Getuleysi Öryggisráðsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. febrúar 2018 07:00 Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Á síðustu átta dögum hafa rúmlega 550 manns, stór hluti þeirra börn, verið myrtir í Ghouta-hverfi í útjaðri Damaskus. Hersveitir hliðhollar ríkjandi valdi í Sýrlandi hafa með stuðningi Rússa jafnað spítala við jörðu í hverfinu með ítrekuðum loftárásum. Hersveitirnar varpa tunnum, yfirfullum af sprengiefni, sprengjubrotum og jafnvel eiturefnum, úr þyrlum yfir hverfinu þar sem fjögur hundruð þúsund óbreyttir borgarar lifa milli vonar og ótta. Á milli þeirra leynast 580 uppreisnarmenn. Sýrlensk yfirvöld eru reiðubúin að fremja fjöldamorð á eigin þegnum til að útrýma þeim. Þetta hömlulausa ofbeldi er ekki aðeins að finna á sjálfum vígvellinum í Sýrlandi, heldur birtist það í annarri mynd víðsfjarri húsarústunum og barnsgrátinum í Ghouta-hverfi. Í fundarsal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar þjóðanna koma saman undir því yfirskyni að koma sýrlensku þjóðinni til hjálpar. Öryggisráðið komst loks að samkomulagi um vopnahlé í Ghouta um helgina, eftir ítrekaðar tilraunir og ótal fundi. Síðan þá hafa rúmlega þrjátíu óbreyttir borgarar verið myrtir í loftárásum á Ghouta. Óhætt er að segja að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi algjörlega, og ítrekað, brugðist sýrlensku þjóðinni. Stríðandi fylkingar í Sýrlandi bera ábyrgð á mannfallinu, en ábyrgð ríkjanna fimm sem eiga fastasæti og hafa neitunarvald í Öryggisráðinu er ekki minni. Þessar þjóðir hafa leyft átökunum að halda áfram. Slíkt er vanhæfi þessara svokölluðu stórvelda að þeim hefur ítrekað mistekist að tryggja grundvallarmannréttindi hóps sem þurft hefur að þola einhverjar mestu hörmungar sem sést hafa. Sýrlenska borgarastyrjöldin er mesti harmleikur okkar tíma, og það fyrir ýmsar sakir. Mannfallið og það gegndarlausa ofbeldi sem átt hefur sér stað þar ber nöturlegt vitni um þá villimennsku sem tegundin okkar er fær um að sýna. En um leið, verandi hin upplýsta og tengda kynslóð, neyðumst við í ljósi hörmunganna til að horfa inn á við og spyrja af hverju við látum þetta viðgangast. Engin kynslóð í sögunni hefur haft jafn gott aðgengi að upplýsingum og staðreyndum, og það er hægðarleikur að beita sér í þágu Sýrlendinga. Sama hversu smá ríkin eru, þá hafa þau burði og umfram allt siðferðilega skyldu til að halda á lofti gildum sínum og berjast fyrir mannréttindum Sýrlendinga. Ekki verður unað lengur við getuleysi Sameinuðu þjóðanna, því þurfa almennir borgarar að sýna manngæsku í verki og koma bræðrum sínum og systrum í Sýrlandi til aðstoðar.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar