Naumur sigur Demókrata vekur áhyggjur meðal Repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2018 15:53 Hinn 33 ára gamli Conor Lamb hefur þegar lýst yfir sigri þrátt fyrir mjög lítinn mun. Vísir/AFP Demókratinn Conor Lamb virðist hafa borið sigur úr býtum í þingkosningum í Pennsylvania í gærkvöldi. Þegar búið er að telja úr atkvæðakössunum í mest öllu ríkinu leiddi Lamb gegn andstæðingi sínum Rick Saccone með einungis tæplega 641 atkvæðum og útlit er fyrir endurtalningu. Lamb hefur þó lýst yfir sigri og væntanlegur sigur hans hefur vakið áhyggjur meðal Repúblikana fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Heildaratkvæði voru rúmlega 224 þúsund. Donald Trump sigraði í Pennsylvania í forsetakosningunum 2016 með tuttugu prósentustigum gegn Hillary Clinton og ríkið hefur verið eitt af helstu vígum Repúblikanaflokksins um árabil. Efnt var til kosninga eftir að þingmaðurinn Tim Murphy sagði af sér vegna kynlífshneykslis. Repúblikanar hafa lagt allt í sölurnar og hefur Trump sjálfur haldið tvo kosningafundi til að hvetja fólk til að kjósa og samtök tengd flokknum hafa varið minnst tíu milljónum í kosningabaráttuna samkvæmt umfjöllun Politico.Trump yngri, Ivanka Trump og Kellyanne Conway hafa einnig ferðast til ríkisins og talað máli Saccone. Demókratar sjá mögulegan sigur Lamb fyrir sér sem ljós í enda ganganna og ætla þeir sér að reyna að ná tökum á fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar eru með 24 manna meirihluta. Samkvæmt umfjöllun AP höfðu flestir talið þingsætið öruggt í höndum Repúblikana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Demókratinn Conor Lamb virðist hafa borið sigur úr býtum í þingkosningum í Pennsylvania í gærkvöldi. Þegar búið er að telja úr atkvæðakössunum í mest öllu ríkinu leiddi Lamb gegn andstæðingi sínum Rick Saccone með einungis tæplega 641 atkvæðum og útlit er fyrir endurtalningu. Lamb hefur þó lýst yfir sigri og væntanlegur sigur hans hefur vakið áhyggjur meðal Repúblikana fyrir komandi þingkosningar í nóvember. Heildaratkvæði voru rúmlega 224 þúsund. Donald Trump sigraði í Pennsylvania í forsetakosningunum 2016 með tuttugu prósentustigum gegn Hillary Clinton og ríkið hefur verið eitt af helstu vígum Repúblikanaflokksins um árabil. Efnt var til kosninga eftir að þingmaðurinn Tim Murphy sagði af sér vegna kynlífshneykslis. Repúblikanar hafa lagt allt í sölurnar og hefur Trump sjálfur haldið tvo kosningafundi til að hvetja fólk til að kjósa og samtök tengd flokknum hafa varið minnst tíu milljónum í kosningabaráttuna samkvæmt umfjöllun Politico.Trump yngri, Ivanka Trump og Kellyanne Conway hafa einnig ferðast til ríkisins og talað máli Saccone. Demókratar sjá mögulegan sigur Lamb fyrir sér sem ljós í enda ganganna og ætla þeir sér að reyna að ná tökum á fulltrúadeildinni þar sem Repúblikanar eru með 24 manna meirihluta. Samkvæmt umfjöllun AP höfðu flestir talið þingsætið öruggt í höndum Repúblikana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira