Hvaða þýðingu hefur vaxandi rekstrarafgangur? Elvar Orri Hreinsson skrifar 9. maí 2018 12:08 Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin gera ráð fyrir að rekstrarniðurstaða sem hlutfall af tekjum verði rúmlega 2% á þessu ári eða um einu prósentustigi hærra hlutfall en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þá gera áætlanir fyrir komandi ár ráð fyrir áframhaldandi þróun í þessa átt og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum fari hækkandi og verði orðið um 6% árið 2021. Það er því útlit fyrir að rekstrarafgangur sveitarfélaga muni aukast á næstu árum sem gefur sveitafélögunum í einfaldri mynd svigrúm til að gera þrennt; Lækka skuldir, lækka útsvar og þar með álögur á íbúa eða auka þjónustustig við íbúa ýmist með því að fjárfesta í innviðum eða með öðrum hætti.Er svigrúm til að lækka útsvar? Sveitarfélögin hafa heimild til að innheimta útsvar af íbúum sínum sem er á bilinu 12,44%-14,52%. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarks útsvar og skattbyrði íbúa þeirra sveitarfélaga er því lægra en í öðrum sveitarfélögum. Langflest sveitarfélög, eða 56 talsins, innheimta um þessar mundir hámarks útsvar og eru þar af leiðandi með hæstu mögulegu álögur á íbúa sína. Önnur sveitarfélög eða 15 talsins innheimta því útsvar einhversstaðar á áðurgreindu bili. Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir. Samhliða því má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingaþörf á sviði sveitarfélaganna. Að öllum líkindum mun það vera forgangsatriði að mæta þessari fjárfestingaþörf áður en tekin er ákvörðun um að lækka útsvar og því er ólíklegt að það verði almennt raunin að sveitarfélög lækki útsvar sitt. Samt sem áður eru sveitarfélögin mörg og reksturinn ólíkur þeirra á milli og gætu því leynst einstaka sveitarfélög þar sem að svigrúm er til að lækka útsvar.Fjárfesting sveitarfélaganna forgangsatriði Fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert hraðar en væntingar stóðu til á síðasta ári. Þá stendur til að ráðast í umtalsverðar fjárfestingar á yfirstandandi ári. Er gert ráð fyrir því að rekstur sveitarfélaganna muni ekki standa undir fyrirhuguðum fjárfestingum og verða þær því fjármagnaðar með lántöku. Útlit er því fyrir að samhliða aukinni fjárfestingu sveitarfélaganna muni skuldsetning þeirra aukast á árinu 2018. Síðan mun skuldsetning lækka aftur árin þar á eftir þar sem sveitarfélögin telja að reksturinn muni að mestu leyti standa undir frekari fjárfestingum á því tímabili.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar