Góð rök þarf til að breyta bitlitlu banni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Áfengisauglýsingar með keyptri dreifingu á Facebook hafa verið áberandi. Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“ Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra segir að lýðheilsusjónarmið muni ráða för þegar afstaða verður tekin til þess hvort farið verði að tillögum nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla um að afnema bann við áfengisauglýsingum. Mjög góð rök þurfi að vera fyrir breytingum á lögunum. Áfengisframleiðendur og innflytjendur hafa löngum skautað fram hjá hinu umdeilda banni með því meðal annars að auglýsa léttöl í stað bjórs í hefðbundnum fjölmiðlum. Framleiðendur og innflytjendur hafa þó undanfarið nýtt sér samfélagsmiðla til að koma auglýsingum sínum óhindrað á framfæri, utan lögsögu íslenska auglýsingabannsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af keyptri dreifingu á auglýsingum framleiðenda og innflytjenda af Facebook, sem birst hafa neytendum óhindrað á tímalínu þeirra nýverið, óháð því hvort þeir séu fylgjendur viðkomandi síðu á Facebook. Þar á meðal leik þar sem verið var að gefa tvo kassa af páskabjór og kynna nýtt útlit og umbúðir á annarri þekktri tegund. Með Facebook-auglýsingum er hægt að klæðskerasníða dreifingu auglýsinganna að tilteknum markhópi. Þeir framleiðendur sem Fréttablaðið hefur rætt við segjast nota þennan möguleika af ábyrgð og benda meðal annars á að í flestum ef ekki öllum tilfellum séu aldurstakmörk á því hverjir geti fylgst með síðunum á samfélagsmiðlum. Bent hefur verið á að bann við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum hér á landi sé gagnslítið gagnvart þessum nýju óhindruðum leiðum til að ná til neytenda.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/ErnirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir rétt að aðgengi í tengslum við samfélagsmiðla, tækni- og hina stafrænu byltingu, sé gjörbreytt. Á borði hennar liggja nú tillögur nefndarinnar þar sem meirihluti hennar lagði meðal annars til að birting á áfengis- og tóbaksauglýsingum verði heimiluð innan þess ramma sem alþjóðlegar skuldbindingar Íslands segja til um. Í tillögunni segir:„Bent hefur verið á að bannið þjóni vart tilgangi sínum lengur þar sem slíkar auglýsingar berist Íslendingum í erlendum miðlum, hvort sem er í gegnum erlenda hljóð- og myndmiðla, erlenda vefi og samfélagsmiðla eða erlend blöð og tímarit.“ Lilja segir skýrt að sú ákvörðun sem tekin verði muni byggjast á lýðheilsusjónarmiðum. „Það skiptir mestu máli að mínu mati. Nefndin skilaði niðurstöðu til mín í febrúar og hef ég þegar sett af stað vinnu þar sem við erum að fara yfir tillögurnar. Þetta er ein af tillögunum sem við erum að fara yfir, hvað þetta þýði fyrir fjölmiðla, hvernig önnur ríki hafa verið að nálgast áfengisauglýsingar og hvað þetta þýði með tilliti til aukinnar neyslu og aðgengis. Okkur hefur tekist mjög vel til hvað þetta varðar hingað til. Þess vegna þurfum við að stíga mjög varlega til jarðar og það þurfa að vera mjög góð rök fyrir því að við gerum breytingar. Við erum að skoða þetta en það verður fyrst og síðast lýðheilsustefna sem ræður för um hvaða stefna verður tekin.“
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00 Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30 Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. 13. júlí 2017 20:00
Ólöglegar áfengisauglýsingar „úti um allt“ Þrátt fyrir að yfir fimmtán hundruð tilkynningar um ólöglegar áfengisauglýsingar hafi borist stjórnvöldum þá hefur ekki verið gripið í taumana. 18. nóvember 2017 20:30
Nefndin klofnaði í afstöðu til þriggja af sjö tillögum hennar Stefnt er á að lækka virðisaukaskatt af fjölmiðlaáskriftum. Nefndarmenn í nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla greinir á um hvort taka eigi RÚV af auglýsingamarkaði og hvort breyta eigi lögum um áfengisauglýsingar. 26. janúar 2018 06:30