Fjármálin verða að vera í lagi til að söngframinn gangi upp Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2018 14:11 Hrund er búsett í Berlín. Hún vinnur sem óperusöngkona og söngkennari. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Það vantar alveg kennslu í því hvernig maður eigi að haga lífi sínu þannig að maður geti sinnt því að vera listamaður án þess að hafa stöðugt áhyggjur af því hvernig maður ætlir að lifa út mánuðinn,“ segir Hrund Ósk Árnadóttir, sópransöngkona. „Ég myndi vilja sjá frekari fræðslu í fjármálahlið tónlistarinnar í listnámi.“ Hún er búsett í Berlín og starfar þar bæði sem söngkona og söngkennari. Hrund verður með tónleika í Salnum í kvöld þar sem hún flytur perlur Mariu Callas, óperusöngkonu, og ljóð eftir Strauss. Hrund hefur verið syngjandi síðan hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leið á mér og sendu mig í kór,“ segir Hrund hlæjandi. Hennar fyrsta reynsla af söngnum var í Barnakór Hallgrímskirkju undir kórstjórn Bjarneyjar Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur, sem varð bæði fyrsti söngkennari Hrundar og síðar stjúpmamma hennar. Hún segir kórastarfið hafa verið yndislegt. Hrund fór að leggja stund á sönginn fyrir alvöru þegar hún var fjórtán ára. Hún skráði sig í Söngskólann í Reykjavík og lærði hjá Dóru Reyndal, söngkennara. „Ég söng mikið djass og blús, en var alltaf samhliða í klassísku söngnámi því mig langaði að þróa hljóðfærið, röddina, betur,“ segir Hrund. Hún segir að markmiðið hafi alltaf verið að finna frelsið, sem djasssöngurinn bauð upp á, í klassíkinni. „Það tekur bara lengri tíma að finna þetta frelsi í klassíkinni því þar er kassi með reglum sem þú þarft að halda þig innan, þaðan kemur síðan frelsið. Ég ákvað því að verða klassísk söngkona.“ Hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005 fyrir hönd MR og stóð uppi sem sigurvegari. „Í framhaldi af því fór ég að vinna með Pálma Gunnars og Magga Eiríks og var mikið í djass og blússenunni í Reykjavík,“ segir Hrund, en ári eftir sigurinn í Söngkeppni framhaldsskólanna söng hún Þjóðhátíðarlagið „Ástfangin í þér“.Berlín best fyrir klassíkina Hrund kláraði diplómanám í Söngskóla Reykjavíkur og stefndi strax út til Berlínar. Það sé borgin til að vera í hvað varðar klassískt nám. Hún fann kennara, Janet Williams, sem starfaði í borginni og ákvað að flytja. Reyndar hafði hún ætlað að mæla sér mót með Williams áður en hún flytti út en það gekk ekki upp. Hrund segir það erfitt að finna réttan kennara og ferlið sé viðkvæmt. „Þú þarft að finna einhvern sem talar sama tungumál og þú finnur einhverja tengingu við. Það var því svolítil áhætta að flytja út án þess að hafa hitt Janet því ég vissi ekki hvort við myndum ná saman eða ekki.“ Þær stöllur náðu vel saman og Hrund hóf einkanám í óperusöng hjá Janet. Síðar, þegar Janet fékk gestaprófessorstöðu við Hanns Eisler tónlistarháskólann, elti Hrund hana og hóf mastersnám í óperusöng. Hún segir þá upplifun líka hafa verið mikilvæga til að stækka tenglsanetið. Frá útskrift úr Hanns Eisler árið 2014 er Hrund búin að vera að mestu leyti í lausamennsku (e. freelance) en hún segir það taka tíma að koma sér á framfæri í tónlistarsenunni í Berlín. „Ég hef verið að taka þátt í söngkeppnum og verið mikið í óperuleikhússenunni. Það tekur mislangan tíma að koma sér á framfæri og það er líka ákveðin heppni í því,“ segir Hrund. Óperan og leikhúsið eiga vel saman samkvæmt Hrund og segir hún óperuleikhússenuna gefa sér tækifæri til þess að þjálfa leikhæfileikana og opna sig á öðrum vettvangi en bara í klassíkinni. „Það góða við óperuleikhúsið er að það gefur mér rými til að þróa mig sem skapandi veru og það skilar sér aftur í klassíska sönginn.“ Aðspurð að því hvernig það sé að búa í Berlín segir hún það æðislegt. Borgin sé ennþá ódýr og það sé hægt að lifa þokkalegu lífi sem listamaður þar. Allt aðrar aðstæður en séu hér heima. „Það dregur fólk að en líka listin sem er í gangi í borginni. Það er gríðarlega mikið af hæfileikaríku fólki í öllum listgreinum sem búa í Berlín. Þetta er algjör mekka fyrir listamenn og fyrir innblástur.“ Mikil fjölmenning er í Berlín og Hrund segir það vera mikinn kost. Hún hafi kynnst fólki frá öllum heimshornum. „Það opnar líka huga manns fyrir öðrum hefðum og menningu.“"Óperuleikhúsið gefur mér rými til að þróa mig sem skapandi veru“ segir Hrund sem er hér á mynd í hlutverki Germania í óperuleikhúsuppsetningu. Hún heldur utan um Hitler í gervi apa.Aðsend myndKlassíska tæknin gríðarlega mikilvæg og þaðan komi sjálfstraustið „Klassíkin er þannig að maður þarf að vera með tæknina á hreinu áður en hægt er að túlka hana að einhverju viti, finnst mér. Maður þarf að geta túlkað hana frá stað sem kemur án hugsunar.“ Það taki langann tíma að þjálfa tæknina og Hrund segist rétt núna vera örugg í því sem hún hefur fram að færa. „Fyrir mitt leyti þá þarftu að vera sjálfsöruggur með tæknina og sitja alveg á henni.“ Hún segist hafi verið lengi að finna sjálfstraustið í tækninni því hlóðfærið, röddin, hafi alltaf verið í stöðugri þróun og hún hafi ekki haft aðgang að henni áður eins og núna. „Þess vegna fannst mér ég aldrei vera nákvæmlega þar sem ég vildi vera. Það myndar líka ákveðið óöryggi að standa á sviði og vita nákvæmlega hverju maður vilji skila en hafa ekki tæknina til að tjá það.“ Hrund er því sérstaklega hrifin af ferlinu sem hver manneskja gengur í gegnum til að verða sá listamaður sem hún sá fyrir sér í byrjun. Vegferðin felist í því að takast á við þær hindranir sem liggi í vegi sér, finna leiðir til að klífa þær hindranir og leysa vandamálin sem standa frammi fyrir manni. Það þroski mann líka sem manneskju. „Fyrir mér, sérstaklega ef þú veist hvað þú vilt og hefur ákveðið markmið, þá er leiðin að því markmiði alltaf fallegust. Maður verður heilli manneskja fyrir vikið.“Hrund segist hafa þurft að mastera tæknina í klassíska söngnum til þess að öðlast sjálfstraust til að stíga á stokk.Aðsend mynd„Fjármálalæsi fyrir listamenn“ Hrund segist hafa áttað sig á því með tímanum að til þess að lifa á listinni sé mikilvægt að hafa fjármálin á hreinu. Það þýði ekki annað en að hafa stöðuga tekjulind. „Ég vinn við sönginn en er líka mikið að kenna, þannig að ef það er lítið að gera í söngnum þá er ég alltaf í góðu lagi því ég er með kennsluna.“ Hún áttaði sig fljótlega á því að hún vissi lítið um fjármál og að ef hún ætlaði að vinna sem söngkona þyrfti hún að koma fjármálunum á hreint. „Ég hugsaði bara með mér: „ég verð bara að læra þetta“ og smám saman kom ég lagi á það sem ég vildi koma lagi á,“ segir Hrund. Hún segist þekkja marga góða tónlistarmenn sem hafa ekki tileinkað sér að læra um fjármál og hafi því stöðugar áhyggjur af peningum. Þessar áhyggjur hafa síðan raunveruleg áhrif á listamanninn og sköpun hans. Í stað þess að geta einbeitt sér af heilindum að einu verkefni þarf manneskjan jafnvel að taka að sér nokkur önnur verkefni til láta enda ná saman. Það verði til þess að einbeitingin riðlist og listamaðurinn fái ekki það sem hann vilji út úr neinu verkefnanna. „Stór partur af minni sjálfsmenntun sem listamaður var að læra um fjármál. Í raun og veru bara til þess að hafa pláss fyrir það sem mig langaði að geta gert. Þetta er í raun bara smá tiltekt fyrir hitt sem raunverulega skiptir máli,“ segir Hrund og ljóst er að þessi hluti listamannalífsins skiptir hana miklu máli. Hún bætir við að þetta sé eitthvað sem hún myndi vilja berjast fyrir í framtíðinni. „Titillinn „Fjármálalæsi fyrir listamenn“ hljómar mjög vel!“ segir Hrund skellihlæjandi.Kennslan dýpkar skilning á þekkingunni „Allir ættu að kenna það sem þeir eru að gera. Það er náttúrulega ákveðinn skóli út af fyrir sig,“ segir Hrund uppljómuð. „Ég var í öll þessi ár í söngnámi hjá frábærum kennurum sem gáfu mér öll þau verkfæri sem þurfti til að vera góð söngkona, en kennslan er stór partur af því að skilja verkfærin og hvernig nákvæmlega þú notar þau vegna þess að þú þarft að útskýra þau fyrir annarri manneskju. Þú þarft að hugsa hlutina út frá allt öðru sjónarhorni en sjálfum þér og það veitir miklu meiri dýpt í þekkinguna sem þú býrð yfir.“ Auk þess að vera söngkennari er Hrund líka með söngkennslu fyrir kóra. „Þetta eru ekki fagmenntaðir kórar heldur bara fólk sem hefur gaman af því að syngja. Það er lang skemmtilegast finnst mér því þar finnur maður oftast mestu sönggleðina. Hún er svo einlæg því þetta er ekki endilega fólk sem vill verða alvöru söngvarar heldur fólk sem hefur gaman af því að syngja.“Tónleikar á Íslandi Hugmyndin að tónleikunum spratt upp eftir að Hrund átti að koma fram á tónleikum í Berlín tileinkuðum Mariu Callas, óperusöngkonu, en 40 ár voru frá andláti hennar í fyrra. Hún þurfti því miður að fresta tónleikunum þar til í maí en ákvað að koma með þá hingað heim fyrst. Á tónleikunum mun hún stikla á stóru yfir ævi Mariu Callas og litar dagskrána með ljóðum Strauss. „Ég ætla að flytja nokkrar aríur sem Maria hefur sungið, meðal annars Toscu og Violettu. Ég get ekki sungið klukkutíma af aríum og því ætla ég að blanda því við Strauss-ljóð. Maria söng þó aldrei Strauss en ljóðin hans eru svo grand og hann er svo rómantískur að mér fannst það hæfa hennar karakter og lífi vel.“ Hrund flytur Callas-perlur og Strauss-rómantík ásamt Kristni Erni í Salnum í kvöld og á sunnudag í Hömrum á Ísafirði. Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Það vantar alveg kennslu í því hvernig maður eigi að haga lífi sínu þannig að maður geti sinnt því að vera listamaður án þess að hafa stöðugt áhyggjur af því hvernig maður ætlir að lifa út mánuðinn,“ segir Hrund Ósk Árnadóttir, sópransöngkona. „Ég myndi vilja sjá frekari fræðslu í fjármálahlið tónlistarinnar í listnámi.“ Hún er búsett í Berlín og starfar þar bæði sem söngkona og söngkennari. Hrund verður með tónleika í Salnum í kvöld þar sem hún flytur perlur Mariu Callas, óperusöngkonu, og ljóð eftir Strauss. Hrund hefur verið syngjandi síðan hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leið á mér og sendu mig í kór,“ segir Hrund hlæjandi. Hennar fyrsta reynsla af söngnum var í Barnakór Hallgrímskirkju undir kórstjórn Bjarneyjar Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur, sem varð bæði fyrsti söngkennari Hrundar og síðar stjúpmamma hennar. Hún segir kórastarfið hafa verið yndislegt. Hrund fór að leggja stund á sönginn fyrir alvöru þegar hún var fjórtán ára. Hún skráði sig í Söngskólann í Reykjavík og lærði hjá Dóru Reyndal, söngkennara. „Ég söng mikið djass og blús, en var alltaf samhliða í klassísku söngnámi því mig langaði að þróa hljóðfærið, röddina, betur,“ segir Hrund. Hún segir að markmiðið hafi alltaf verið að finna frelsið, sem djasssöngurinn bauð upp á, í klassíkinni. „Það tekur bara lengri tíma að finna þetta frelsi í klassíkinni því þar er kassi með reglum sem þú þarft að halda þig innan, þaðan kemur síðan frelsið. Ég ákvað því að verða klassísk söngkona.“ Hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005 fyrir hönd MR og stóð uppi sem sigurvegari. „Í framhaldi af því fór ég að vinna með Pálma Gunnars og Magga Eiríks og var mikið í djass og blússenunni í Reykjavík,“ segir Hrund, en ári eftir sigurinn í Söngkeppni framhaldsskólanna söng hún Þjóðhátíðarlagið „Ástfangin í þér“.Berlín best fyrir klassíkina Hrund kláraði diplómanám í Söngskóla Reykjavíkur og stefndi strax út til Berlínar. Það sé borgin til að vera í hvað varðar klassískt nám. Hún fann kennara, Janet Williams, sem starfaði í borginni og ákvað að flytja. Reyndar hafði hún ætlað að mæla sér mót með Williams áður en hún flytti út en það gekk ekki upp. Hrund segir það erfitt að finna réttan kennara og ferlið sé viðkvæmt. „Þú þarft að finna einhvern sem talar sama tungumál og þú finnur einhverja tengingu við. Það var því svolítil áhætta að flytja út án þess að hafa hitt Janet því ég vissi ekki hvort við myndum ná saman eða ekki.“ Þær stöllur náðu vel saman og Hrund hóf einkanám í óperusöng hjá Janet. Síðar, þegar Janet fékk gestaprófessorstöðu við Hanns Eisler tónlistarháskólann, elti Hrund hana og hóf mastersnám í óperusöng. Hún segir þá upplifun líka hafa verið mikilvæga til að stækka tenglsanetið. Frá útskrift úr Hanns Eisler árið 2014 er Hrund búin að vera að mestu leyti í lausamennsku (e. freelance) en hún segir það taka tíma að koma sér á framfæri í tónlistarsenunni í Berlín. „Ég hef verið að taka þátt í söngkeppnum og verið mikið í óperuleikhússenunni. Það tekur mislangan tíma að koma sér á framfæri og það er líka ákveðin heppni í því,“ segir Hrund. Óperan og leikhúsið eiga vel saman samkvæmt Hrund og segir hún óperuleikhússenuna gefa sér tækifæri til þess að þjálfa leikhæfileikana og opna sig á öðrum vettvangi en bara í klassíkinni. „Það góða við óperuleikhúsið er að það gefur mér rými til að þróa mig sem skapandi veru og það skilar sér aftur í klassíska sönginn.“ Aðspurð að því hvernig það sé að búa í Berlín segir hún það æðislegt. Borgin sé ennþá ódýr og það sé hægt að lifa þokkalegu lífi sem listamaður þar. Allt aðrar aðstæður en séu hér heima. „Það dregur fólk að en líka listin sem er í gangi í borginni. Það er gríðarlega mikið af hæfileikaríku fólki í öllum listgreinum sem búa í Berlín. Þetta er algjör mekka fyrir listamenn og fyrir innblástur.“ Mikil fjölmenning er í Berlín og Hrund segir það vera mikinn kost. Hún hafi kynnst fólki frá öllum heimshornum. „Það opnar líka huga manns fyrir öðrum hefðum og menningu.“"Óperuleikhúsið gefur mér rými til að þróa mig sem skapandi veru“ segir Hrund sem er hér á mynd í hlutverki Germania í óperuleikhúsuppsetningu. Hún heldur utan um Hitler í gervi apa.Aðsend myndKlassíska tæknin gríðarlega mikilvæg og þaðan komi sjálfstraustið „Klassíkin er þannig að maður þarf að vera með tæknina á hreinu áður en hægt er að túlka hana að einhverju viti, finnst mér. Maður þarf að geta túlkað hana frá stað sem kemur án hugsunar.“ Það taki langann tíma að þjálfa tæknina og Hrund segist rétt núna vera örugg í því sem hún hefur fram að færa. „Fyrir mitt leyti þá þarftu að vera sjálfsöruggur með tæknina og sitja alveg á henni.“ Hún segist hafi verið lengi að finna sjálfstraustið í tækninni því hlóðfærið, röddin, hafi alltaf verið í stöðugri þróun og hún hafi ekki haft aðgang að henni áður eins og núna. „Þess vegna fannst mér ég aldrei vera nákvæmlega þar sem ég vildi vera. Það myndar líka ákveðið óöryggi að standa á sviði og vita nákvæmlega hverju maður vilji skila en hafa ekki tæknina til að tjá það.“ Hrund er því sérstaklega hrifin af ferlinu sem hver manneskja gengur í gegnum til að verða sá listamaður sem hún sá fyrir sér í byrjun. Vegferðin felist í því að takast á við þær hindranir sem liggi í vegi sér, finna leiðir til að klífa þær hindranir og leysa vandamálin sem standa frammi fyrir manni. Það þroski mann líka sem manneskju. „Fyrir mér, sérstaklega ef þú veist hvað þú vilt og hefur ákveðið markmið, þá er leiðin að því markmiði alltaf fallegust. Maður verður heilli manneskja fyrir vikið.“Hrund segist hafa þurft að mastera tæknina í klassíska söngnum til þess að öðlast sjálfstraust til að stíga á stokk.Aðsend mynd„Fjármálalæsi fyrir listamenn“ Hrund segist hafa áttað sig á því með tímanum að til þess að lifa á listinni sé mikilvægt að hafa fjármálin á hreinu. Það þýði ekki annað en að hafa stöðuga tekjulind. „Ég vinn við sönginn en er líka mikið að kenna, þannig að ef það er lítið að gera í söngnum þá er ég alltaf í góðu lagi því ég er með kennsluna.“ Hún áttaði sig fljótlega á því að hún vissi lítið um fjármál og að ef hún ætlaði að vinna sem söngkona þyrfti hún að koma fjármálunum á hreint. „Ég hugsaði bara með mér: „ég verð bara að læra þetta“ og smám saman kom ég lagi á það sem ég vildi koma lagi á,“ segir Hrund. Hún segist þekkja marga góða tónlistarmenn sem hafa ekki tileinkað sér að læra um fjármál og hafi því stöðugar áhyggjur af peningum. Þessar áhyggjur hafa síðan raunveruleg áhrif á listamanninn og sköpun hans. Í stað þess að geta einbeitt sér af heilindum að einu verkefni þarf manneskjan jafnvel að taka að sér nokkur önnur verkefni til láta enda ná saman. Það verði til þess að einbeitingin riðlist og listamaðurinn fái ekki það sem hann vilji út úr neinu verkefnanna. „Stór partur af minni sjálfsmenntun sem listamaður var að læra um fjármál. Í raun og veru bara til þess að hafa pláss fyrir það sem mig langaði að geta gert. Þetta er í raun bara smá tiltekt fyrir hitt sem raunverulega skiptir máli,“ segir Hrund og ljóst er að þessi hluti listamannalífsins skiptir hana miklu máli. Hún bætir við að þetta sé eitthvað sem hún myndi vilja berjast fyrir í framtíðinni. „Titillinn „Fjármálalæsi fyrir listamenn“ hljómar mjög vel!“ segir Hrund skellihlæjandi.Kennslan dýpkar skilning á þekkingunni „Allir ættu að kenna það sem þeir eru að gera. Það er náttúrulega ákveðinn skóli út af fyrir sig,“ segir Hrund uppljómuð. „Ég var í öll þessi ár í söngnámi hjá frábærum kennurum sem gáfu mér öll þau verkfæri sem þurfti til að vera góð söngkona, en kennslan er stór partur af því að skilja verkfærin og hvernig nákvæmlega þú notar þau vegna þess að þú þarft að útskýra þau fyrir annarri manneskju. Þú þarft að hugsa hlutina út frá allt öðru sjónarhorni en sjálfum þér og það veitir miklu meiri dýpt í þekkinguna sem þú býrð yfir.“ Auk þess að vera söngkennari er Hrund líka með söngkennslu fyrir kóra. „Þetta eru ekki fagmenntaðir kórar heldur bara fólk sem hefur gaman af því að syngja. Það er lang skemmtilegast finnst mér því þar finnur maður oftast mestu sönggleðina. Hún er svo einlæg því þetta er ekki endilega fólk sem vill verða alvöru söngvarar heldur fólk sem hefur gaman af því að syngja.“Tónleikar á Íslandi Hugmyndin að tónleikunum spratt upp eftir að Hrund átti að koma fram á tónleikum í Berlín tileinkuðum Mariu Callas, óperusöngkonu, en 40 ár voru frá andláti hennar í fyrra. Hún þurfti því miður að fresta tónleikunum þar til í maí en ákvað að koma með þá hingað heim fyrst. Á tónleikunum mun hún stikla á stóru yfir ævi Mariu Callas og litar dagskrána með ljóðum Strauss. „Ég ætla að flytja nokkrar aríur sem Maria hefur sungið, meðal annars Toscu og Violettu. Ég get ekki sungið klukkutíma af aríum og því ætla ég að blanda því við Strauss-ljóð. Maria söng þó aldrei Strauss en ljóðin hans eru svo grand og hann er svo rómantískur að mér fannst það hæfa hennar karakter og lífi vel.“ Hrund flytur Callas-perlur og Strauss-rómantík ásamt Kristni Erni í Salnum í kvöld og á sunnudag í Hömrum á Ísafirði.
Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið