Einn frambjóðandi afmáður af lista Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2018 18:45 Framboðin verða sextán að þessu sinni. Vísir/Gvendur Öll sextán framboðin sem skiluðu inn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar voru metin gild og verður því metþátttaka í næstu kosningum. Einn frambjóðandi uppfyllti þó ekki kjörgengisskilyrði og var strikaður út af lista. Frestur til að skila inn framboðum fyrir borgarstjórnarkosningar rann út á hádegi í gær og tók yfirkjörstjórn sér rúman sólarhring í að fara yfir lögmæti þeirra. Úrskurður var kveðinn upp klukkan fjögur í dag. Minniháttar athugasemdir voru gerðar við fimm framboð og hjálpaði yfirkjörstjórn þeim að bæta úr. „Það voru veitt góð ráð og útbúin eyðublöð. Framboðin fengu mikla aðstoð við að gera þetta rétt," segir Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Metfjöldi framboða, eða sextán talsins, verða því í boði á kjördag þann 26. maí og þar með tvöfalt fleiri en í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014. Eva segir að ýmsu að huga í samræmi við það. Kjörseðlarnir verða mun stærri en fólk á að venjast og kjörkassarnir fyllast væntanlega fyrr. Hún telur þó nóg til af kössum en mikil vinna er framundan við að skipuleggja kosningarnar. „Það er ansi stór hópur sem býður fram þannig það er óhætt að segja að þetta verður spennandi og fjölmennt," segir Eva. Þrátt fyrir að öll framboð hafi verið metin gild uppfyllti einn frambjóðandi sem er í sjöunda sæti hjá Íslensku þjóðfylkingunni ekki kjörgengisskilyrði, þar sem hann á heima í Svíþjóð. Þetta hefur þó ekki áhrif á listann að öðru leyti. „Hann var afmáður af listanum þar sem hann er ekki með lögheimili hér í Reykjavík," segir Eva. Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Öll sextán framboðin sem skiluðu inn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar voru metin gild og verður því metþátttaka í næstu kosningum. Einn frambjóðandi uppfyllti þó ekki kjörgengisskilyrði og var strikaður út af lista. Frestur til að skila inn framboðum fyrir borgarstjórnarkosningar rann út á hádegi í gær og tók yfirkjörstjórn sér rúman sólarhring í að fara yfir lögmæti þeirra. Úrskurður var kveðinn upp klukkan fjögur í dag. Minniháttar athugasemdir voru gerðar við fimm framboð og hjálpaði yfirkjörstjórn þeim að bæta úr. „Það voru veitt góð ráð og útbúin eyðublöð. Framboðin fengu mikla aðstoð við að gera þetta rétt," segir Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík. Metfjöldi framboða, eða sextán talsins, verða því í boði á kjördag þann 26. maí og þar með tvöfalt fleiri en í síðustu borgarstjórnarkosningum árið 2014. Eva segir að ýmsu að huga í samræmi við það. Kjörseðlarnir verða mun stærri en fólk á að venjast og kjörkassarnir fyllast væntanlega fyrr. Hún telur þó nóg til af kössum en mikil vinna er framundan við að skipuleggja kosningarnar. „Það er ansi stór hópur sem býður fram þannig það er óhætt að segja að þetta verður spennandi og fjölmennt," segir Eva. Þrátt fyrir að öll framboð hafi verið metin gild uppfyllti einn frambjóðandi sem er í sjöunda sæti hjá Íslensku þjóðfylkingunni ekki kjörgengisskilyrði, þar sem hann á heima í Svíþjóð. Þetta hefur þó ekki áhrif á listann að öðru leyti. „Hann var afmáður af listanum þar sem hann er ekki með lögheimili hér í Reykjavík," segir Eva.
Kosningar 2018 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira