Mikil aukning í úrkomu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 14:15 Frá aldamótunum 1900 hefur íshellan á Suðurskautslandinu bætt við sig fjórtán milljörðum tonna af massa á áratug vegna aukinnar úrkomu. Vísir/AFP Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02