Innlent

Rödd unga fólksins býður fram í Grindavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem framboðið býður fram krafta sína.
Þetta er í fyrsta sinn sem framboðið býður fram krafta sína. RUF
Rödd unga fólksins mun bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga í vor í Grindavíkurbæ. Um er að ræða nýtt framboð í bænum.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að það sé vettvangur fyrir ungt fólk „sem hefur áhuga á stjórnmálum óháð skoðunum og er markmið þess að veita ungu fólki tækifæri á að kynnast bæjarmálum án þess að þurfa að svara fyrir sögu rótgróinna stjórnmálaflokka á landsvísu.“

Þá segir Rödd unga fólksins einnig vilja „standa þétt við bakið á ungu fólki í bænum svo að málefni þeirra og sýn fái aukna umræðu.“ 

Nánari upplýsingar um framboðið má nálgast á Facebook-síðu Raddar unga fólksins

Framboðslisti Raddar unga fólksins í Grindavík



1. Helga Dís Jakobsdóttir, viðskiptafræðingur og mastersnemi í þjónustustjórnun.

2. Sævar Þór Birgisson, hagfræðinemi.

3. Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur.

4. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, sagnfræðingur.

5. Lilja Ósk Sigmarsdóttir, tækniteiknari.

6. Ingi Steinn Ingvarsson, framhaldsskólanemi.

7. Inga Fanney Rúnarsdóttir, stuðningsfulltrúi.

8. Viktor Bergmann Brynjarsson, námsmaður.

9. Alexandra Marý Hauksdóttir, leiðbeinandi við leikskólann Laut og nemi í leikskólakennarafræði.

10. Kolbrún Dögg Ólafsdóttir, framhaldsskólanemi.

11. Dagbjört Arnþórsdóttir, framhaldsskólanemi.

12. Rósey Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og umsjónarkennari.

13. Milos Jugovic, knattspyrnuþjálfari.

14. Kári Hartmannsson, eldri borgari.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×