Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 11:19 Reynt verður að hafa uppi á eigendum muna sem hægt var að bjarga úr geymslum á 2. og 3. hæð húsnæðisins við Miðhraun. VÍS Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Nokkrir heillegir munir eins og myndaalbúm hafa fundist í rústum geymsluhúsnæðis sem brann í Miðhrauni í Garðabæ fyrr í þessum mánuði. Samskiptastjóri Vátryggingafélag Íslands segir að unnið verði að því að hafa uppi á eigendum þeirra en ekki hafi verið talið óhætt að hleypa fólki á svæðið til að það geti leitað sjálft í rústunum. Geymslur ehf. sendu frá sér tilkynningu á mánudag um að þeir sem leigðu geymslur á 1. hæð húsnæðisins sem varð eldi að bráð í stórbrunanum við Miðhraun 4. apríl ættu að vitja þeirra og tæma í þessari viku. Þar kom hins vegar fram að altjón hefði orðið á 2. og 3. hæð hússins. Leigjandi geymslu á 3. hæðinni sem Vísir ræddi við í gær var ósáttur við að hafa ekki verið gefinn kostur á að fara sjálfur í gegnum leifarnar af eignum sínum. Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, segir hins vegar að vettvangurinn sé talinn ótryggur og því sé ekki hægt að tryggja öryggi fólks. Þá séu leifarnar af geymslunum allar í einum haug og erfitt sé að rekja hver eigi hvað. Því hafi ekki verið hægt að leyfa leigutökum geymslnanna að róta í gegnum þær.Altjón varð á 2. og 3. hæðinni að mati VÍS. Ekki var talið óhætt eða rétt að leyfa leigjendum að róta í gegnum leifarnar.VÍSAlbúm og disklingar á meðal þess sem fannst heillegt Á tímabili hafi hugmyndir verið um að hreinsa allt út með stórvirkri vinnuvél og fara með leifarnar á haugana vegna þess að ekkert var talið eigulegt á efri hæðunum tveimur. Fallið var frá þeirri hugmynd. Þess í stað fór tólf manna teymi í gegnum leifarnar í nokkra daga og fínkembdi þær, að sögn Andra. Starfsmennirnir hafi fundið einstaka hluti á efri hæðunum tveimur sem séu líklega ekki efnislega verðmætir en gætu haft tilfinningalegt gildi fyrir eigendurna. „Það fundust nokkur myndaalbúm, það fundust disklingar sem voru merktir „myndir“. Svo fannst silfur sem virkaði að mati þeirra sem voru í þessu eins og mögulegir erfðagripir,“ segir Andri. Þeir munir hafa verið teknir til hliðar og segir Andri að í kjölfarið verði reynt að hafa uppi á eigendum hlutanna.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55