Útlendingar María Bjarnadóttir skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið innflytjandabarn. Það var æðislegt. Í norsku fjallaþorpi vorum við tvær, útlendingarnir. Ég, hvíta íslenska stelpan og hin, múslimskur flóttamaður undan stríðinu í Bosníu. Ég varð hratt hluti af hópnum, lærði tungumálið og komst í fótboltaliðið. Hún hins vegar náði ekki tökum á tungumálinu, varð eftir á í skólanum og einangraðist. Mömmu hennar hitti ég oft, við unnum saman í herbergisþrifum á fínasta hótelinu í bænum. Ég vegna þess að mig langaði í Oakley sólgleraugu og Dr. Martens skó, hún vegna þess að það var enga aðra vinnu að fá fyrir verkfræðing sem var flóttamaður og talaði enga norsku. Ég hugsaði til þeirra þegar það birtust fréttir af slöku gengi íslenskra barna í PISA-könnuninni frægu. Þegar rýnt var í niðurstöðurnar sýndu þær að það eru krakkar af erlendum uppruna sem eiga í mestum vandræðum. Það er óþolandi. Útlendingar sem vinna við herbergisþrifin eða einhvers annars staðar í virðiskeðjunni eru algert lykilfólk í íslensku hagkerfi. Þau eiga engu minni heimtingu á því að börnin þeirra fái aðbúnað og aðstoð sem þau þurfa í skólanum en aðrir foreldrar. Ég hef verið innflytjandaforeldri. Það er erfitt. Til viðbótar við venjulegar uppeldisáhyggjur, þarf að glíma við að skilja óskrifaðar samskiptareglur og hvað sé viðeigandi varðandi barnaafmæli. Sumir hafa ekki einu sinni almennileg tök á tungumálinu. Hvernig eiga þau að sjá um heimalestur? Það ætti að vera kappsmál fyrir sveitarfélög að tryggja þjónustu fyrir börn af erlendum uppruna. Ef ekki vegna þess að það er siðferðilega rétt, þá vegna þess að það myndi bæta PISA-niðurstöðurnar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun