Græðgi og hroki útgerðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Árið hófst með áhlaupi útgerðarauðvaldsins gegn veiðigjaldinu, greiðslu útgerðarinnar fyrir réttinn til að nýta fiskimið landsins. Höfð hafa verið uppi stóryrði um ofurskattheimtu og fjárhæð veiðigjaldsins þetta árið hefur verið lýst sem skattheimtu á sterum. Lögin um veiðigjald eru vissulega gallagripur en LÍÚ hefur ávallt haft mikil áhrif á löggjöfina og samtökin bera sína ábyrgð á útfærslunni í lögunum. Hluta af tekjum útgerðarinnar er komið undan veiðigjaldinu með því að selja aflann til skyldra aðila í vinnslu á verði sem er lægra en markaðsverð, miðað er við gamlar upplýsingar og ekki er tekið mið af breytilegri afkomu innan fiskveiðanna. Engu að síður er veiðigjaldið, hlutur ríkisins, langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir greiða fyrir veiðiréttinn.Hreinn hagnaður tvöfaldast Tilefnið er að heildartekjur ríkisins af veiðigjaldi verða 11 milljarðar króna á þessu fiskveiðiári en voru um 5 milljarðar króna áður. Á því er sú einfalda skýring að hreinn hagnaður af fiskveiðum á árinu 2015 varð tvöfalt meiri en 2014. Hagnaðurinn varð 31 milljarður króna en hafði verið 15 milljarðar króna. Það sem þarf að vekja athygli á er að hlutur útgerðarinnar, það er hagnaðurinn að frádregnu veiðigjaldinu, hækkaði úr 10 milljörðum króna upp í 20 milljarða króna á milli ára. Gróði útgerðarinnar er að vaxa stórlega en ekki að minnka eins og ætla mætti af stóryrðum talsmanna fyrirtækjanna. Krafa þeirra er að ríkið lækki sinn hlut og auki þannig gróðann hjá útgerðinni. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg krafa. Staðreynd er að ríkið úthlutar kvótum til veiða við Ísland ár hvert á verði sem er langt undir því verði sem útgerðarmenn sjálfir hafa sett. Kvóti gengur kaupum og sölum. Helsti kvótamarkaður landsins er rekinn á skrifstofu LÍÚ. Rétturinn til þess að veiða 1 kg af þorski hefur undanfarin ár verið seldur milli útgerða á verði sem er 12-17 sinnum hærri en það gjald sem ríkið innheimtir. Um þessar mundir greiða leigjendur kvóta 179 kr. fyrir veiðiréttinn. Ríkið fær 22 krónur en útgerðin sem leigir kvótann frá sér fær 157 krónur. Hlutur ríkisins er 13%. Ef ríkið lækkar sinn hlut þá hækkar það sem útgerðin fær. Ef ríkið hækkar veiðigjaldið mun hlutur útgerðarinnar lækka að sama skapi. Útgerðin vill meira en 87%. Græðgin er óseðjandi. Af framlegðinni í veiðum á þorski hefur ríkið verið að fá 6-8% á síðustu árum. Hitt hafa útgerðarfyrirtækin fengið fyrir að gera ekki neitt.Gjafakvóti Verðmyndun á kvóta er trúverðug. Sýnt er að útgerðir sem kaupa eða leigja kvóta á markaðsverði LÍÚ hafa framlegð af sínum rekstri sem stendur undir kaupunum eða leigunni. Kvótaverðið er hátt vegna þess að ríkið gefur þessi verðmæti frá sér árlega fyrir brot af verðgildi þeirra. Eigandi kvótans er þjóðin. Þess vegna á ríkið að taka til sín meginhluta verðmætisins. Allt frá 1990 hafa útgerðirnar fengið að meðhöndla kvótann sem sína eign um aldur og ævi og hirða til sín fiskveiðiarðinn nánast óskiptan. Kvótinn hefur verið árlegt gjafafé til þeirra. Það skýrir hrokafulla framgöngu þeirra nú. Það er svartur blettur á íslenskri stjórnmálasögu að í rúmlega aldarfjórðung hefur verðmætum réttindum upp á marga tugi milljarða króna á hverju ári verið úthlutað til fárra Íslendinga fyrir brot af markaðsverði þeirra. Forseti Íslands hafði á orði í nýársávarpi sínu að illa gengi að safna í sjóði þjóðarinnar þegar vel áraði.Höfundur er hagfræðingur
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun