Er of mikið lesið í Snapchat? Björn Berg Gunnarsson skrifar 4. apríl 2018 07:00 Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsmiðlar reyna að safna sem flestum notendum og veita auglýsendum í kjölfarið aðgengi að þeim. Markmiðið er að hagnast á þeim persónuupplýsingum sem við veitum með notkun okkar en halda okkur ánægðum samtímis. Ef eitthvað verður til þess að draga úr vinsældum miðils hefur það að sjálfsögðu áhrif á tekjumöguleika hans. Það mætti því telja eðlilegt að vegna Cambridge Analytica skandalsins á dögunum hafi hlutabréfaverð Facebook lækkað um 15 prósent. Snapchat var skráð á markað fyrir rúmu ári. Síðan þá hefur hlutabréfaverðið sveiflast villt og galið og hreyfingar í hlutabréfaverði hafa oft verið tengdar við tilkynningar frá einstaka notendum í frægari kantinum. Nýlegt dæmi er þegar söngkonan Rihanna gagnrýndi réttilega auglýsingu miðilsins, sem var hreint ótrúlega smekklaus. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um fjögur prósent samdægurs og sögðu fjölmiðlar 80 milljarða króna þannig hafa horfið vegna ummæla stjörnunnar. Svipaða sögu má segja af viðbrögðum Kylie Jenner við uppfærslu forritsins þar sem hún gaf í skyn að allir væru hættir að snappa. Gengið lækkaði um sex prósent þann sama dag. Hversu þungt vega þó þessar fréttir þegar litið er á stóru myndina? Að meðaltali hækkar eða lækkar hlutabréfaverð Snapchat um meira en fjögur prósent í hverri einustu viku, sem telst afar mikil verðbreyting og fréttnæm í sjálfu sér. Tólf sinnum hefur verðið lækkað um meira en sex prósent og 16 sinnum hefur það hækkað um hið sama. Útboðsgengið í aðdraganda skráningar var 17 og undanfarið hálft ár hefur gengið verið öðrum hvorum megin við 15. Það er þrátt fyrir allar fréttirnar hærra en það var síðasta haust. Það er vissulega áhugavert að einstaklingar geti haft mikil áhrif á hlutabréfaverð með stöku tísti eða færslu á Instagram en getur verið að við séum stundum að lesa of mikið í verðbreytingar Snapchat?Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar