Langdregin fæðing Hildur Sólveig Ragnarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 19:37 Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Engin fæðing er eins. Fæðingar eru eins misjafnar og þær eru margar. Sumar taka fljótt af, aðrar aðeins lengur og einhverjar verða langdregnar. Flestar enda með eðlilegri fæðingu en stundum kemur það til að það þurfi aðstoð með sogklukku, töngum eða keisaraskurði. Mér var hugsað til þessa þegar enn einn fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins skilaði engu. Þetta ætlar greinilega verða langdregið. En það vill svo til að ljósmæður búa yfir þeim eiginleika að vera þolinmóðar, það hefur starfið kennt okkur. Verðandi mæður geta aftur á móti ekki leyft sér það í þessu ástandi. Hvernig ætla þeir sem ábyrgðina bera að láta þetta enda? Það er alveg ljóst að ástandið sem hefur skapast hefur áhrif á hóp kvenna og fjölskyldur á viðkvæmum tímapunkti í þeirra lífi. Margar konur hafa lýst yfir kvíða og vanlíðan tengda því ástandi sem hefur skapast og tala nú ekki um sem mun bara versna náist ekki lausn á þessari deildu. Ljósmæður á fæðingavakt og meðgöngu – og sængurkvennadeild hafa ákveðið frá og með 1. maí að taka ekki aukavaktir á meðan ekki er samið. Þetta getur skapað mjög ótryggt ástand. Að auki mun svo fjöldi reynslumikilla ljósmæðra ganga út af Landspítalanum í júlí og þá mun án efa skapast neyðarástand í fæðingarþjónustu spítalans. Hvar eru þeir sem ábyrgðina bera? Af hverju heyrist ekkert frá ráðamönnum þjóðarinnar. Hvað þarf til? Nú þegar setja þurfti af stað viðbragðsáætlun á Landspítalanum vegna þess að heimaþjónustu ljósmæður ákváðu að leggja niður störf vegna samninga sem ekki höfðu náðst við Sjúkratryggingar Íslands, tóku ráðamenn við sér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðismálaráðherra sendi frá sér skilaboð eftir undirritun þess samningsins að nú þyrftu samningsaðilar að taka sér tak fyrir næsta fund og klára málin. Ég geri ráð fyrir að þessi skilaboð frá Svandísi eigi að berast samninganefnd ríkisins. Ástandið sem hefur skapast og mun aðeins versna er ekki á ábyrgð ljósmæðra. Það er á ábyrgð þeirra sem fara með völdin í landinu. Á ábyrgð þeirra sem geta með einföldum hætti leyst þessa deildu með því að veita samninganefndinni umboð til þess. Það er komin tími til að leiðrétta kjör ljósmæðra í eitt skipti fyrir öll. Leiðrétta það misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við til fjölda ára eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur bent á. Þetta er orðið langdregin fæðing og tími til komin að grípa inn í áður en í óefni fer.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun