Buffon sér ekki eftir einu orði sem hann sagði um Michael Oliver Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2018 08:30 Gianluigi Buffon fagnar eftir sigur Juventus í ítölsku deildinni um helgina. Vísir/Getty Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira
Gianluigi Buffon er ekki runnin reiðin. Hann er ennþá brjálaður út í enska dómarann Michael Oliver sem endaði Meistaradeildarferil ítalska markvarðarins í síðustu viku. Oliver dæmdi víti á Juventus í uppbótartíma og við það sturlaðist Gianluigi Buffon. Michael Oliver lyfti þá rauða spjaldinu. Buffon kláraði því ekki síðasta leik sinn á ferlinum í Meistaradeildinni en var þess í stað sendur í sturtu. Real Madrid skoraði úr vítinu og tryggði sér sæti í undanúrslitunum en Juve liðið hafði gert ótrúlega hluti með því að komast í 3-0 á útivelli og leikurinn var þarna á leiðinni í framlengingu. Eftir leikinn hraunaði Buffon yfir Michael Oliver og talaði meðal annars um að enski dómarinn væri með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta. „Ég stend við öll orðin mín,“ sagði Gianluigi Buffon í sjónvarpsviðtali á Ítalíu.“I’d say them all again.” Gianluigi Buffon has said he stands by his comments about Michael Oliver. Full story https://t.co/kM3mUt5hDIpic.twitter.com/EoVQkwWzms — BBC Sport (@BBCSport) April 15, 2018 „Ég myndi segja þau aftur en myndi kannski notað annað orðbragð. Þú reynir að finna leið til að koma orðunum frá þér og stundum eru þessi orð óhófleg. Þetta er bara ég, ég er Gigi Buffon,“ sagði Buffon. „Ég er viss um að Oliver muni eiga flottan dómaraferil í fótboltanum en hann var bara of ungur til að dæma leik eins og þennan. Dómari með meiri reynslu hefði aldrei flautað í þessu tilfelli og ákveðið um leið að verða sjálfur örlagavaldur leiksins,“ sagði Buffon. „Slíkur dómari hefði alltaf látið leikinn ganga og leyft liðunum að berjast um þetta í framlengingunni. Reyndur dómari hefði látið völlinn skera út um sigurvegara,“ sagði Buffon.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ Sjá meira