Við styðjum ekki aldraða með skattalækkunum á hátekjufólk Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2018 11:02 Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörtu Guðjónsdóttur svarað. Málefni eldri borgara eru eitt af stóru málunum í þessum kosningum. Í þeim efnum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á að Reykjavík sé aldursvæn borg þar sem eldri borgarar jafnt sem yngra fólk geti lifað góðu og gefandi lífi.Aldursvæn borg Við gerum Reykjavík ekki að aldursvænni borg með skattalækkunum sem eru sérhannaðar fyrir þá tekjuhæstu í þessum hópi. Eins og Líf Magneudóttir benti á í grein hér í gær veitir Reykjavíkurborg nú þegar tekjulágu eldra fólki afslætti af fasteignagjöldum. Við gerum Reykjavík að aldursvænni borg með því að taka mið af þörfum aldraðra við alla stefnumótun og ákvarðanatöku, með því að styðja eldra fólk til að búa heima, efla heimahjúkrun og heimaþjónustu, efla félagsstarf eldri borgara og berjast gegn félaglegri einangrun og fátækt meðal eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki gert kröfu um skattalækkanir handa tekjuháu fólki, heldur félagslegan stuðning handa þeim sem þess þurfa.Hlustum á eldra fólk Við verðum að virða reynslu, skoðanir og sjálfákvörðunarrétt eldra fólks og huga að ólíkum aðgengisþörfum. Við verðum að stuðla að því að hver og einn geti verið virkur í samfélaginu, óháð aldri eða annarri þjóðfélagsstöðu, og við þurfum að gera eldri borgurum kleift að rækta fjölskyldu- og vinatengsl, skapa tækifæri fyrir eldra fólk til að njóta samveru og þátttöku í fjölbreyttu félags- og menningarlífi. Til þess að ná þessum markmiðum höfum við í Vinstri grænum lagt áherslu á raunhæf skref til að mæta þörfum eldri borgara: Menningar og lýðheilsukort aldraðra: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG beitt okkur fyrir því að borgin bjóði upp á menningar- og lýðheilsukort fyrir aldraða, til að efla hreyfingu og félagsstarf eldra fólks. Nú er ókeypis í sund, söfn borgarinnar og bókasöfn frá 67 ára og verulegur afsláttur í strætó. Fleiri hjúkrunar og dvalarrými: Auka þarf samvinnu við ríkið til að tryggja nægt framboð af hjúkrunar- og dagdvalarrýmum fyrir eldra fólk í borginni. Endurhæfing í heimahúsi: Efla verður og bæta endurhæfingu í heimahúsi, auk þess sem sjúkra-og iðjuþjálfar þurfa að bætast við þann hóp sem annast aðallega þjónustu við aldraða. Nýtum velferðartækni: Fjölgun aldraðra og aukin fjölbreytni meðal þeirra kallar á margvíslegar lausnir. Ný tækifæri liggja á sviði velferðartækni og nýsköpunarverkefnum á borð við endurhæfingu í heimahúsi og rafrænt heimaþjónustukerfi. Rjúfum félagslega einangrun: Á þessu kjörtímabili höfum við í VG stutt aðgerðir sem stuðla að samveru kynslóðanna. Efla þarf verkefni á borð við að háskólanemum sé boðið upp á íbúðir í þjónustuíbúðakjörnum eldri borgara. Allskonar eldra fólk: Þarfir eldri borgara eru allskonar, og borgin þarf að mæta þörfum hinsegin eldra fólks og eldra fólks af erlendum uppruna. Það er mikilvæg framtíðarsýn okkar í Vinstri grænum að eldri borgarar ráði sér sjálfir og að öll aðstoð taki mið af því að fólk fái tækifæri til að viðhalda færni sinni og þeim sé gert mögulegt að halda áfram að lifa því lífi sem þeir kjósa. Núverandi ástand er óboðlegt, því hluti eldri borgara býr við félagslega einangrun og sára fátækt. Það er óásættanlegt og forgangsmál að lagfæra. Skattalækkanir á hátekjufólk eru ekki til þess fallnar að aðstoða fátækt eldra fólk. Það gerum við með öflugri þjónustu sem rekin er fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum.Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar skipar annað sæti á framboðslista Vinstri grænna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar