Símtölin streyma inn frá áhyggjufullum leigjendum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. apríl 2018 15:48 Lítið sem ekkert er eftir af geymslurými Geymslna ehf. Vísir/Rakel Ósk Áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni í Garðabæ hafa margir hverjir þegar haft samband við fyrirtækið sem og tryggingarfélög til þess að kanna stöðu sína eftir stórbrunann sem þar varð í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna ehf. Ljóst er að mikið tjón varð en reikna má með að húsið, sem hýsti geymslurnar, auk verslunar og lagers Icewear sem og hluta starfsemis Marel sé ónýtt. Mikill eldsmatur var í húsinu og gera má ráð fyrir að þar hafi ýmis verðmæti verið geymd. Dánarbú móður Guðna Björnssonar, sem Vísir ræddi við á vettvangi í morgun, er að öllum líkindum glatað eftir brunann auk þess sem að Björgvin Halldórsson beið fregna en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Í svari Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Geymslna hf. segir að rúmlega tvö hundruð geymslurými hafi verið í húsinu og að leigutakar sjái sjálfir um að tryggja innihald geymslnanna. Fyrirtækið hefur sent tölvupóst á á alla leigjendur og verið sé að fylgja því eftir með símtali og fara yfir stöðu mála. „Hugur okkar er hjá viðskiptavinum okkar og við höfum ekki leitt hugann að okkar tjóni, sem þó er hægt að segja að er verulegt,“ segir Ómar en í samtali við blaðamann fyrr í dag sagði starfsmaður í símsvörun hjá Geymslum að mikið álag hefði verið í dag og fjölmargir viðskiptavinir hafi hringt inn.Gríðarlegur eldur beið slökkviliðsmanna þegar þeir mættu á staðinn.Vísir/BirgirÝmsir möguleikar þegar kemur að tryggingum Í samtali við Vísi segir Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, að viðskiptavinir tryggingarfélagsins, sem voru með hluti í geymslu í húsnæðinu sem brann, hafi margir þegar haft samband til að kanna stöðuna.Segir hann að nokkrir möguleikar séu í stöðunni varðandi tryggingar á þeim munum sem kunna að hafa brunnið í geymslunum.„Ef þú ert með fjölskyldutryggingu hjá okkur þá er allt að fimmtán prósent vátryggingarfjárhæð sem þú getur fengið að hámarki í bætur ef það brennur í geymslu utan heimilis þar sem tryggingin er skráð,“ segir Sigurjón en lausleg könnun Vísis bendir til þess að um svipaða skilmála sé að ræða hjá öðrum tryggingarfélögum.Hafi heil búslóð verið flutt í geymslu er nauðsynlegt að hafa tilkynnt tryggingarfélaginu um þann stað sem búslóðin var flutt á en Sigurjón bendir einnig á að einhverjir kunnir að hafa verið með svokallaða lausafjártryggingu sem seld sé sér og sé ætluð þeim sem ekki hafi fjölskyldutryggingu eða vilji tryggja eitthvað sér.Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins.Vísir/BöddiÞú segir okkur að þú sért með dót að verðmæti þetta eða hitt í geymslu og við setjum lausafjártryggingu á það,“ segir Sigurjón aðspurður um hvernig slík trygging virkar. Hvetur Sigurjón þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni til þess að tilkynna það til tryggingarfélaga.„Við bætum fjárhagslegt tjón en svo getur fólk verið með hluti sem hafa tilfinningalegt gildi og það er erfiðara. Svona bruni er náttúrulega skelfilegur.“ Stórbruni í Miðhrauni Tryggingar Tengdar fréttir Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Áhyggjufullir leigjendur sem voru með geymslur á leigu hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni í Garðabæ hafa margir hverjir þegar haft samband við fyrirtækið sem og tryggingarfélög til þess að kanna stöðu sína eftir stórbrunann sem þar varð í dag. Trygging er ekki innifalin í þjónustu Geymslna ehf. Ljóst er að mikið tjón varð en reikna má með að húsið, sem hýsti geymslurnar, auk verslunar og lagers Icewear sem og hluta starfsemis Marel sé ónýtt. Mikill eldsmatur var í húsinu og gera má ráð fyrir að þar hafi ýmis verðmæti verið geymd. Dánarbú móður Guðna Björnssonar, sem Vísir ræddi við á vettvangi í morgun, er að öllum líkindum glatað eftir brunann auk þess sem að Björgvin Halldórsson beið fregna en hann var með geymslurými á leigu í húsinu, þar sem meðal annars mátti finna græjur úr hljóðveri sínu og hluta af búslóð dóttur sinnar, Svölu Björgvinsdóttur söngkonu. Í svari Ómars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Geymslna hf. segir að rúmlega tvö hundruð geymslurými hafi verið í húsinu og að leigutakar sjái sjálfir um að tryggja innihald geymslnanna. Fyrirtækið hefur sent tölvupóst á á alla leigjendur og verið sé að fylgja því eftir með símtali og fara yfir stöðu mála. „Hugur okkar er hjá viðskiptavinum okkar og við höfum ekki leitt hugann að okkar tjóni, sem þó er hægt að segja að er verulegt,“ segir Ómar en í samtali við blaðamann fyrr í dag sagði starfsmaður í símsvörun hjá Geymslum að mikið álag hefði verið í dag og fjölmargir viðskiptavinir hafi hringt inn.Gríðarlegur eldur beið slökkviliðsmanna þegar þeir mættu á staðinn.Vísir/BirgirÝmsir möguleikar þegar kemur að tryggingum Í samtali við Vísi segir Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, að viðskiptavinir tryggingarfélagsins, sem voru með hluti í geymslu í húsnæðinu sem brann, hafi margir þegar haft samband til að kanna stöðuna.Segir hann að nokkrir möguleikar séu í stöðunni varðandi tryggingar á þeim munum sem kunna að hafa brunnið í geymslunum.„Ef þú ert með fjölskyldutryggingu hjá okkur þá er allt að fimmtán prósent vátryggingarfjárhæð sem þú getur fengið að hámarki í bætur ef það brennur í geymslu utan heimilis þar sem tryggingin er skráð,“ segir Sigurjón en lausleg könnun Vísis bendir til þess að um svipaða skilmála sé að ræða hjá öðrum tryggingarfélögum.Hafi heil búslóð verið flutt í geymslu er nauðsynlegt að hafa tilkynnt tryggingarfélaginu um þann stað sem búslóðin var flutt á en Sigurjón bendir einnig á að einhverjir kunnir að hafa verið með svokallaða lausafjártryggingu sem seld sé sér og sé ætluð þeim sem ekki hafi fjölskyldutryggingu eða vilji tryggja eitthvað sér.Slökkviliðsmenn unnu hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins.Vísir/BöddiÞú segir okkur að þú sért með dót að verðmæti þetta eða hitt í geymslu og við setjum lausafjártryggingu á það,“ segir Sigurjón aðspurður um hvernig slík trygging virkar. Hvetur Sigurjón þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni til þess að tilkynna það til tryggingarfélaga.„Við bætum fjárhagslegt tjón en svo getur fólk verið með hluti sem hafa tilfinningalegt gildi og það er erfiðara. Svona bruni er náttúrulega skelfilegur.“
Stórbruni í Miðhrauni Tryggingar Tengdar fréttir Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15 Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52 Dánarbú móðurinnar í eldhafi Ólíklegt að nokkuð heillegt komi út úr Geymslum. 5. apríl 2018 10:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð Söngvarinn Björgvin Halldórsson er einn þeirra sem er með geymslurými á leigu í húsnæði fyrirtækisins Geymslur ehf, sem nú stendur í ljósum logum við Miðhraun í Garðabæ. 5. apríl 2018 10:15
Telja allar líkur á að húsið sé ónýtt Eigandi stærsta hluta hússins virðist hafa afskrifað það. 5. apríl 2018 10:52