Logi: Mun labba af velli með stórt bros Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2018 19:15 Karlalandsliðið í körfubolta spilar við Finna í undankeppni HM í Höllinni klukkan 19.45. Þetta verður næstsíðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Njarðvíkingurinn gaf það út fyrir leiki helgarinnar að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. Hann hefur þjónað landsliðinu í 18 ár en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2000. Leikurinn í kvöld verður landsleikur númer 146 hjá kappanum. „Það hefur verið partur af mínum ferli síðan ég var 17 ára að vera í A-landsliðinu. Þegar ég var að spila erlendis kom ég alltaf heim til þess að spila með landsliðinu. Ég hef verið með sumum þessara stráka í hátt í tvo áratugi og því er mjög sérstakt að vera að stíga til hliðar og hætta þessu,“ segir Logi. „Ég vissi að það kæmi að þessu. Ég hef hugsað þetta í svolítinn tíma og mér finnst það passa vel að gera þetta núna hér á heimavelli. Ég fór að hugsa um þessa ákvörðun eftir Eurobasket síðasta haust.“ Þessi magnaði leikmaður, og annálaða ljúfmenni, er þegar byrjaður að hugsa um hversu skrítin tilfinning það verði að labba út af eftir sinn síðasta landsleik. „Þetta verður skrítið enda verið svo stór hluti af mér. Helst að labba frá borði frá leikmönnunum. Við erum mjög nánir og þeir eru eins og bræður mínir. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund,“ segir Njarðvíkingurinn en munum við sjá tár á hvarmi? „Maður veit aldrei. Nei, ætli það. Þetta verður örugglega meira bros. Stórt bros.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30 Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00 Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Karlalandsliðið í körfubolta spilar við Finna í undankeppni HM í Höllinni klukkan 19.45. Þetta verður næstsíðasti landsleikur Loga Gunnarssonar sem hefur þjónað landsliðinu vel og lengi. Njarðvíkingurinn gaf það út fyrir leiki helgarinnar að þetta yrðu hans síðustu landsleikir. Hann hefur þjónað landsliðinu í 18 ár en hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2000. Leikurinn í kvöld verður landsleikur númer 146 hjá kappanum. „Það hefur verið partur af mínum ferli síðan ég var 17 ára að vera í A-landsliðinu. Þegar ég var að spila erlendis kom ég alltaf heim til þess að spila með landsliðinu. Ég hef verið með sumum þessara stráka í hátt í tvo áratugi og því er mjög sérstakt að vera að stíga til hliðar og hætta þessu,“ segir Logi. „Ég vissi að það kæmi að þessu. Ég hef hugsað þetta í svolítinn tíma og mér finnst það passa vel að gera þetta núna hér á heimavelli. Ég fór að hugsa um þessa ákvörðun eftir Eurobasket síðasta haust.“ Þessi magnaði leikmaður, og annálaða ljúfmenni, er þegar byrjaður að hugsa um hversu skrítin tilfinning það verði að labba út af eftir sinn síðasta landsleik. „Þetta verður skrítið enda verið svo stór hluti af mér. Helst að labba frá borði frá leikmönnunum. Við erum mjög nánir og þeir eru eins og bræður mínir. Þetta verður örugglega tilfinningaþrungin stund,“ segir Njarðvíkingurinn en munum við sjá tár á hvarmi? „Maður veit aldrei. Nei, ætli það. Þetta verður örugglega meira bros. Stórt bros.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30 Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00 Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi. 19. febrúar 2018 14:30
Martin: Heiður að hafa fengið að læra af Loga Logi Gunnarsson spilar sinn næstsíðasta landsleik í kvöld er Ísland tekur á móti Finnum í undankeppni HM í Laugardalshöllinni. 23. febrúar 2018 14:00
Logi: Þessi hópur var hið fullkomna lið og eins og bræður mínir Logi Gunnarsson sagði Vísi frá því í dag að hann muni spila sína síðustu landsleiki í Laugardalshöllinni á föstudags- og sunnudagskvöldið. Logi hefur spilað 145 landsleiki fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og skorað meira en 1400 stig og 200 þriggja stiga körfur fyrir liðið. 19. febrúar 2018 16:15