Ill nauðsyn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. maí 2018 10:00 „Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
„Þökk sé uppgötvun þinni munu kynslóðir framtíðarinnar aðeins hafa kynni af hinni ógeðfelldu bólusótt í gegnum venjur fyrri alda.“ Þetta ritaði Thomas Jefferson árið 1806, þá forseti Bandaríkjanna, í bréfi til enska vísindamannsins Edwards Jenner. Seint á 18. öld ruddi Jenner brautina fyrir eina af grunnforsendum nútíma heilbrigðisþjónustu þegar hann þróaði fyrsta bóluefnið. Hundrað og sjötíu árum eftir að þakkarbréf Jeffersons barst Jenner lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að bólusótt, einni hörmulegustu pest mannkynssögunnar, hefði verið útrýmt. Þó svo að gjöf Jenners hafi verið mikilvæg þá var það ekki aðeins uppgötvun hans sem leiddi til sigurs yfir bólusóttarveirunni, heldur var það grettistak alþjóðasamfélagsins, undir merkjum WHO, sem varð til þess að endanlegt markmið um útrýmingu náðist. Sama hversu öflugt bóluefnið er þá er sjálf bólusetningin lykilatriði. Því miður er það svo að lítill skilningur á bólusetningum, ásamt útbreiðslu villandi upplýsinga um þær, litlu trausti til sjúkrastofnana og vandræða við framkvæmd og skráningu, hefur valdið því að hlutfall þeirra sem fara í bólusetningu hér á landi og víðar hefur farið niður á við undanfarin ár. Árið 2017 greindust 22 þúsund tilfelli af mislingum í Evrópu. Síðasta ár var metár í þessum efnum. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru staðfest smit í Evrópu ellefu þúsund. Í dag er staðan sú að í mörgum löndum er bólusetningarhlutfall komið niður fyrir 95 prósent, sem er viðmið WHO. Hér á Íslandi erum við einnig komin niður fyrir viðmiðunarmörk bólusetninga hjá börnum milli 12 mánaða og fjögurra ára. Það sem er í húfi er ekkert annað en framtíðarvelferð þess samfélags sem við höfum tekið höndum saman um að skapa og rækta. Linkind gagnvart þeim sem vanrækja bólusetningar á ekki að líðast. Á undanförnum misserum hafa yfirvöld á Ítalíu og í Frakklandi, af illri nauðsyn, innleitt reglur sem skylda fólk í bólusetningar. Það að tryggja ásættanlegt hlutfall bólusettra með löggjöf eða reglugerðarbreytingum hefur ekkert með val einstaklingsins að gera, heldur heildarhagsmuni samfélagsins með tilliti til hjarðónæmis og þeirra sem veikir eru fyrir. Eins og Thomas Jefferson gerði sér grein fyrir hefur skilvirk bólusetning jákvæð áhrif til skemmri og lengri tíma. Minnkandi þátttaka í bólusetningum er ekki nýtt fyrirbæri. Því þarf að efla það góða starf sem þegar hefur verið unnið og tryggja að fólk mæti í bólusetningu og að framkvæmd og umgjörð hennar sé eins og best verður á kosið.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar