Kvennakór Suðurnesja fagnar 50 ára afmæli með tónleikum Guðný Hrönn skrifar 22. febrúar 2018 12:15 Kvennakór Suðurnesja er 50 ára í dag. Kórinn fagnar tímamótunum með stórtónleikum og svo utanlandsferð í vor. Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“ Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Það var á þessum degi árið 1968 sem 27 konur komu saman og stofnuðu Kvennakór Suðurnesja. Kórinn er því 50 ára í dag og í tilefni dagsins syngur hann á afmælistónleikum í Hljómahöll í Reykjanesbæ í kvöld. Helga Hrönn Ólafsdóttir er einn af 38 meðlimum kórsins en hún hefur sungið með kórnum í 18 ár. Hún er að vonum spennt fyrir kvöldinu. „Við höldum stórtónleika í tilefni dagsins þar sem við syngjum með hljómsveit. Og Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar og Fríða Dís úr Klassart syngja með okkur. Og það er uppselt þannig að það er spennandi,“ segir Helga og hlær. Til viðbótar við afmælistónleikana heldur kórinn einnig upp á afmælið með kórferð til Færeyja í maí. „Þar ætlum við að taka þátt í færeysku kóramóti þar sem eingöngu færeyskir kórar syngja, en við fáum líka að vera með. Við hittum nefnilega á skipuleggjanda mótsins og okkur var þá boðið að vera með. Við förum út með kórbullurnar okkar, það eru eiginmennirnir,“ segir Helga glöð í bragði. Eins og áður sagði hefur Helga verið í Kvennakór Suðurnesja í 18 ár. Hún segir það alltaf jafn skemmtilegt. „Toppurinn er þegar við förum í Skálholt í æfingabúðir einu sinni á ári. Við erum þar yfir helgi og æfum og æfum og skemmtum okkur.“
Tónlist Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið