„Skandall ef Fram verður ekki meistari“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. mars 2018 09:00 Þetta er annað árið í röð sem Haukar og Fram leika í undanúrslitum bikarsins en KA/Þór hefur ekki komist í undanúrslitin frá árinu 2009. vísir/anton Úrslitahelgi Coca-Cola-bikarsins er um helgina en undanúrslitin í kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Annars vegar mætast lið Fram og ÍBV en í seinni leiknum mætir 1. deildar lið KA/Þórs liði Hauka. Fyrirfram er meiri spenna fyrir leik Fram og ÍBV en KA/Þór hefur þegar slegið út eitt Olís-deildarlið á leið sinni í Höllina. Er þetta í fyrsta sinn sem KA/Þór leikur í undanúrslitum bikarsins í kvennaflokki frá árinu 2009.Setur enginn pening á okkur Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, var brattur þegar Fréttablaðið hitti á hann í vikunni en hann sagði að það myndi henta liðinu vel að fara án pressu í leikinn og að stelpurnar hans væru spenntar fyrir komandi verkefni. „Það er mikil eftirvænting fyrir þennan leik, flestir í liðinu hafa aldrei tekið þátt í leik af þessari stærðargráðu. Við erum með tvo reynslubolta sem hafa unnið þetta, Mörthu og Ásdísi, og þær draga vonandi vagninn fyrir yngri leikmennina,“ segir Jónatan sem telur leikinn góða mælistiku á lið sitt. „Við höfum ekki spilað við lið af þessu kaliberi síðan ég tók við liðinu og við erum virkilega spennt að sjá hvar við stöndum. Það gæti hentað okkur að það býst enginn við neinu af okkur, það myndi enginn setja pening á okkur,“ segir hann en hefur þó fulla trú á verkefninu. „Á góðum degi getum við unnið Hauka, við erum með góða vörn og spilum fullar sjálfstrausts og vonandi getum við stolið sigrinum.“Ótrúlegur kraftur í Akureyringum Fréttablaðið heyrði í Kristínu Guðmundsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu og núverandi leikmanni Vals, til að fá hennar álit á viðureignunum tveimur. Valsliðið mætti KA/Þór í æfingarleik fyrir tímabilið og hreifst Kristín af Akureyringunum. „Þær komu okkur svakalega á óvart, þær eru með öflugt þjálfarateymi sem hefur sett saman flott lið af reynsluboltum og yngri leikmönnum. Svo eru þær bara í þvílíku formi, margar sem hættu í handbolta og tóku stutta törn í CrossFit og sneru til baka í mun betra formi," segir Kristín. "Það er ekki algengt að sjá lið í 1. deildinni sem er í svona góðu formi, þær keyrðu á fullu á okkur. Svo hafa þær engu að tapa í þessum leik,“ sagði Kristín sem fannst hlutverk Hauka ekki öfundsvert, að mæta liði sem er fullt sjálfstrausts þótt það sé deild neðar.Haukar eiga að vinna „Það getur verið svakalega erfitt að mæta svona liði, þær eru með þokkalega reynslu, í flottu formi og hafa engu að tapa. Á pappírnum er það skandall ef Haukar tapa, en Haukum hefur þó ekki gengið allt of vel í Höllinni í gegn um tíðina. Ég á von á spennandi leik, maður heyrir að Haukaliðið sé svolítið lemstrað og það gæti spilast upp í hendurnar á Akureyringum. KA/Þór getur alveg unnið þennan leik.“ Kristín átti von á spennandi leik en taldi aðeins annað liðið geta staðið í mótherjunum í úrslitaleiknum, sama hvort Fram eða ÍBV færi áfram úr hinu einvíginu. „Ég held að ef KA/Þór kemst áfram þá eigi þær því miður ekki möguleika í úrslitaleiknum, Haukar geta á góðum degi unnið öll lið en ég sé ekki KA/Þór vinna besta lið landsins í dag, hvorki Fram né ÍBV. Haukarnir munu alltaf gefa andstæðingnum leik en ég hef smá áhyggjur af úrslitaleiknum ef Akureyringar komast áfram.“Yfirvegun lykilinn að sigri ÍBV Í fyrri leik dagsins mætast topplið Fram og ÍBV í leik sem fyrirfram er meiri spenna í. Framarar hafa unnið sjö leiki í röð í Olís-deildinni en ÍBV er aðeins tveimur stigum á eftir í 3. sæti deildarinnar. Kristín á von á því að sigurvegari leiksins hampi titlinum. „Þarna eru tvö af sterkustu liðum landsins að mætast og það hefði auðvitað verið frábært að fá þetta sem úrslitaleik sem auglýsingu fyrir kvennahandboltann. Takist Haukum að fara áfram þá verður það hörkuleikur en ekki jafn skemmtilegur og ef þetta hefði verið úrslitaleikurinn að mínu mati.“ Yfirvegun í sóknarleiknum er að mati Kristínar lykillinn að sigri ÍBV. „Fram er vissulega á skriði í deildinni og hefur unnið báða leikina gegn ÍBV til þessa en Eyjakonur hafa verið á flottri siglingu undanfarnar vikur. ÍBV getur alltaf spilað góða vörn en þær verða að spila góðan sóknarleik og stjórna hraða leiksins til að vinna í dag. Fram nærist á mistökum annarra og þannig vinna þær oft leikina en ef þú nærð að halda sóknarmistökunum í lágmarki þá geturðu unnið Fram,“ sagði Kristín sem telur Ester geta ráðið úrslitum leiksins. „Hún verður að leiða liðið, ef þær fara að hengja haus verður hún að smita liðsfélaga sína af stemmingunni sem umlykur hana. Svo ef hún kemst í ham þá er þetta einn erfiðasti leikmaður landsins að spila á móti.“Refskák á hliðarlínunni Á hliðarlínunni mætast Stefán Arnarson og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sem unnu ásamt Kristínu saman hjá Val um árabil og unnu fjölmarga titla saman. Kristín á von á því að Hrafnhildur geti nýtt sér það. „Ég held að Stefán sé hræddari við Hrafnhildi en hún við hann. Við erum búin að þekkja hann svo lengi að hann veit að krúsídúllusálfræði hans gengur ekki gegn okkur Hrafnhildi og okkar leikmönnum. Hún þekkir hann og hans handbragð,“ sagði Kristín sem vildi að lokum setja smá pressu á Stefán, gamla þjálfarann sinn: „Ég ætla að setja smá pressu á Stebba, það er meiri pressa á honum að vinna en Hrafnhildi og það yrði meira talað um það ef hann tapaði. Hann er með betra liðið í dag og það yrði skandall ef Fram yrði ekki bikarmeistari,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Úrslitahelgi Coca-Cola-bikarsins er um helgina en undanúrslitin í kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll í kvöld. Annars vegar mætast lið Fram og ÍBV en í seinni leiknum mætir 1. deildar lið KA/Þórs liði Hauka. Fyrirfram er meiri spenna fyrir leik Fram og ÍBV en KA/Þór hefur þegar slegið út eitt Olís-deildarlið á leið sinni í Höllina. Er þetta í fyrsta sinn sem KA/Þór leikur í undanúrslitum bikarsins í kvennaflokki frá árinu 2009.Setur enginn pening á okkur Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, var brattur þegar Fréttablaðið hitti á hann í vikunni en hann sagði að það myndi henta liðinu vel að fara án pressu í leikinn og að stelpurnar hans væru spenntar fyrir komandi verkefni. „Það er mikil eftirvænting fyrir þennan leik, flestir í liðinu hafa aldrei tekið þátt í leik af þessari stærðargráðu. Við erum með tvo reynslubolta sem hafa unnið þetta, Mörthu og Ásdísi, og þær draga vonandi vagninn fyrir yngri leikmennina,“ segir Jónatan sem telur leikinn góða mælistiku á lið sitt. „Við höfum ekki spilað við lið af þessu kaliberi síðan ég tók við liðinu og við erum virkilega spennt að sjá hvar við stöndum. Það gæti hentað okkur að það býst enginn við neinu af okkur, það myndi enginn setja pening á okkur,“ segir hann en hefur þó fulla trú á verkefninu. „Á góðum degi getum við unnið Hauka, við erum með góða vörn og spilum fullar sjálfstrausts og vonandi getum við stolið sigrinum.“Ótrúlegur kraftur í Akureyringum Fréttablaðið heyrði í Kristínu Guðmundsdóttur, fyrrverandi landsliðskonu og núverandi leikmanni Vals, til að fá hennar álit á viðureignunum tveimur. Valsliðið mætti KA/Þór í æfingarleik fyrir tímabilið og hreifst Kristín af Akureyringunum. „Þær komu okkur svakalega á óvart, þær eru með öflugt þjálfarateymi sem hefur sett saman flott lið af reynsluboltum og yngri leikmönnum. Svo eru þær bara í þvílíku formi, margar sem hættu í handbolta og tóku stutta törn í CrossFit og sneru til baka í mun betra formi," segir Kristín. "Það er ekki algengt að sjá lið í 1. deildinni sem er í svona góðu formi, þær keyrðu á fullu á okkur. Svo hafa þær engu að tapa í þessum leik,“ sagði Kristín sem fannst hlutverk Hauka ekki öfundsvert, að mæta liði sem er fullt sjálfstrausts þótt það sé deild neðar.Haukar eiga að vinna „Það getur verið svakalega erfitt að mæta svona liði, þær eru með þokkalega reynslu, í flottu formi og hafa engu að tapa. Á pappírnum er það skandall ef Haukar tapa, en Haukum hefur þó ekki gengið allt of vel í Höllinni í gegn um tíðina. Ég á von á spennandi leik, maður heyrir að Haukaliðið sé svolítið lemstrað og það gæti spilast upp í hendurnar á Akureyringum. KA/Þór getur alveg unnið þennan leik.“ Kristín átti von á spennandi leik en taldi aðeins annað liðið geta staðið í mótherjunum í úrslitaleiknum, sama hvort Fram eða ÍBV færi áfram úr hinu einvíginu. „Ég held að ef KA/Þór kemst áfram þá eigi þær því miður ekki möguleika í úrslitaleiknum, Haukar geta á góðum degi unnið öll lið en ég sé ekki KA/Þór vinna besta lið landsins í dag, hvorki Fram né ÍBV. Haukarnir munu alltaf gefa andstæðingnum leik en ég hef smá áhyggjur af úrslitaleiknum ef Akureyringar komast áfram.“Yfirvegun lykilinn að sigri ÍBV Í fyrri leik dagsins mætast topplið Fram og ÍBV í leik sem fyrirfram er meiri spenna í. Framarar hafa unnið sjö leiki í röð í Olís-deildinni en ÍBV er aðeins tveimur stigum á eftir í 3. sæti deildarinnar. Kristín á von á því að sigurvegari leiksins hampi titlinum. „Þarna eru tvö af sterkustu liðum landsins að mætast og það hefði auðvitað verið frábært að fá þetta sem úrslitaleik sem auglýsingu fyrir kvennahandboltann. Takist Haukum að fara áfram þá verður það hörkuleikur en ekki jafn skemmtilegur og ef þetta hefði verið úrslitaleikurinn að mínu mati.“ Yfirvegun í sóknarleiknum er að mati Kristínar lykillinn að sigri ÍBV. „Fram er vissulega á skriði í deildinni og hefur unnið báða leikina gegn ÍBV til þessa en Eyjakonur hafa verið á flottri siglingu undanfarnar vikur. ÍBV getur alltaf spilað góða vörn en þær verða að spila góðan sóknarleik og stjórna hraða leiksins til að vinna í dag. Fram nærist á mistökum annarra og þannig vinna þær oft leikina en ef þú nærð að halda sóknarmistökunum í lágmarki þá geturðu unnið Fram,“ sagði Kristín sem telur Ester geta ráðið úrslitum leiksins. „Hún verður að leiða liðið, ef þær fara að hengja haus verður hún að smita liðsfélaga sína af stemmingunni sem umlykur hana. Svo ef hún kemst í ham þá er þetta einn erfiðasti leikmaður landsins að spila á móti.“Refskák á hliðarlínunni Á hliðarlínunni mætast Stefán Arnarson og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir sem unnu ásamt Kristínu saman hjá Val um árabil og unnu fjölmarga titla saman. Kristín á von á því að Hrafnhildur geti nýtt sér það. „Ég held að Stefán sé hræddari við Hrafnhildi en hún við hann. Við erum búin að þekkja hann svo lengi að hann veit að krúsídúllusálfræði hans gengur ekki gegn okkur Hrafnhildi og okkar leikmönnum. Hún þekkir hann og hans handbragð,“ sagði Kristín sem vildi að lokum setja smá pressu á Stefán, gamla þjálfarann sinn: „Ég ætla að setja smá pressu á Stebba, það er meiri pressa á honum að vinna en Hrafnhildi og það yrði meira talað um það ef hann tapaði. Hann er með betra liðið í dag og það yrði skandall ef Fram yrði ekki bikarmeistari,“ sagði Kristín hlæjandi að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira