Lífið, litlu börnin og kjör almennings Guðríður Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2018 10:15 Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Árið 1998 voru 40,3% leikskólabarna hér á landi að meðaltali átta tíma eða lengur í leik-skóla, en árið 2016 var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) frá 2016 vitnar um met Íslendinga í dvalartíma leikskólabarna í leikskólum, bæði í dagafjölda og klukkutímum. Hér á landi er næstum því þrefalt algengara að börn á leikskólaaldri fái tauga- og geðlyf en í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Er það svona sem við viljum búa að börnunum okkar? Samvera barns með foreldrum sínum sem eyðir þetta löngum tíma í leikskóla er lítil og væntanlega bitnar þreyta barnsins og annarra í fjölskyldunni á gæðum samverunnar. Lífið er núna. Við eigum að njóta barnanna okkar á meðan þau eru lítil. Ekkert er betra fyrir lítið barn en gæðastundir með fjölskyldunni. Það fylgir því álag fyrir lítil kríli að eyða öllum deginum innan veggja skólans í allt of litlu rými þar sem hljóðvist er yfir öllum eðlilegum mörkum. Það er ekki langsótt að ætla að þessi líðan barna tengist að einhverju leyti aðstæðum þeirra. Lífstíll og láglaunastefna hefur væntanlega orðið til þess að börn eru þetta lengi í leikskóla og reyndar á þetta við um grunnskólann líka. Nú þegar rætt er um forsendur kjarasamninga – um kjör og aðbúnað almennings megum við ekki gleyma þeim sem mestu máli skipta. Börnunum okkar. Hluti af því að búa betur að börnunum okkar er að stytta vinnudaginn og þannig fjölga samverustundum fjölskyldunnar. Það er mál sem samfélagið allt þarf að taka höndum saman um og þar hlýtur verkalýðshreyfingin að fara fremst í flokki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun