BBC snuprað fyrir viðtal við loftslagsafneitara Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 15:58 Nigel Lawson fór með fleipur um loftslagsbreytingar í viðtali á einni útvarpsstöðva BBC í fyrra. Vísir/AFP Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld. Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC braut gegn reglum um hlutleysi þegar það leyfði fyrrverandi fjármálaráðherra að fara með staðlausa stafi um loftslagsbreytingar andmælalaust í útvarpsþætti í fyrra. Þetta er niðurstaða fjölmiðlanefndar landsins sem telur brotið sérlega bagalegt í ljósi þess að stutt er síðan BBC braut sömu reglur í viðtali við sama mann. Nigel Lawson, lávarður og fjármálaráðherra í tíð Margaretar Thatcher, fullyrti ranglega að kólnað hefði á jörðinni síðustu tíu árin, þvert á niðurstöður allra mælinga, og að engin fjölgun hafi orðið á ofsaveðrum í þættinum Today á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í fyrra. Tvær kvartanir bárust Ofcom, fjölmiðlanefnd Bretlands, vegna þess að viðtalið hefði brotið gegn ákvæði útvarpslaga um fréttir þurfi að vera réttar og settar fram af hlutlægni. Nú hefur Ofcom komist að þeirri niðurstöðu að BBC hafi brotið regluna vegna þess að fullyrðingum Lawson var ekki andæft í þættinum eða þær leiðréttar, að því er segir í frétt The Guardian.Önnur uppákoman af sama tagi BBC viðurkennir að sumt að því sem Lawson sagði hafi gengið lengra en ætlunin var að fjalla um í þættinum. Hann hafi fengið að slengja fram röngum fullyrðingum sem stjórnendur þáttarins hefðu átt að andmæla. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem BBC brýtur gegn hlutleysisreglunni. Viðtal við Lawson í sama útvarpsþætti árið 2014 þar sem hann setti einnig fram rangar fullyrðingar um loftslagsvísindi leiddi til innri rannsóknar hjá BBC sem komst að þeirri niðurstöðu. Talsmaður Ofcom gerir sérstaka athugasemd við þetta nú. „Við sögðum BBC að við höfum áhyggjur af því að þetta sé önnur uppákoman af þessu tagi og í sama þætti,“ segir hann. Þvert á fullyrðingar Lawson í þættinum nú hefur meðalhiti jarðar síðustu árin ekki verið hærri frá því að mælingar hófust á 19. öld. Samkvæmt tölum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA var árið í fyrra það annað hlýjasta frá upphafi en það þriðja hlýjasta samkvæmt aðferðum Haf- og loftslagssstofnunar Bandaríkjanna. Þá hafa sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árinu 1850 verið á þessari öld.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríkjaforseti ruglar um loftslagsvísindi í viðtali Auk þess að endurtaka rangtúlkun á eðli Parísarsamkomulagsins fór Trump með hrein ósannindi um vísindalegar staðreyndir í viðtali við Piers Morgan. 28. janúar 2018 07:24