Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2018 13:16 Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, ætlar sér að fylla upp í eins mikið af þeim 149 lausu sætum og hann getur. Síðustu tvö ár Obama í embætti forseta Bandaríkjanna komu McConnell og félagar í veg fyrir að Obama gæti skipað einn einasta dómara í embætti. Á rúmu ári hefur Trump hins vegar skipað 69 og eru enn 149 sæti laus. McConnell ætlar sér að reyna að skipa eins marga dómara og hann mögulega getur á næstu mánuðum.Samkvæmt umfjöllun Politico er McConnell að hugsa til framtíðarinnar. Eins og staðan er núna er meirihluti Repúblikana mjög lítill eða 51 á móti 49. Mögulegt er að Repúblikanar tapi meirihluta sínum í öldungadeildinni í nóvember, þó þær séu ef til vill ekki miklar.Þrír dómarar voru skipaði í embætti í síðustu viku og stendur til að samþykkja minnst 30 á næstu vikum. Demókratar geta þó hægt á ferlinu og hafa gert það. Þeir eru mjög reiðir yfir því hvernig Repúblikanar komu í veg fyrir að Obama gæti skipað dómara og þá sérstaklega að Repúblikanar neituðu alfarið að svo mikið sem taka fyrir tilnefningu Merrick Garland til Hæstaréttar Bandaríkjanna. „Repúblikanar hafa ekki komið mörgum af sínum málefnum í gegn því þau eru svo óvinsæl meðal bandarísku þjóðarinnar og í staðinn reyna þeir að ná sínu fram í gegnum dómstóla, því þeir geta það ekki í þinginu,“ segir Chuck Schumer, leiðtogi minnihlutans.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Trump hefur, eins og áður hefur komið fram, tilnefnt fjölmarga dómara. Margir þeirra eru þó umdeildir og hefur verið litið fram hjá hefðbundnu tilnefningarferli. Fjórir af þeim sem hafa verið tilnefndir hafa verið metnir óhæfir í starfið af lögmannasamtökum Bandaríkjanna. Áður en Trump tók við embætti höfðu samtökin aldrei metið neinn sem tilnefndur hefur verið í embætti dómara óhæfan. Ríkisstjórn Trump hefur slitið samstarfinu við lögmannasamtökin og treysta þess í stað á samtök íhaldsmanna sem kallast Federalist Society.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01 Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03 Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Trump vill gera „drauga-veiðimann“ að dómara Maðurinn sem Donald Trump hefur valið sem alríkisdómara í Alabama hefur verið lögmaður í þrjú ár og hefur aldrei flutt mál fyrir dómi. 16. nóvember 2017 19:01
Svartir fá lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot Rannsókn opinberrar nefndar sýnir að svartir menn frá fimmtungi lengri dóma en hvítir fyrir sömu brot. 17. nóvember 2017 16:19
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Mátti neita lesbíum um brúðartertu Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu. 8. febrúar 2018 06:03
Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Höfða mál eftir að ríkisstjóri Flórída skrifaði undir lög sem meðal annars hækka aldurstakmark við kaup skotvopna úr 18 í 21. 9. mars 2018 23:44