Brady spilaði þrátt fyrir meiðslin og var stórkostlegur. Hafa ber í huga að sjálfsagt var talsverð pressa á Brady og meiri en oft áður. Ef marka mátti frétt ESPN náði hann að sannfæra Patriots um að velja fertugan leikstjórnanda fram yfir 26 ára leikmann sem virðist eiga sér afar bjarta framtíð. Auðvitað er auðvelt að veðja á Brady, sama hverjar aðstæðurnar eru. En sú hugsun læðist að manni að hann sé nú að sýna að Patriots hafi tekið rétta ákvörðun og að hann sé þess verðugur að leiða liðið áfram vel fram á fimmtugsaldur. Brady lét ekki skurð á hönd stöðva sig og hann hefur engan áhuga á að láta Philadelphia Eagles stöðva sig í kvöld. Ferill Brady á þrítugsaldri væri einn og sér nóg til að komast í frægðarhöll NFL-deildarinnar og hið sama má segja um feril Brady á fertugsaldri. Það kæmi ekki á óvart ef hann ætlaði sér engu minna á fimmtugsaldri. Bill BelichickVísir/GettyBill Belichick hefur unnið sjö Super Bowl titla. Fimm sem aðalþjálfari New England Patriots og tvo sem varnarþjálfari New York Giants. Hann er í dag á leið í sinn tíunda Super Bowl leik. Til að ná þessum árangri þarftu að vera afar fær þjálfari. Og það er Bill Belichick svo sannarlega, eins og sagan sýnir. En það sem Belichick hefur fram yfir alla aðra er að hann býr yfir ótrúlegri reynslu. Hann hefur lent í öllum mögulegum aðstæðum með lið sína, leikmenn og aðstoðarþjálfara, innan vallar sem utan. Og langoftast hefur útkoman verið á þann veg að Bill Belichick og New England Patriots standa eftir sem sigurvegarar. Líklega er ein ótrúlegasta staðreyndin í sögu Patriots í Super Bowl leikjum undir stjórn Belichick að í öllum sjö þessum leikjum hefur liðið ekki skorað eitt einasta stig í fyrsta leikhluta. Oftar en ekki hefur Patriots lent undir en í fimm af þessum sjö leikjum endaði með sigri Belichick og hans manna.Bill Belichick lærði mikið af Bill Parcells hjá New York Giants á sínum tíma.Það er engu líkara en að Belichick líði best í þessum aðstæðum. Patriots lenti undir gegn Tennessee Titans í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni í ár en vann, 35-14. Patriots var svo 20-10 undir í fjórða leikhluta í gegn Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en vann, 24-20. Það muna svo allir hvað gerðist í Super Bowl í fyrra (Patriots lenti 28-3 undir, en vann 34-28). Það er ekki bara mikil reynsla hjá Belichick. Patroits er að fara í tíunda Super Bowl leikinn sinn, sem er met, og leikmenn Patriots eiga samanlagt 60 Super Bowl leiki samanlagt - leikmenn Eagles eiga sjö. Það er sama í hvaða tölur er gripið eða hvaða staðreynd er sett fram - langflestar vísa þær til þess að Patriots-liðið undir stjórn Bill Belicheck er langlíklegast til að vinna leikinn í kvöld. Sagan er einfaldlega á þeirra bandi. Belichick var spurður af blaðamanni í vikunni að hvaða leyti þessi Super Bowl leikur væri frábrugðinn öllum hinum sem hann hefði spilað í. Kannski reiknaði hann með því að fá ítarlegt svar, eða vonaðist að minnsta kosti til þess. En svar Belichick var dæmigert fyrir skapgerð hans og persónuleika - að minnsta kosti þann sem hann sýnir á fjölmiðlafundum. „Þessi er í Minnesota.“ Nick FolesVísir/GettyNick Foles er ekki stórt númer í huga flestra íþróttaáhugamanna. En hann er leikstjórnandi Philadelphia Eagles og er að spila í Super Bowl í kvöld. Hann er fyrst og fremst afar hæfileikaríkur íþróttamaður og hann þótti til að mynda framúrskarandi körfuboltamaður. Hann er 198 cm og væri fjölhæfur þristur með frábært skot. Það er til frábær saga af honum frá háskóladögum hans þar sem hann og félagar hans í fótboltaliði University of Arizona spiluðu við körfuboltalið skólans (18. besta lið landsins það árið) og unnu - tvisvar. NFL-leikmenn eru reyndar oft afar liðtækir körfuboltamenn, svo vægt sé til orða tekið. Með Foles í liði var til dæmis „frákasta/lowpost“ tröll að nafni Rob Gronkowski, núverandi innherji New England Patriots og einn hættulegasti mótherji Foles á morgun. Það er auðvelt að afskrifa Foles og enn í dag eru fjölmargir efasemdarmenn um ágæti hans sem leikstjórnanda í NFL-deildinni. Hann á samt metið, ásamt öðrum, fyrir flestar sendimarkssendingar í einum leik (sjö) og er að spila í Super Bowl í dag eftir a hafa pakkað bestu vörn þessa tímabils saman, þegar Eagles vann Minnesota Vikings í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um þarsíðustu helgi. Foles er 29 ára og var valinn af Ealges í þriðju umferð nýliðavalsins árið 2012. Hann fór frá liðinu árið 2014 eftir að Chip Kelly tók við þjálfun liðsins og tók að sér aukahlutverk hjá St. Louis Rams og Kansas City Chiefs. Hann var líka fenginn í aukahlutverk hjá Philadelphia Eagles fyrr á þessu ári og fjölmargir afskrifuðu Eagles um leið og það varð ljóst að Carson Wentz hefði slitið krossbönd í hné og hann myndi ekki spila meira með liðinu í ár. Jafnvel þó svo að Eagles væri með besta árangur allra liða í Þjóðardeildinni (13 sigrar, 3 töp) og heimavallarrétt í úrslitakeppninni voru fáir sem reiknuðu með miklu af Eagles. Ástæðan var einföld. Nick Foles var leikstjórnandi Eagles en ekki Carson Wentz. Hann þótti ósannfærandi í þeim leikjum sem hann spilaði fram að úrslitakeppni. Eagles mætti Atlanta Falcons í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni og vann fyrst og fremst á sterkum varnarleik. En svo kom leikurinn gegn Vikings um þarsíðustu helgi og Foles spilaði betur en hann hafði nokkru sinni gert á ferlinum. Foles hefur sýnt að hann geti spilað stórkostlega. En hann getur svo sannarlega spilað illa líka. Spurningin er - hvaða frammistöðu fær Eagles frá honum í dag? Doug PedersonVísir/GettyÁ miðvikudag varð Doug Pederson, aðalþjálfari Philadelphia Eagles, fimmtugur (hann er níu árum eldri en Tom Brady). Við fyrstu sýn virðist hann ekki eiga mikið sameiginlegt með Bill Belichick, kollega sínum og andstæðingi í kvöld, og líklega eru ólíkindi þeirra hvergi meira áberandi en þegar kemur að þjálfarareynslu þeirra. Pederson er á sínu öðru ári í starfi hjá Eagles og Belichick sínu átjánda hjá Patriots. Pederson hefur eðlilega aldrei unnið Super Bowl (og reyndar Eagles ekki heldur) - Belichick á sjö Super Bowl titla á 42 ára þjálfaraferli sínum. Pederson var í tólf ár í NFL-deildinni sem leikmaður. Hann var leikstjórnandi en aldrei aðalstjarnan í sínu liði. Hann var varamaður og flakkaði á milli liða sem slíkur, eins og algengt er í deildinni. Hann hefur því fullan skilning á stöðunni sem Foles er í (Foles hefur skipt um lið eftir hvert tímabil síðustu fjögur árin). Eftir fjögur ár sem menntaskólaþjálfari sneri Pederson aftur til síns gamla liðs og gamla þjálfara, Andy Reid hjá Philadelphia Eagles. Hjá Reid var Pederson fljótur að vinna sig upp innan félagsins og þegar sá fyrrnefndi var látinn taka poka sinn fylgdi Pederson Reid til Kansas City, þar sem hann var sóknarþjálfari Chiefs í þrjú tímabil. Pederson þótti ná sérstaklega góðum árangri með sóknarleik Chiefs og þá sérstaklega leikstjórnandanum Alex Smith sem hann gjörbreytti á þessum árum. Pederson var einstaklega vel liðinn hjá Eagles, fyrst sem leikmaður árið 1999 en fyrst og fremst sem þjálfari þau fjögur tímabil sem hann var þar. Hann var í það miklum metum að Pederson var ráðinn aðalþjálfari eftir að Eagles ákvað að binda endi á Chip Kelly-tilraunina, sem hafði mistekist hrapalega en Kelly tók við Eagles af Reid árið 2013. Eagles hefur reynt að leiðrétta ýmis mistök frá Kelly-árunum, með góðum árangri. Eitt af fyrstu verkum Doug Pederson var, í samstarfi við framkvæmdastjórann Howie Roseman, að veðja á nýliðann Carson Wentz. Og þá ekki bara gefa honum tækifæri sem byrjunarliðsmaður heldur einnig að leggja heilmikið í sölurnar til að tryggja sér annan valrétt í nýliðavalinu, sem var nauðsynlegt til að fá Wentz (Jared Goff, sem sló í gegn með LA Rams í ár, fór fyrstur í umræddu nýliðavali). Þó svo að Wentz sé ekki að spila í dag dylst engum hversu klókt það var af Eagles að ná í Wentz. Langflest félög í deildinni horfa öfundaraugum til þess að Philadelphia sé með einn allra besta unga leikstjórnanda deildarinnar (þrátt fyrir að hann sé núna frá vegna krossbandsslita). Framtíðarhorfur Eagles eru mjög góðar af því að Carson Wentz er hjá félaginu - svo einfalt er það.Craig Pederson var um tíma varaleikstjórnandi hjá Green Bay Packers.Vísir/GettyUndir stjórn Pederson hefur Philadelphia spilað einstaklega vel, sérstaklega í ár. En það sem enn meira máli skiptir, liðið hefur spilað einstaklega vel þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Og þetta eru engir aukvisar sem meiddust - Jordan Hicks (frábær varnarmaður), Jason Peters (einn besti sóknarlínumaður deildarinnar, öruggur inn í frægðarhöllina), Darren Sproles (frábær hlaupari, afar fjölhæfur) og auðvitað sjálfur leikstjórandinn Carson Wentz. Liðið missti meira að segja sparkarann sinn (Caleb Sturgis). Og án allra þessara leikmanna er liðið komið í Super Bowl. Það er ekki að ástæðulausu að liðið var lítilmagninn hjá veðmöngurum í Las Vegas í öllum leikjum þess í úrslitakeppninni (líka gegn Patriots í dag). Þegar Wentz meiddist höfðu fáir trú á því að ernirnir gætu svifið alla leið í Super Bowl. Líklega var Doug Pederson einn afar fárra sem hafði í alvörunni einlæga trú á að það væri hægt. Pederson virðist hafa hæfni til að aðlagast aðstæðum sem þjálfari. Tímabilið í ár ber vitni um það. Sóknarleikur Eagles gjörbreyttist við meiðsli Wentz. Carson Wentz var frábær í löngum sendingum sem sprengdu upp varnir andstæðinganna. Nick Foles hefur ekki getuna sem þarf til að leika það eftir. Sókn Eagles hefur því stólað á stuttan sendingarleik Foles og sprengt varnir andstæðinga sinna með sóknarkerfum og hlaupaleiðum sem hefur gefið gríðarlegan fjölda jarda eftir fyrstu snertingu varnarmanns. Þar er hlauparinn Jay Ajayi í lykilhlutverki - leikmaður sem Eagles fékk óvænt á miðju tímabili frá Miami Dolphins. Koma Ajayi er enn eitt dæmið um klókindi þeirra Roseman og Pederson. Roseman hafði vit á því að fá öflugan leikmann þegar hann bauðst og Pederson hefur tekist að nýta bestu eiginleika hans inni á vellinum. Fáir, ef nokkur, er betri en Bill Belichick að lesa í aðstæður og bregðast við þeim. Nægir að nefna Super Bowl á síðasta ári, sem fyrr segir. En Pederson hefur þó sýnt að hann býr alla vega yfir þeim kostum að geta klórað sig úr erfiðum aðstæðum. Kannski, bara kannski, getur hann gert það sem (líklega) engum (nema ef til vill Tom Coughlin) hefur tekist og fellt Belichick á eigin bragði í kvöld. Gott að hafa í hugaRob Gronkowski, innherji Patriots.Vísir/GettyVarnarlína Eagles Tekst varnarlínu Eagles að stöðva Brady? Vörn Philadelphia er ein sú besta í deildinni og varnarlínunni tekst að setja pressu á leikstjórnanda andstæðingsins án þess að njóta liðsinnis annarra varnarmanna - svokallaða leiftursárás (e. blitzing). Það er oft sagt að til þess að vinna Patriots þarftu að komast að Brady og helst fella hann nógu oft til að koma honum úr jafnvægi.Rob Gronkowski Vörn Philadelphia er ein sú besta í deildinni. En veikleiki hennar er að verjast innherjum. Það vill einmitt þannig til að Patriots eru með besta innherja í sögu NFL-deildarinnar í sínu liði, tröll að nafni Rob Gronkowski. Hann fékk reyndar heilahristing í sigrinum á Jaguars um þarsíðustu helgi en spilar með í dag. Auðvitað þarf Eagles að stöðva Tom Brady til að eiga möguleika í dag. En Gronkowski er leikmaður sem getur líka unnið leiki upp á sitt einsdæmi.Fjórði leikhluti Þú skalt aldrei dirfast að afskrifa Tom Brady. Það er dauðsynd. Það kom í ljós í Super Bowl í fyrra. Patriots lenti 25 stigum undir gegn Falcons en vann í framlengingu. Hvað gerðist eiginlega? Heilmargt. Meðal þess má nefna að varnarlínumenn Falcons, sem höfðu hundelt Brady allan leikinn, voru orðnir þreyttir og vörn fálkanna gerðu hver mistökin á fætur öðrum. Í þessum sjö Super Bowl leikjum sem Brady hefur spilað hafa 43 prósent stiga Patriots komið í fjórða leikhluta. Það sem meira er, vörn Patriots hefur ekki fengið á sig stig í síðustu tveimur Super Bowl leikjum sínum. Semsagt, ekki fara snemma að sofa. Kláraðu leikinn, í guðanna bænum.Að lokum Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá Super Bowl sem fer fram á US Bank-leikvanginum í Minneapolis. Leikurinn hefst klukkan 23.30 en upphitun í myndveri hefst klukkan 22.00. Justin Timberlake mun sjá um skemmtiatriði í hálfleik og stór hluti heimsbyggðarinnar mun fylgjast með öllu saman. Ekki missa af þessum stórviðburði. NFL Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti
Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar og sá 52. í sögunni, fer fram í kvöld. Þar mætast tvö afar ólík lið - New England Patriots og Philadelphia Eagles. Eitt liðið hefur unnið næstflesta Super Bowl titla allra liða í NFL-deildinni, hitt hefur aldrei unnið Super Bowl. Patriots mun með sigri í kvöld jafna árangur Pittsburgh Steelers sem á flesta titla eða sex talsins. Patriots er þó að fara í sinn tíunda Super Bowl leik og er það met. Ef að Eagles tapar í kvöld verður liðið eitt fárra liða í sögu NFL-deildarinnar sem hefur farið minnst þrívegis í Super Bowl án þess að vinna. Þetta er stærsti leikurinn ár hvert í vinsælustu íþrótt Bandaríkjanna og um leið einn stærsti íþróttviðburður heimsins ár hvert. Leikurinn teygir í raun anga sína langt út fyrir íþróttina. Fjölmargir hafa áhuga á rándýrum auglýsingum sem eru gerðar fyrir útsendingu leiksins, fremstu tónlistarmenn heims eru fengnir til að sjá um hálfleiksskemmtun og víða koma vinir og vandamenn saman til að horfa á leikinn og reiða fram kræsingar sem gefa brúðkaups- og fermingarveislum lítið eftir. Í þessari grein verður þó fyrst og fremst sjónum beint að leiknum sjálfum, helstu leikmönnum og þjálfurum. Líklegt er að frammistaða þeirra og áhrif í kvöld munu ráða langmestu um hvaða niðurstaða fæst í leikinn.Sjá einnig: Eiga Ernirnir svör gegn þeim besta frá upphafi? Í stuttu máli má í raun líkja þessari viðureign við baráttu Davíðs gegn Golíat. Tom Brady og Patriots er risinn í þessu tilviki en spurninin er hvort að Nick Foles og hans félagar í Philadelphia Eagles séu jafn úrræðagóðir og Davíð forðum? Við skulum byrja á risanum. Tom BradyVísir/GettySíðasta vikan fram að Super Bowl er einn risastór fjölmiðlasirkus. Það hefst með kveðjupartíi í heimakynnum áður en liðin koma og verða í auga fellibylsins fram að leik. Um fimm þúsund fjölmiðlamenn eru komnir til Minneapolis til að fjalla um leikinn og af öllum leikmönnum er enginn vinsælli en Tom Brady. Brady er að fara í sinn áttunda Super Bowl leik á ferlinum sem er vitanlega met hjá leikmanni. En Brady hefur notið þess að vera í sviðsljósinu þessa síðustu daga. Hann hefur notið þess að taka þátt í öllu umstanginu og er minnugur þess að þrátt fyrir allt eru það forréttindi að komast í Super Bowl - hvað þá átta sinum.„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að vera í þessari stöðu átta sinnum. Það er draumi líkast að vera í einum Super Bowl og ótrúlegt að vera í átta. Ég held að ég kunni betur að meta þetta með aldrinum,“ sagði hinn fertugi Brady. Það er í raun ómögulegt að ætla að lýsa Tom Brady og hans ferli í nokkrum línum. Látum nægja að nefna að Brady er án nokkurs vafa besti leikmaður NFL-deildarinnar frá upphafi og þrátt fyrir aldurinn sér enn ekki fyrir endann á ótrúlegum ferli hans. Saga Brady er enn magnaðari vegna þeirra staðreyndar að 198 leikmenn og sex leikstjórnendur voru valdir á undan honum í nýliðavalinu árið 2000. Tom Brady var 22 ára og enginn reiknaði með miklu af honum. Það má segja ýmislegt um hæfileika Brady en hann hefði aldrei náð þetta langt án ótrúlegri vinnusemi, stálaga og kappsemi sem virðist bara aukast með árunum - Brady er enn með jafn mikinn eldmóð í dag og nokkru sinni fyrr. Tom Brady á ótal met, bæði í deildarkeppninni en sérstaklega í úrslitakeppninni. En það eina sem skiptir hann máli er fjöldi meistaratitla og Brady á fimm slíka. Hann ætlar sér að vinna þann sjötta í kvöld og það gæti verið meira undir en bara enn einn Super Bowl titill í safnið. Það er sjaldan lognmolla í kringum Tom Brady og núverandi tímabil er engin undantekning. Eftir að varaleikstjórnandinn Jimmy Garappolo fór til San Francisco 49ers á miðju tímabili birti ESPN frétt sem gaf til kynna að það væri farið að hrikta í stoðum stórveldisins. Að Brady hefði viljað losna við Garappolo þar sem hann hefði ekki annað í hyggju en að halda áfram að spila um ókomin ár. Garoppolo var að renna út á samningi og vildi (eðlilega) ekki sætta sig við nýliðalaun áfram. Ekkert lið, ekki einu sinni Patriots, hefur efni á að borga leikstjórnanda há laun án þess að nota hann. Og því fór Garoppolo til 49ers. Brady þvertók fyrir að hafa haft nokkuð um málið að segja. Hann, Bill Belichick og eigandinn Robert Kraft vísaði sögusögnum um ósætti innan herbúða Patriots til föðurhúsanna. Það væri engin valdabarátta innan Patriots og Brady hefði ekki grafið undan neinum öðrum leikmanni. Greinarhöfundur ESPN stendur við frétt sína. Slysin gera ekki boð á undan sér, ekki einu sinni hjá Tom Brady. Fjórum dögum fyrir úrslitaleik Ameríkudeildarinnar, viðureign Patriots og Jacksonville Jaguars um þarsíðustu helgi, lenti Brady í samstuði við hlauparann Rex Burkhead. Að venju fengust litlar upplýsingar hjá Patriots um hversu alvarleg meiðslin voru. Brady klæddist hanska á næstu æfingum og vildi ekki segja orð um málið á blaðamannafundum fyrir leikinn.Brady ræðir við Jim Nantz um handarmeiðsli hans.Vísir/GettySíðar kom í ljós að Brady fékk ljótan skurð á höndina - þeirri sem hann kastar með. Sauma þurfti tólf spor en þrátt fyrir það spilaði Brady og Patriots vann leikinn. Það er nokkuð víst um að það hafi margt flogið í gegnum huga Brady, Belichick og Kraft þessa daga fyrir leikinn þegar óvissan um meiðsli Brady var alger. Skyldi Patriots fá að kenna á því að hafa látið Garappolo fara? Það hefði líklega þótt neyðarlegt að þurfa að tefla fram Brian Hoyer í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar með Jimmy Garoppolo í nokkur þúsund kílómetra fjarlægð hinu megin á landinu. En Brady spilaði þrátt fyrir meiðslin og var stórkostlegur. Hafa ber í huga að sjálfsagt var talsverð pressa á Brady og meiri en oft áður. Ef marka mátti frétt ESPN náði hann að sannfæra Patriots um að velja fertugan leikstjórnanda fram yfir 26 ára leikmann sem virðist eiga sér afar bjarta framtíð. Auðvitað er auðvelt að veðja á Brady, sama hverjar aðstæðurnar eru. En sú hugsun læðist að manni að hann sé nú að sýna að Patriots hafi tekið rétta ákvörðun og að hann sé þess verðugur að leiða liðið áfram vel fram á fimmtugsaldur. Brady lét ekki skurð á hönd stöðva sig og hann hefur engan áhuga á að láta Philadelphia Eagles stöðva sig í kvöld. Ferill Brady á þrítugsaldri væri einn og sér nóg til að komast í frægðarhöll NFL-deildarinnar og hið sama má segja um feril Brady á fertugsaldri. Það kæmi ekki á óvart ef hann ætlaði sér engu minna á fimmtugsaldri. Bill BelichickVísir/GettyBill Belichick hefur unnið sjö Super Bowl titla. Fimm sem aðalþjálfari New England Patriots og tvo sem varnarþjálfari New York Giants. Hann er í dag á leið í sinn tíunda Super Bowl leik. Til að ná þessum árangri þarftu að vera afar fær þjálfari. Og það er Bill Belichick svo sannarlega, eins og sagan sýnir. En það sem Belichick hefur fram yfir alla aðra er að hann býr yfir ótrúlegri reynslu. Hann hefur lent í öllum mögulegum aðstæðum með lið sína, leikmenn og aðstoðarþjálfara, innan vallar sem utan. Og langoftast hefur útkoman verið á þann veg að Bill Belichick og New England Patriots standa eftir sem sigurvegarar. Líklega er ein ótrúlegasta staðreyndin í sögu Patriots í Super Bowl leikjum undir stjórn Belichick að í öllum sjö þessum leikjum hefur liðið ekki skorað eitt einasta stig í fyrsta leikhluta. Oftar en ekki hefur Patriots lent undir en í fimm af þessum sjö leikjum endaði með sigri Belichick og hans manna.Bill Belichick lærði mikið af Bill Parcells hjá New York Giants á sínum tíma.Það er engu líkara en að Belichick líði best í þessum aðstæðum. Patriots lenti undir gegn Tennessee Titans í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni í ár en vann, 35-14. Patriots var svo 20-10 undir í fjórða leikhluta í gegn Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en vann, 24-20. Það muna svo allir hvað gerðist í Super Bowl í fyrra (Patriots lenti 28-3 undir, en vann 34-28). Það er ekki bara mikil reynsla hjá Belichick. Patroits er að fara í tíunda Super Bowl leikinn sinn, sem er met, og leikmenn Patriots eiga samanlagt 60 Super Bowl leiki samanlagt - leikmenn Eagles eiga sjö. Það er sama í hvaða tölur er gripið eða hvaða staðreynd er sett fram - langflestar vísa þær til þess að Patriots-liðið undir stjórn Bill Belicheck er langlíklegast til að vinna leikinn í kvöld. Sagan er einfaldlega á þeirra bandi. Belichick var spurður af blaðamanni í vikunni að hvaða leyti þessi Super Bowl leikur væri frábrugðinn öllum hinum sem hann hefði spilað í. Kannski reiknaði hann með því að fá ítarlegt svar, eða vonaðist að minnsta kosti til þess. En svar Belichick var dæmigert fyrir skapgerð hans og persónuleika - að minnsta kosti þann sem hann sýnir á fjölmiðlafundum. „Þessi er í Minnesota.“ Nick FolesVísir/GettyNick Foles er ekki stórt númer í huga flestra íþróttaáhugamanna. En hann er leikstjórnandi Philadelphia Eagles og er að spila í Super Bowl í kvöld. Hann er fyrst og fremst afar hæfileikaríkur íþróttamaður og hann þótti til að mynda framúrskarandi körfuboltamaður. Hann er 198 cm og væri fjölhæfur þristur með frábært skot. Það er til frábær saga af honum frá háskóladögum hans þar sem hann og félagar hans í fótboltaliði University of Arizona spiluðu við körfuboltalið skólans (18. besta lið landsins það árið) og unnu - tvisvar. NFL-leikmenn eru reyndar oft afar liðtækir körfuboltamenn, svo vægt sé til orða tekið. Með Foles í liði var til dæmis „frákasta/lowpost“ tröll að nafni Rob Gronkowski, núverandi innherji New England Patriots og einn hættulegasti mótherji Foles á morgun. Það er auðvelt að afskrifa Foles og enn í dag eru fjölmargir efasemdarmenn um ágæti hans sem leikstjórnanda í NFL-deildinni. Hann á samt metið, ásamt öðrum, fyrir flestar sendimarkssendingar í einum leik (sjö) og er að spila í Super Bowl í dag eftir a hafa pakkað bestu vörn þessa tímabils saman, þegar Eagles vann Minnesota Vikings í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar um þarsíðustu helgi. Foles er 29 ára og var valinn af Ealges í þriðju umferð nýliðavalsins árið 2012. Hann fór frá liðinu árið 2014 eftir að Chip Kelly tók við þjálfun liðsins og tók að sér aukahlutverk hjá St. Louis Rams og Kansas City Chiefs. Hann var líka fenginn í aukahlutverk hjá Philadelphia Eagles fyrr á þessu ári og fjölmargir afskrifuðu Eagles um leið og það varð ljóst að Carson Wentz hefði slitið krossbönd í hné og hann myndi ekki spila meira með liðinu í ár. Jafnvel þó svo að Eagles væri með besta árangur allra liða í Þjóðardeildinni (13 sigrar, 3 töp) og heimavallarrétt í úrslitakeppninni voru fáir sem reiknuðu með miklu af Eagles. Ástæðan var einföld. Nick Foles var leikstjórnandi Eagles en ekki Carson Wentz. Hann þótti ósannfærandi í þeim leikjum sem hann spilaði fram að úrslitakeppni. Eagles mætti Atlanta Falcons í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni og vann fyrst og fremst á sterkum varnarleik. En svo kom leikurinn gegn Vikings um þarsíðustu helgi og Foles spilaði betur en hann hafði nokkru sinni gert á ferlinum. Foles hefur sýnt að hann geti spilað stórkostlega. En hann getur svo sannarlega spilað illa líka. Spurningin er - hvaða frammistöðu fær Eagles frá honum í dag? Doug PedersonVísir/GettyÁ miðvikudag varð Doug Pederson, aðalþjálfari Philadelphia Eagles, fimmtugur (hann er níu árum eldri en Tom Brady). Við fyrstu sýn virðist hann ekki eiga mikið sameiginlegt með Bill Belichick, kollega sínum og andstæðingi í kvöld, og líklega eru ólíkindi þeirra hvergi meira áberandi en þegar kemur að þjálfarareynslu þeirra. Pederson er á sínu öðru ári í starfi hjá Eagles og Belichick sínu átjánda hjá Patriots. Pederson hefur eðlilega aldrei unnið Super Bowl (og reyndar Eagles ekki heldur) - Belichick á sjö Super Bowl titla á 42 ára þjálfaraferli sínum. Pederson var í tólf ár í NFL-deildinni sem leikmaður. Hann var leikstjórnandi en aldrei aðalstjarnan í sínu liði. Hann var varamaður og flakkaði á milli liða sem slíkur, eins og algengt er í deildinni. Hann hefur því fullan skilning á stöðunni sem Foles er í (Foles hefur skipt um lið eftir hvert tímabil síðustu fjögur árin). Eftir fjögur ár sem menntaskólaþjálfari sneri Pederson aftur til síns gamla liðs og gamla þjálfara, Andy Reid hjá Philadelphia Eagles. Hjá Reid var Pederson fljótur að vinna sig upp innan félagsins og þegar sá fyrrnefndi var látinn taka poka sinn fylgdi Pederson Reid til Kansas City, þar sem hann var sóknarþjálfari Chiefs í þrjú tímabil. Pederson þótti ná sérstaklega góðum árangri með sóknarleik Chiefs og þá sérstaklega leikstjórnandanum Alex Smith sem hann gjörbreytti á þessum árum. Pederson var einstaklega vel liðinn hjá Eagles, fyrst sem leikmaður árið 1999 en fyrst og fremst sem þjálfari þau fjögur tímabil sem hann var þar. Hann var í það miklum metum að Pederson var ráðinn aðalþjálfari eftir að Eagles ákvað að binda endi á Chip Kelly-tilraunina, sem hafði mistekist hrapalega en Kelly tók við Eagles af Reid árið 2013. Eagles hefur reynt að leiðrétta ýmis mistök frá Kelly-árunum, með góðum árangri. Eitt af fyrstu verkum Doug Pederson var, í samstarfi við framkvæmdastjórann Howie Roseman, að veðja á nýliðann Carson Wentz. Og þá ekki bara gefa honum tækifæri sem byrjunarliðsmaður heldur einnig að leggja heilmikið í sölurnar til að tryggja sér annan valrétt í nýliðavalinu, sem var nauðsynlegt til að fá Wentz (Jared Goff, sem sló í gegn með LA Rams í ár, fór fyrstur í umræddu nýliðavali). Þó svo að Wentz sé ekki að spila í dag dylst engum hversu klókt það var af Eagles að ná í Wentz. Langflest félög í deildinni horfa öfundaraugum til þess að Philadelphia sé með einn allra besta unga leikstjórnanda deildarinnar (þrátt fyrir að hann sé núna frá vegna krossbandsslita). Framtíðarhorfur Eagles eru mjög góðar af því að Carson Wentz er hjá félaginu - svo einfalt er það.Craig Pederson var um tíma varaleikstjórnandi hjá Green Bay Packers.Vísir/GettyUndir stjórn Pederson hefur Philadelphia spilað einstaklega vel, sérstaklega í ár. En það sem enn meira máli skiptir, liðið hefur spilað einstaklega vel þrátt fyrir meiðsli lykilmanna. Og þetta eru engir aukvisar sem meiddust - Jordan Hicks (frábær varnarmaður), Jason Peters (einn besti sóknarlínumaður deildarinnar, öruggur inn í frægðarhöllina), Darren Sproles (frábær hlaupari, afar fjölhæfur) og auðvitað sjálfur leikstjórandinn Carson Wentz. Liðið missti meira að segja sparkarann sinn (Caleb Sturgis). Og án allra þessara leikmanna er liðið komið í Super Bowl. Það er ekki að ástæðulausu að liðið var lítilmagninn hjá veðmöngurum í Las Vegas í öllum leikjum þess í úrslitakeppninni (líka gegn Patriots í dag). Þegar Wentz meiddist höfðu fáir trú á því að ernirnir gætu svifið alla leið í Super Bowl. Líklega var Doug Pederson einn afar fárra sem hafði í alvörunni einlæga trú á að það væri hægt. Pederson virðist hafa hæfni til að aðlagast aðstæðum sem þjálfari. Tímabilið í ár ber vitni um það. Sóknarleikur Eagles gjörbreyttist við meiðsli Wentz. Carson Wentz var frábær í löngum sendingum sem sprengdu upp varnir andstæðinganna. Nick Foles hefur ekki getuna sem þarf til að leika það eftir. Sókn Eagles hefur því stólað á stuttan sendingarleik Foles og sprengt varnir andstæðinga sinna með sóknarkerfum og hlaupaleiðum sem hefur gefið gríðarlegan fjölda jarda eftir fyrstu snertingu varnarmanns. Þar er hlauparinn Jay Ajayi í lykilhlutverki - leikmaður sem Eagles fékk óvænt á miðju tímabili frá Miami Dolphins. Koma Ajayi er enn eitt dæmið um klókindi þeirra Roseman og Pederson. Roseman hafði vit á því að fá öflugan leikmann þegar hann bauðst og Pederson hefur tekist að nýta bestu eiginleika hans inni á vellinum. Fáir, ef nokkur, er betri en Bill Belichick að lesa í aðstæður og bregðast við þeim. Nægir að nefna Super Bowl á síðasta ári, sem fyrr segir. En Pederson hefur þó sýnt að hann býr alla vega yfir þeim kostum að geta klórað sig úr erfiðum aðstæðum. Kannski, bara kannski, getur hann gert það sem (líklega) engum (nema ef til vill Tom Coughlin) hefur tekist og fellt Belichick á eigin bragði í kvöld. Gott að hafa í hugaRob Gronkowski, innherji Patriots.Vísir/GettyVarnarlína Eagles Tekst varnarlínu Eagles að stöðva Brady? Vörn Philadelphia er ein sú besta í deildinni og varnarlínunni tekst að setja pressu á leikstjórnanda andstæðingsins án þess að njóta liðsinnis annarra varnarmanna - svokallaða leiftursárás (e. blitzing). Það er oft sagt að til þess að vinna Patriots þarftu að komast að Brady og helst fella hann nógu oft til að koma honum úr jafnvægi.Rob Gronkowski Vörn Philadelphia er ein sú besta í deildinni. En veikleiki hennar er að verjast innherjum. Það vill einmitt þannig til að Patriots eru með besta innherja í sögu NFL-deildarinnar í sínu liði, tröll að nafni Rob Gronkowski. Hann fékk reyndar heilahristing í sigrinum á Jaguars um þarsíðustu helgi en spilar með í dag. Auðvitað þarf Eagles að stöðva Tom Brady til að eiga möguleika í dag. En Gronkowski er leikmaður sem getur líka unnið leiki upp á sitt einsdæmi.Fjórði leikhluti Þú skalt aldrei dirfast að afskrifa Tom Brady. Það er dauðsynd. Það kom í ljós í Super Bowl í fyrra. Patriots lenti 25 stigum undir gegn Falcons en vann í framlengingu. Hvað gerðist eiginlega? Heilmargt. Meðal þess má nefna að varnarlínumenn Falcons, sem höfðu hundelt Brady allan leikinn, voru orðnir þreyttir og vörn fálkanna gerðu hver mistökin á fætur öðrum. Í þessum sjö Super Bowl leikjum sem Brady hefur spilað hafa 43 prósent stiga Patriots komið í fjórða leikhluta. Það sem meira er, vörn Patriots hefur ekki fengið á sig stig í síðustu tveimur Super Bowl leikjum sínum. Semsagt, ekki fara snemma að sofa. Kláraðu leikinn, í guðanna bænum.Að lokum Stöð 2 Sport verður með beina útsendingu frá Super Bowl sem fer fram á US Bank-leikvanginum í Minneapolis. Leikurinn hefst klukkan 23.30 en upphitun í myndveri hefst klukkan 22.00. Justin Timberlake mun sjá um skemmtiatriði í hálfleik og stór hluti heimsbyggðarinnar mun fylgjast með öllu saman. Ekki missa af þessum stórviðburði.