Eldtungur stigu næstum því upp úr fiðlunni Jónas Sen skrifar 21. febrúar 2018 12:00 Spilamennskan var ákaflega lífleg hjá þeim Codispoti að mati dómarans. Breska tónskáldið Benjamin Britten sagði einu sinni að hann spilaði tónlistina eftir Brahms á nokkurra ára fresti til að minna sig á hversu léleg hún væri. Víst er að Brahms var mistækur. Sumar tónsmíðar hans eru stórfenglegar, eins og t.d. báðir píanókonsertarnir, fiðlukonsertinn, sinfóníurnar og fiðlusónöturnar. Aðrar, á borð við konsertinn fyrir fiðlu og selló og ýmsar kammertónsmíðar, eru margar hverjar drepleiðinlegar. Brahms var haldinn svæsinni fullkomnunaráráttu. Hann pússaði tónlist sína út í það óendanlega og gekk stundum alltof langt. Því má líkja við það þegar maður flysjar kartöflu svo mikið að hún verður pínulítil. Tríó fyrir píanó, selló og fiðlu í C-dúr, op. 87, sem leikið var á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn var, sem betur fer, í góðu deildinni. Reyndar mjög góðu deildinni. Laglínurnar eru hrífandi, framvindan áleitin og uppbyggingin tignarleg. Hægi kaflinn er án efa ein fegursta tónsmíð Brahms. Flytjendur voru Domenico Codispoti á píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Leikurinn var glæsilegur. Codispoti er „Íslandsvinur“ sem hefur komið hingað til tónleikahalds margoft. Frammistaðan nú olli ekki vonbrigðum. Spilamennskan var mjúk en breið, hljómurinn fallega mótaður, hraðar tónarunur fullkomlega af hendi leystar. Styrkleikajafnvægið á milli píanósins og strengjahljóðfæranna var auk þess prýðilegt. Bryndís Halla var líka frábær. Hver einasti tónn var tandurhreinn og hlýlega mótaður og samleikurinn við hina nákvæmur og pottþéttur. Sigrún spilaði einnig af mikilli ákefð og ástríðu eins og hennar er von og vísa, en nokkrar nótur voru þó örlítið óhreinar. Það fyrirgafst samt því túlkunin í heild var svo sannfærandi, hún var stórbrotin, rómantísk og kröftug. Hitt atriðið á dagskránni var tríó í e-moll, op. 67 eftir Sjostakóvitsj. Það er eitt best heppnaða kammerverk tónskáldsins. Sjostakóvitsj samdi það árið 1944, aðallega til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Hann byggði því tríóið að miklu leyti á grípandi alþýðutónlist Gyðinga. Andrúmsloftið er myrkt, hrjóstrugt og á köflum átakanlegt. Þetta er tónlist sem situr í manni löngu eftir að hún hefur hljóðnað. Flutningurinn, rétt eins og í Brahms, var fullur af snerpu þegar við átti, en einnig djúpri andakt eins og í magnaðri hugleiðslu. Aftur var píanó- og sellóleikurinn öruggur; fiðluleikurinn var sömuleiðis spennandi, en dálítið hrjúfur. Til marks um það slitnuðu hár úr fiðluboganum með nokkuð reglulegu millibili og í lokin var hann orðinn eins og köngulóarvefur. Hár voru út um allt! Það vantaði bara að reykur stigi upp úr fiðlunni, sem hefði fullkomnað sjónarspilið. Jónas SenNiðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með snilldarlegri tónlist; spilamennskan var ávallt lífleg. Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Breska tónskáldið Benjamin Britten sagði einu sinni að hann spilaði tónlistina eftir Brahms á nokkurra ára fresti til að minna sig á hversu léleg hún væri. Víst er að Brahms var mistækur. Sumar tónsmíðar hans eru stórfenglegar, eins og t.d. báðir píanókonsertarnir, fiðlukonsertinn, sinfóníurnar og fiðlusónöturnar. Aðrar, á borð við konsertinn fyrir fiðlu og selló og ýmsar kammertónsmíðar, eru margar hverjar drepleiðinlegar. Brahms var haldinn svæsinni fullkomnunaráráttu. Hann pússaði tónlist sína út í það óendanlega og gekk stundum alltof langt. Því má líkja við það þegar maður flysjar kartöflu svo mikið að hún verður pínulítil. Tríó fyrir píanó, selló og fiðlu í C-dúr, op. 87, sem leikið var á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudaginn var, sem betur fer, í góðu deildinni. Reyndar mjög góðu deildinni. Laglínurnar eru hrífandi, framvindan áleitin og uppbyggingin tignarleg. Hægi kaflinn er án efa ein fegursta tónsmíð Brahms. Flytjendur voru Domenico Codispoti á píanó, Sigrún Eðvaldsdóttir á fiðlu og Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Leikurinn var glæsilegur. Codispoti er „Íslandsvinur“ sem hefur komið hingað til tónleikahalds margoft. Frammistaðan nú olli ekki vonbrigðum. Spilamennskan var mjúk en breið, hljómurinn fallega mótaður, hraðar tónarunur fullkomlega af hendi leystar. Styrkleikajafnvægið á milli píanósins og strengjahljóðfæranna var auk þess prýðilegt. Bryndís Halla var líka frábær. Hver einasti tónn var tandurhreinn og hlýlega mótaður og samleikurinn við hina nákvæmur og pottþéttur. Sigrún spilaði einnig af mikilli ákefð og ástríðu eins og hennar er von og vísa, en nokkrar nótur voru þó örlítið óhreinar. Það fyrirgafst samt því túlkunin í heild var svo sannfærandi, hún var stórbrotin, rómantísk og kröftug. Hitt atriðið á dagskránni var tríó í e-moll, op. 67 eftir Sjostakóvitsj. Það er eitt best heppnaða kammerverk tónskáldsins. Sjostakóvitsj samdi það árið 1944, aðallega til minningar um fórnarlömb helfararinnar. Hann byggði því tríóið að miklu leyti á grípandi alþýðutónlist Gyðinga. Andrúmsloftið er myrkt, hrjóstrugt og á köflum átakanlegt. Þetta er tónlist sem situr í manni löngu eftir að hún hefur hljóðnað. Flutningurinn, rétt eins og í Brahms, var fullur af snerpu þegar við átti, en einnig djúpri andakt eins og í magnaðri hugleiðslu. Aftur var píanó- og sellóleikurinn öruggur; fiðluleikurinn var sömuleiðis spennandi, en dálítið hrjúfur. Til marks um það slitnuðu hár úr fiðluboganum með nokkuð reglulegu millibili og í lokin var hann orðinn eins og köngulóarvefur. Hár voru út um allt! Það vantaði bara að reykur stigi upp úr fiðlunni, sem hefði fullkomnað sjónarspilið. Jónas SenNiðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með snilldarlegri tónlist; spilamennskan var ávallt lífleg.
Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið