Enga ísbirni í Húsdýragarðinn! (eða þvottabirni..) Valgerður Árnadóttir skrifar 21. mars 2018 13:59 Ég er mikill dýravinur og hef hjá Pírötum undanfarna mánuði unnið að stefnu í dýravernd með frábæru fólki úr öllum áttum. Full bjartsýni ætlaði ég að skrifa fagurorða grein um það hversu breytt hugarfarið er frá því sem áður var gagnvart dýrum, frá því að hundar voru álitnir meindýr í Reykjavík og skotnir á færi ef þeir voru ekki löglega skráðir og frá því grindhvalir strönduðu í Laugarnesi og íbúar fylltust drápseðli, fylktust niður í fjöru og drápu þá og nýlegasta dæmið um selkópinn sem flúði úr Húsdýragarðinum en náðist við Sæbraut og var aflífaður, en svo kom frétt á RÚV í gær sem braut mig alveg niður. Það fannst þvottabjörn við Hafnir! Það var maður á gangi með hundinn sinn, hann hélt að hundurinn hefði fundið mink í holu og væri að bækslast við að drepa hann (því það er alltilagi að murka lífið úr minkum) en svo fannst manninum hljóðin skrítin og datt í hug að þarna gæti verið á ferð köttur (þeir eru krúttlegir, það má ekki drepa þá) og ákvað að athuga málið og sá sér til mikillar undrunar að þarna var á ferð þvottabjörn. Við þetta var maðurinn hissa og sá að hundurinn átti erfitt með að murka lífið úr þvottabirninum svo hann ákvað að hjálpa honum og klára verkið. Eins og ekkert væri eðlilegra. Kómískt var jafnvel að hundurinn héti því viðeigandi nafni Tyson. Dýravistfræðingurinn Kristinn Haukur Skarphéðinsson sem rætt var við í fréttum sagði eins og satt er að þvottabirnir eru glaðlynd og góðleg rándýr sem ráðast ekki á menn eða önnur dýr að fyrra bragði. Hann hefði sennilega alveg viljað fá tækifæri til að rannsaka dýrið lifandi en fær það í hendur dautt og tætt. Hvaðan kom þvottabjörninn? Árið 1930 voru fluttir inn þvottabirnir og minkar til loðdýraræktar, ræktun á þvottabirni stóð í 30 ár og ekki er vitað til þess að þeir hafi sloppið út í náttúruna en 3 þvottabirnir voru fluttir inn fyrir Sædýrasafnið á sínum tíma og einn þvældist óvart hingað með nuddpotti og var drepinn á hafnarbakkanum við komuna. Líklegt er því að þessi þvottabjörn hafi óvart smyglað sér hingað með skipi og unað sér vel í holu í Höfnum þar til hann hitti Tyson. Náttúrufræðingar reyndu að koma í veg fyrir loðdýrarækt á Íslandi snemma á síðustu öld og bentu réttilega á að þessi dýr myndu sleppa út í náttúruna og valda hér usla í lífkerfum. Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur og langafi minn var meðal þeirra mest áberandi sem biðlaði til þingmanna að leyfa ekki loðdýrarækt en svo fór sem fór og nú er minkurinn versti óvinur bænda og fugla og réttdræp kvikyndi í augum manna. Sömu manna og á sínum tíma fluttu þá inn (eða barna þeirra og barnabarna). Það er tegundarhyggja að taka eitt dýr fram yfir annað, að þykja köttur krúttlegur og ekki mega drepa en þvottabjörn réttdræpur, að flytja inn minka í gróðaskyni og líta á þá sem meindýr þegar þeir sleppa út í náttúruna. Minkurinn bað ekki um að vera fluttur hingað inn og hann bað sannarlega hvorki um að vera lokaður í pínulitlu búri né að vera réttdræpur í náttúrunni. Það er alveg sama hvað fólki finnst um þessi dýr, að leyfa hundum að tæta þá í sig sér til skemmtunar er óþarfa grimmd. Bretland, Austurríki, Holland, Þýskaland og fleiri ríki heims hafa þegar bannað lodýrarækt og Noregur er nú einnig með það til skoðunar, ég vona að við fetum fljótlega í þeirra fótspor á Íslandi. En fyrir leggur stefna Pírata í Dýravernd, einhverjum finnst hún kanski róttæk en Píratar hafa ekki verið þekktir fyrir annað en að vera róttækir og vilja breytingar til betra samfélags manna og nú líka dýra. Drög að stefnu okkar í borginni er tvennskonar, hún snýr að að stofnun Dýraþjónustu, hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa, sem myndi taka yfir verkefni hundaeftirlitsins og annast um þjónustu og eftirlit með öllu dýrahaldi í borginni og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika, auka þjónustu við hundaeigendur, fjölga hundasvæðum og gerðum og gera þau skemmtileg fyrir dýrin og hinsvegar um Dýravernd: Við viljum vinna í samstarfi við Villiketti, Dýrahjálp og önnur félagasamtök sem nú annast dýr sem finnast á vergangi, eru vanrækt eða yfirgefin og opna dýraathvarf. Hugmyndin er að opna dýraathvarf í Húsdýragarðinum samhliða því góða starfi sem þar er nú. Þar myndi fólk annast um dýrin og reyna finna þeim heimili og einnig hafa aðstöðu til að taka við dýrum, rannsaka þau og annast ef unnt er eins og þvottabjörninn sem fannst við Hafnir, hversu skemmtilegt og fróðlegt þætti börnum að fá að líta hann augum? Jafnvel hefði verði hægt að skella í eina Karólína fund söfnun og senda hann til síns heima, út í náttúruna aftur? Drög að stefnu Pírata í dýravelferð í borginni snýr að því að friða refi, kanínur og seli með tilliti til stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilegan fjölbreytileika. Landsel hefur t.a.m. fækkað gríðarlega á Íslandi síðan talningar hófust fyrst árið 1980 en þá taldist stofninn um 45 þúsund dýr en í dag einungis um 15 þúsund dýr. Við viljum friða sel og að hætt verði að sækja villta seli á Rauðasand til að halda í Húsdýragarðinum. Húsdýragarðurinn ætti þess í stað að sinna selum sem bjargað hefur verið við strendur Íslands, bæta aðstæður sela verulega í garðinum eða að öðrum kosti hætta að halda þá. Öll dýrin í borginni eiga að vera vinir!Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er mikill dýravinur og hef hjá Pírötum undanfarna mánuði unnið að stefnu í dýravernd með frábæru fólki úr öllum áttum. Full bjartsýni ætlaði ég að skrifa fagurorða grein um það hversu breytt hugarfarið er frá því sem áður var gagnvart dýrum, frá því að hundar voru álitnir meindýr í Reykjavík og skotnir á færi ef þeir voru ekki löglega skráðir og frá því grindhvalir strönduðu í Laugarnesi og íbúar fylltust drápseðli, fylktust niður í fjöru og drápu þá og nýlegasta dæmið um selkópinn sem flúði úr Húsdýragarðinum en náðist við Sæbraut og var aflífaður, en svo kom frétt á RÚV í gær sem braut mig alveg niður. Það fannst þvottabjörn við Hafnir! Það var maður á gangi með hundinn sinn, hann hélt að hundurinn hefði fundið mink í holu og væri að bækslast við að drepa hann (því það er alltilagi að murka lífið úr minkum) en svo fannst manninum hljóðin skrítin og datt í hug að þarna gæti verið á ferð köttur (þeir eru krúttlegir, það má ekki drepa þá) og ákvað að athuga málið og sá sér til mikillar undrunar að þarna var á ferð þvottabjörn. Við þetta var maðurinn hissa og sá að hundurinn átti erfitt með að murka lífið úr þvottabirninum svo hann ákvað að hjálpa honum og klára verkið. Eins og ekkert væri eðlilegra. Kómískt var jafnvel að hundurinn héti því viðeigandi nafni Tyson. Dýravistfræðingurinn Kristinn Haukur Skarphéðinsson sem rætt var við í fréttum sagði eins og satt er að þvottabirnir eru glaðlynd og góðleg rándýr sem ráðast ekki á menn eða önnur dýr að fyrra bragði. Hann hefði sennilega alveg viljað fá tækifæri til að rannsaka dýrið lifandi en fær það í hendur dautt og tætt. Hvaðan kom þvottabjörninn? Árið 1930 voru fluttir inn þvottabirnir og minkar til loðdýraræktar, ræktun á þvottabirni stóð í 30 ár og ekki er vitað til þess að þeir hafi sloppið út í náttúruna en 3 þvottabirnir voru fluttir inn fyrir Sædýrasafnið á sínum tíma og einn þvældist óvart hingað með nuddpotti og var drepinn á hafnarbakkanum við komuna. Líklegt er því að þessi þvottabjörn hafi óvart smyglað sér hingað með skipi og unað sér vel í holu í Höfnum þar til hann hitti Tyson. Náttúrufræðingar reyndu að koma í veg fyrir loðdýrarækt á Íslandi snemma á síðustu öld og bentu réttilega á að þessi dýr myndu sleppa út í náttúruna og valda hér usla í lífkerfum. Guðmundur Bárðarson náttúrufræðingur og langafi minn var meðal þeirra mest áberandi sem biðlaði til þingmanna að leyfa ekki loðdýrarækt en svo fór sem fór og nú er minkurinn versti óvinur bænda og fugla og réttdræp kvikyndi í augum manna. Sömu manna og á sínum tíma fluttu þá inn (eða barna þeirra og barnabarna). Það er tegundarhyggja að taka eitt dýr fram yfir annað, að þykja köttur krúttlegur og ekki mega drepa en þvottabjörn réttdræpur, að flytja inn minka í gróðaskyni og líta á þá sem meindýr þegar þeir sleppa út í náttúruna. Minkurinn bað ekki um að vera fluttur hingað inn og hann bað sannarlega hvorki um að vera lokaður í pínulitlu búri né að vera réttdræpur í náttúrunni. Það er alveg sama hvað fólki finnst um þessi dýr, að leyfa hundum að tæta þá í sig sér til skemmtunar er óþarfa grimmd. Bretland, Austurríki, Holland, Þýskaland og fleiri ríki heims hafa þegar bannað lodýrarækt og Noregur er nú einnig með það til skoðunar, ég vona að við fetum fljótlega í þeirra fótspor á Íslandi. En fyrir leggur stefna Pírata í Dýravernd, einhverjum finnst hún kanski róttæk en Píratar hafa ekki verið þekktir fyrir annað en að vera róttækir og vilja breytingar til betra samfélags manna og nú líka dýra. Drög að stefnu okkar í borginni er tvennskonar, hún snýr að að stofnun Dýraþjónustu, hugmynd Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa, sem myndi taka yfir verkefni hundaeftirlitsins og annast um þjónustu og eftirlit með öllu dýrahaldi í borginni og stuðla að líffræðilegum fjölbreytileika, auka þjónustu við hundaeigendur, fjölga hundasvæðum og gerðum og gera þau skemmtileg fyrir dýrin og hinsvegar um Dýravernd: Við viljum vinna í samstarfi við Villiketti, Dýrahjálp og önnur félagasamtök sem nú annast dýr sem finnast á vergangi, eru vanrækt eða yfirgefin og opna dýraathvarf. Hugmyndin er að opna dýraathvarf í Húsdýragarðinum samhliða því góða starfi sem þar er nú. Þar myndi fólk annast um dýrin og reyna finna þeim heimili og einnig hafa aðstöðu til að taka við dýrum, rannsaka þau og annast ef unnt er eins og þvottabjörninn sem fannst við Hafnir, hversu skemmtilegt og fróðlegt þætti börnum að fá að líta hann augum? Jafnvel hefði verði hægt að skella í eina Karólína fund söfnun og senda hann til síns heima, út í náttúruna aftur? Drög að stefnu Pírata í dýravelferð í borginni snýr að því að friða refi, kanínur og seli með tilliti til stefnu Reykjavíkurborgar um líffræðilegan fjölbreytileika. Landsel hefur t.a.m. fækkað gríðarlega á Íslandi síðan talningar hófust fyrst árið 1980 en þá taldist stofninn um 45 þúsund dýr en í dag einungis um 15 þúsund dýr. Við viljum friða sel og að hætt verði að sækja villta seli á Rauðasand til að halda í Húsdýragarðinum. Húsdýragarðurinn ætti þess í stað að sinna selum sem bjargað hefur verið við strendur Íslands, bæta aðstæður sela verulega í garðinum eða að öðrum kosti hætta að halda þá. Öll dýrin í borginni eiga að vera vinir!Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar