Innlent

Vinir Mosfellbæjar bjóða fram

Samúel Karl Ólason skrifar
Stefán, Margrét, Michele og Vilhelmína.
Stefán, Margrét, Michele og Vilhelmína.
Vinir Mosfellsbæjar er óháð framboð sem á sér ekki rætur í hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum. Framboðið sækir styrk sinn til einstaklinga úr ýmsum áttum, með fjölbreytta þekkingu og bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vilja efla hag bæjarins og allra íbúa hans, samkvæmt tilkynningu.

Heiðarleiki, þekking og lýðræði eru þau gildi sem framboð Vina Mosfellsbæjar mun byggja starf sitt á. Sérstök áhersla verður lögð á góða samvinnu við bæjarbúa og bæjarstarfsmenn. Vinir Mosfellsbæjar ætla að auka og auðvelda aðkomu bæjarbúa með virku íbúalýðræði. Með opinni, gagnsærri og gagnvirkri stjórnsýslu geta Mosfellingar gert góðan bæ enn betri.

Stefán Ómar Jónsson, viðskiptalögfræðingur og fyrrverandi bæjarritari Mosfellsbæjar, mun leiða lista Vina Mosfellsbæjar. Í öðru sæti er Margrét Guðjónsdóttir lögmaður. Í þriðja sæti er Michele Rebora stjórnmálafræðingur og ráðgjafi í gæðastjórnun. Fjórða sæti skipar Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir grafískur hönnuður og framkvæmdastjóri fimleikadeildar Aftureldingar.

Frekari upplýsingar um lista flokksins má sjá hér.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á [email protected].




Fleiri fréttir

Sjá meira


×