Femínískar byltingar hafa breytt mannskilningnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:58 Nanna Hlín Halldórsdóttir, formaður Félags doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands, heldur erindi um berskjöldun á Hugvísindaþingi. Kristinn Ingvarsson „Ég myndi segja að femínískar byltingar hafi þegar breytt mannskilningnum,“ segir Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur, um jafnréttis-og tilfinningabyltingar undangenginna mánaða. Þær hafi breytt því hvernig sjáum okkur sjálf og aðra. Í doktorsritgerð Nönnu færir hún rök fyrir að rými hafi myndast fyrir femínískar áherslur þegar molna tók undan nýfrjálshyggju á eftirhrunsárunum. Þrátt fyrir að nýfrjálshyggja sé að miklu leyti enn ráðandi hugmyndafræði samfélagsins og einkennandi fyrir hið pólitíska menningarástand skapaðist jarðvegur fyrir gagnrýna hugsun eftir að fjármála-og bankahrunið skall á, eins og þruma af heiðum himni, á haustmánuðum 2008. Nanna segir að spurningar sem lúti að berskjöldun, sem femínistar hafi lagt fram í áratugi, hafi loksins öðlast hljómgrunn. „Hvers vegna felum við allt sem er berskjaldað?“ Femínískir fræðimenn hafi talað fyrir daufum eyrum en einhver breyting virðist vera á því nú. Nanna Hlín heldur erindi á Hugvísindaþingi sem fer fram nú um helgina. Erindið nefnist „Berskjölduð í atvinnuviðtali? Verufræði Judith Butler á tímum nýfrjálshyggju“ og er eitt þriggja erinda í málstofu sem er undir yfirskriftinni „Femínískar byltingar: Berskjöldun, þekkingar-réttlæti og vald.“ Síðustu ár hefur hugmyndin um berskjöldun átt miklu brautargengi að fagna. Fólk finnur, að því er virðist, aukna þörf fyrir að lifa í berskjöldun sinni sem er þá mótvægi við hina ráðandi hugmynd um hinn óskeikula sterka einstakling sem miðlæg er í hugmyndafræði nýfrjálshyggju. Dæmi um skyndilegar vinsældir berskjöldunar er TED-fyrirlestur Brené Brown um mikilvægi berskjöldunar sem hefur áhorf upp á rúmlega þrjátíu og þrjár milljónir. Hún er bandarískur prófessor í félagsráðgjöf og sinnir rannsóknum við háskóla í Houston. Hún hefur helgað megnið af starfsævi sinni rannsóknum á berskjöldun og sambandi hennar við hugrekki og skömm. Nanna segir að Brown hafi breytt út boðskapinn og gert hugmyndina um berskjöldun að meginstraumsumfjöllunarefni. Hún er þó ósammála Brown í nokkrum veigamiklum atriðum. Brown heldur því í sífellu fram að í berskjölduninni felist styrkur en Nanna segir að hugtakið sé ekki gildishlaðið í sjálfu sér. „Ég vil segja að berskjöldun er berskjöldun. Það er hreinlega það sem við erum, hvorki gott né slæmt en getur verið bæði. Við erum bara berskjölduð.“Gefa hugmyndinni fyrst gaum núna Nanna segir að hugmyndin um berskjöldun sé sannarlega ekki ný af nálinni. Orðræða berskjöldunar hafi verið að þróast í áratugi. Femínískir fræðimenn hafi talað fyrir mikilvægi berskjöldunar og annarra „hefðbundinna“ eiginleika áratugum saman. Það sé ekki fyrr en nú sem fólk legg virkilega við hlustir. Athugun Nönnu fjallar einmitt um það hvers vegna almenningur sé móttækilegri gagnvart berskjöldun í dag heldur en áður. Nanna telur að svarið sé að finna í samfélagsgerðinni og þeim mannskilningi sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi. „Mannskilningur nýfrjálshyggjunnar gengur út á, í grófum dráttum, að þú þarft að vera þessi sterki einstaklingur. Þú þarft ekki að vera aðeins líkamlega sterk heldur líka andlega. Ef þú gerir eitthvað rangt þá kemur kerfið þeim boðum áleiðis að það sé þér að kenna í staðinn fyrir að samfélagsaðstæður geri þér erfitt fyrir og gefi ekki rými til að takast á við afleiðingar áfalls, erfiðar tilfinningar eða hvað það er,“ segir Nanna. Nanna segir að við séum farin að þora í auknum mæli að vera berskjölduð á samfélagsmiðlum.Myndvinnsla/GarðarErfitt að vera berskjaldaður þegar lífsviðurværið er undir Þrátt fyrir að fræðasamfélagið takist í auknum mæli á við hugtök eins og berskjöldun segir Nanna að það reynist fólki ennþá erfitt að birtast í berskjöldun sinni í samfélaginu okkar í dag. „Atvinnuviðtalið er stórt og lýsandi dæmi í doktorsritgerðinni minni sem sýnir að mannskilningur berskjöldunar mun ekki ná tökum á samfélaginu ef þú þarft enn að birtast sem hinn sterki einstaklingur í atvinnuviðtali bara til þess að geta borgað reikningana. Við getum endalaust talað fræðilega um berskjöldun án þess að það breyti samfélagsgerðinni á nokkurn hátt. Ég fer ekki í atvinnuviðtal og tala um berskjöldun á borð við langvinn veikindi, ef ég virkilega þarf að hafa í mig og á.“Nanna Hlín segir að í vinnukerfinu sjálfu sé ekki mikið rými til að vera berskjaldaður. Lífsviðurværið sé undir.Nanna HlínSamtvinnun verkalýðsbaráttu og femínisma Nanna segir Metoo byltinguna varpa ljósi á þennan vanda. Byltingin einkennist af því að konur innan ákveðinna starfsgreina ræða kynferðislega áreitni og ofbeldi, stíga síðan fram hönd í hönd og krefjast umbóta og eru berskjaldaðar saman. „Metoo byltingin miðast rosalega mikið að vinnukerfi. Þetta eru starfsgreinar. Vinnukerfi innan hinnar kapítalísku formgerðar eru stigveldiskerfi og þú þarft að birtast sem aðlaðandi starfskraftur og sterkur einstaklingur til þess að komast í kerfið og „lifa af“ innan þess. Metoo byltingin sýnir fram á hvað konur hafa þurft að gera og sætta sig við bara til þess að halda vinnu og þess vegna er verið að afhjúpa þennan mannskilning nýfrjálshyggjunnar.“ Til þess að breyta samfélaginu og færa það í átt að berskjöldun segir Nanna að fólk þurfi að takast á við stigveldið sem sé innan vinnukerfanna. Til marks um viðkvæma stöðu verkakvenna tóku konur af erlendum uppruna af skarið í metoo byltingunni mun seinna en til dæmis konur í sviðslistum. Því viðkvæmari sem staða ákveðinna hópa er innan samfélagsins því erfiðara reynist honum að stíga fram í berskjöldun sinni og greina frá raunum sínum af ótta við að missa lífsviðurværið.Ekki pláss fyrir börn og gamalmenni innan nýfrjálshyggju „Ástæðan fyrir því að lífið heldur áfram og samfélögum er viðhaldið er ekki vegna fjölda sterkra, óháðra og „dugandi“ einstaklinga sem láta hjólin rúlla heldur vegna þess að konur, meira og minna, hafa rekið heiminn með því að sjá um heimilin og fólkið sem lifir í miklu „dependency“ eins og börn og gamalmenni. Þessi gríðarstóri hluti mannlífsins fær vart rými í nýfrjálshyggju,“ segir Nanna sem með orðum sínum ögrar hugmyndakerfi nýfrjálshyggjunnar.Við erum hvert öðru háð „Þessi berskjöldunarorðræða er tiltölulega ný af nálinni. Í raun og veru, það sem hefur gerst síðustu ár og eftir hrun, er að það hefur skapast meira rými fyrir gagnrýni á ráðandi hugmyndir og þessi hugtök eins og berskjöldun, umhyggja og hæði (e. dependency) hafa verið mikilvægt andsvar við þeim. Margar greiningar hafa verið að koma fram nýverið sem leggja áherslu á verufræðina, þennan mannskilning, að við séum berskjölduð og háð hvert öðru," segir Nanna sem mælir með skrifum heimspekingsins Judith Butler fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á berskjöldunarhugtakinu.Málstofan fer fram í stofu 102 í Gimli og stendur yfir frá klukkan þrjú til hálf fimm. MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira
„Ég myndi segja að femínískar byltingar hafi þegar breytt mannskilningnum,“ segir Nanna Hlín Halldórsdóttir, heimspekingur, um jafnréttis-og tilfinningabyltingar undangenginna mánaða. Þær hafi breytt því hvernig sjáum okkur sjálf og aðra. Í doktorsritgerð Nönnu færir hún rök fyrir að rými hafi myndast fyrir femínískar áherslur þegar molna tók undan nýfrjálshyggju á eftirhrunsárunum. Þrátt fyrir að nýfrjálshyggja sé að miklu leyti enn ráðandi hugmyndafræði samfélagsins og einkennandi fyrir hið pólitíska menningarástand skapaðist jarðvegur fyrir gagnrýna hugsun eftir að fjármála-og bankahrunið skall á, eins og þruma af heiðum himni, á haustmánuðum 2008. Nanna segir að spurningar sem lúti að berskjöldun, sem femínistar hafi lagt fram í áratugi, hafi loksins öðlast hljómgrunn. „Hvers vegna felum við allt sem er berskjaldað?“ Femínískir fræðimenn hafi talað fyrir daufum eyrum en einhver breyting virðist vera á því nú. Nanna Hlín heldur erindi á Hugvísindaþingi sem fer fram nú um helgina. Erindið nefnist „Berskjölduð í atvinnuviðtali? Verufræði Judith Butler á tímum nýfrjálshyggju“ og er eitt þriggja erinda í málstofu sem er undir yfirskriftinni „Femínískar byltingar: Berskjöldun, þekkingar-réttlæti og vald.“ Síðustu ár hefur hugmyndin um berskjöldun átt miklu brautargengi að fagna. Fólk finnur, að því er virðist, aukna þörf fyrir að lifa í berskjöldun sinni sem er þá mótvægi við hina ráðandi hugmynd um hinn óskeikula sterka einstakling sem miðlæg er í hugmyndafræði nýfrjálshyggju. Dæmi um skyndilegar vinsældir berskjöldunar er TED-fyrirlestur Brené Brown um mikilvægi berskjöldunar sem hefur áhorf upp á rúmlega þrjátíu og þrjár milljónir. Hún er bandarískur prófessor í félagsráðgjöf og sinnir rannsóknum við háskóla í Houston. Hún hefur helgað megnið af starfsævi sinni rannsóknum á berskjöldun og sambandi hennar við hugrekki og skömm. Nanna segir að Brown hafi breytt út boðskapinn og gert hugmyndina um berskjöldun að meginstraumsumfjöllunarefni. Hún er þó ósammála Brown í nokkrum veigamiklum atriðum. Brown heldur því í sífellu fram að í berskjölduninni felist styrkur en Nanna segir að hugtakið sé ekki gildishlaðið í sjálfu sér. „Ég vil segja að berskjöldun er berskjöldun. Það er hreinlega það sem við erum, hvorki gott né slæmt en getur verið bæði. Við erum bara berskjölduð.“Gefa hugmyndinni fyrst gaum núna Nanna segir að hugmyndin um berskjöldun sé sannarlega ekki ný af nálinni. Orðræða berskjöldunar hafi verið að þróast í áratugi. Femínískir fræðimenn hafi talað fyrir mikilvægi berskjöldunar og annarra „hefðbundinna“ eiginleika áratugum saman. Það sé ekki fyrr en nú sem fólk legg virkilega við hlustir. Athugun Nönnu fjallar einmitt um það hvers vegna almenningur sé móttækilegri gagnvart berskjöldun í dag heldur en áður. Nanna telur að svarið sé að finna í samfélagsgerðinni og þeim mannskilningi sem hefur verið ráðandi síðustu áratugi. „Mannskilningur nýfrjálshyggjunnar gengur út á, í grófum dráttum, að þú þarft að vera þessi sterki einstaklingur. Þú þarft ekki að vera aðeins líkamlega sterk heldur líka andlega. Ef þú gerir eitthvað rangt þá kemur kerfið þeim boðum áleiðis að það sé þér að kenna í staðinn fyrir að samfélagsaðstæður geri þér erfitt fyrir og gefi ekki rými til að takast á við afleiðingar áfalls, erfiðar tilfinningar eða hvað það er,“ segir Nanna. Nanna segir að við séum farin að þora í auknum mæli að vera berskjölduð á samfélagsmiðlum.Myndvinnsla/GarðarErfitt að vera berskjaldaður þegar lífsviðurværið er undir Þrátt fyrir að fræðasamfélagið takist í auknum mæli á við hugtök eins og berskjöldun segir Nanna að það reynist fólki ennþá erfitt að birtast í berskjöldun sinni í samfélaginu okkar í dag. „Atvinnuviðtalið er stórt og lýsandi dæmi í doktorsritgerðinni minni sem sýnir að mannskilningur berskjöldunar mun ekki ná tökum á samfélaginu ef þú þarft enn að birtast sem hinn sterki einstaklingur í atvinnuviðtali bara til þess að geta borgað reikningana. Við getum endalaust talað fræðilega um berskjöldun án þess að það breyti samfélagsgerðinni á nokkurn hátt. Ég fer ekki í atvinnuviðtal og tala um berskjöldun á borð við langvinn veikindi, ef ég virkilega þarf að hafa í mig og á.“Nanna Hlín segir að í vinnukerfinu sjálfu sé ekki mikið rými til að vera berskjaldaður. Lífsviðurværið sé undir.Nanna HlínSamtvinnun verkalýðsbaráttu og femínisma Nanna segir Metoo byltinguna varpa ljósi á þennan vanda. Byltingin einkennist af því að konur innan ákveðinna starfsgreina ræða kynferðislega áreitni og ofbeldi, stíga síðan fram hönd í hönd og krefjast umbóta og eru berskjaldaðar saman. „Metoo byltingin miðast rosalega mikið að vinnukerfi. Þetta eru starfsgreinar. Vinnukerfi innan hinnar kapítalísku formgerðar eru stigveldiskerfi og þú þarft að birtast sem aðlaðandi starfskraftur og sterkur einstaklingur til þess að komast í kerfið og „lifa af“ innan þess. Metoo byltingin sýnir fram á hvað konur hafa þurft að gera og sætta sig við bara til þess að halda vinnu og þess vegna er verið að afhjúpa þennan mannskilning nýfrjálshyggjunnar.“ Til þess að breyta samfélaginu og færa það í átt að berskjöldun segir Nanna að fólk þurfi að takast á við stigveldið sem sé innan vinnukerfanna. Til marks um viðkvæma stöðu verkakvenna tóku konur af erlendum uppruna af skarið í metoo byltingunni mun seinna en til dæmis konur í sviðslistum. Því viðkvæmari sem staða ákveðinna hópa er innan samfélagsins því erfiðara reynist honum að stíga fram í berskjöldun sinni og greina frá raunum sínum af ótta við að missa lífsviðurværið.Ekki pláss fyrir börn og gamalmenni innan nýfrjálshyggju „Ástæðan fyrir því að lífið heldur áfram og samfélögum er viðhaldið er ekki vegna fjölda sterkra, óháðra og „dugandi“ einstaklinga sem láta hjólin rúlla heldur vegna þess að konur, meira og minna, hafa rekið heiminn með því að sjá um heimilin og fólkið sem lifir í miklu „dependency“ eins og börn og gamalmenni. Þessi gríðarstóri hluti mannlífsins fær vart rými í nýfrjálshyggju,“ segir Nanna sem með orðum sínum ögrar hugmyndakerfi nýfrjálshyggjunnar.Við erum hvert öðru háð „Þessi berskjöldunarorðræða er tiltölulega ný af nálinni. Í raun og veru, það sem hefur gerst síðustu ár og eftir hrun, er að það hefur skapast meira rými fyrir gagnrýni á ráðandi hugmyndir og þessi hugtök eins og berskjöldun, umhyggja og hæði (e. dependency) hafa verið mikilvægt andsvar við þeim. Margar greiningar hafa verið að koma fram nýverið sem leggja áherslu á verufræðina, þennan mannskilning, að við séum berskjölduð og háð hvert öðru," segir Nanna sem mælir með skrifum heimspekingsins Judith Butler fyrir þá sem vilja glöggva sig betur á berskjöldunarhugtakinu.Málstofan fer fram í stofu 102 í Gimli og stendur yfir frá klukkan þrjú til hálf fimm.
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshelli Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Sjá meira