Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 13:20 Dagur B. Eggertsson. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30