Hvað varð um þau? Haukur Örn Birgisson skrifar 6. mars 2018 07:00 Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun