Ónýtur aur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Vafalaust er það vísbending um breytta tíma þegar einn umfangsmesti þjófnaður seinni ára á Íslandi varðar stuld á 600 tölvum sem sérhannaðar eru til illskiljanlegs, stafræns námugraftrar á rafrænni mynt sem hefur lítið notagildi, annað en það að vera í takmörkuðu upplagi og knúin áfram af hnattrænni spákaupmennsku. Þessi þjófnaður á tækjabúnaði úr gagnaverum á Reykjanesi er öflugur vitnisburður um stöðu og umfang rafmyntargeirans á Íslandi og víðar. Virði tölvanna sem stolið var úr gagnaverunum er metið á um 200 milljónir króna, en þessar vélar voru hannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntinni. Um þessar mundir er markaðsvirði Bitcoin rúmlega 150 milljarðar Bandaríkjadala. Það ætti ekki að koma á óvart að einhverjir séu reiðubúnir að stela og svíkja í þeim tilgangi að efnast á Bitcoin. Þessi stafræni gjaldmiðill er nafnlaus og án formlegrar miðstýringar (ákveðin miðstýring á sér stað í rafmyntarnámum eins og á Reykjanesi) og er heppileg leið til að stunda peningaþvætti og skattaundanskot. Um leið er Bitcoin óskilvirkur verðmætaforði. Myntin er bæði óstöðug og hefur verið klofin nokkrum sinnum með tilheyrandi hættu á verðrýrnun. Þessi stafræni myntmarkaður er sannarlega „villta vestrið“ eins og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lýsti honum á Alþingi í gær. En myntin er eitt og tæknin annað. Þau örfáu gagnaver sem eru á Íslandi eru að stórum hluta til notuð í námugreftri eftir rafmyntum og sambærileg gagnaver er að finna víða um heim. Í þessum námum staðfesta tölvur viðskipti með Bitcon, eða aðra rafmynt, með því að leysa gríðarlega flóknar, og fullkomlega tilgangslausar, stærðfræðiþrautir með tilheyrandi orkueyðslu. Tölvan sem leysir þrautina fær hluta af Bitcoin að launum og um leið eru viðskiptin skjalfest með skráningu í stafræna og opna færsluskrá. Þetta er tæknin sem Bitcoin og aðrar rafmyntir byggja á, hin svokallað bitakeðja, og hún er einstök uppfinning sem mun vafalaust ryðja sér til rúms á tímum aukinnar sjálfvirkni, gervigreindar og réttmætrar kröfu almennings til gagnsæis og heiðarleika. Það þarf að tryggja það með opinberri stefnumótun að Bitcoin og bitakeðjutæknin verði ekki notuð í ólöglegum tilgangi, og koma þarf í veg fyrir það að hægt sé beinlínis að stela peningaprentvélunum (tölvunum) og komast upp með það. Þetta er ekki flókið verkefnið. Hins vegar verður að horfa til framtíðar og nýta þá miklu þekkingu sem er að myndast hér á landi til að nýta bitakeðjutæknina í þágu almennings. Aurinn er ónýtur, veskið ekki.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar