Meira og virkara lýðræði: Betri Reykjavík, betra samfélag Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 1. maí 2018 10:30 Gangir þú um Hljómskálagarðinn blasir við þér, rétt við sjálfan skálann, skilti þar sem kynnt er bygging nýrrar vaðlaugar. Vaðlaugin er eitt þeirra fjölmörgu góðu verkefna sem komu út úr þátttökufjárhagsáætlunarkerfinu „Hverfið mitt“ þetta árið. Í nóvember síðastliðnum voru kosnar til framkvæmda 76 tillögur og er fjöldi þeirra nú þegar vel á veg kominn.Borgararnir taki þátt í fjárhagsgerð„Þátttökufjárhagsáætlanagerð“ er sennilega bæði óþjált og nýtt orð fyrir flesta, en hugmyndin sem býr þar að baki er sú að ákvarðanir um hvernig fé úr sameiginlegum sjóðum er varið til nýframkvæmda og viðhalds verði betri ef almenningur tekur beinan þátt í ákvörðunartökuferlinu. Í stað þess að ákvarðanirnar séu teknar miðlægt af fáum er valdinu dreift og opnað borgarbúum. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2010 og hefur verið í sífelldri þróun og mótun og verður betra og skilvirkara ár frá ári. Samhliða því hefur þátttaka borgarbúa aukist jafnt og þétt. Nú á að efla verkefnið enn frekar með því að auka samvinnu starfsmanna borgarinnar með þeim sem senda inn hugmyndir, þróa þær betur og laga að því lagaumhverfi sem borgin er bundin af.Styrkjum lýðræðiðFólk er hins vegar flest enn óvant því að taka beinan þátt í ákvarðanatöku. Við þurfum því að finna fleiri og fjölbreyttari leiðir fyrir fólk til þess að taka þátt og til þess að láta rödd sína heyrast. Við þurfum að styrkja beint lýðræði og skapa fleiri vettvanga þar sem fólk getur tekið þátt í ferlinu. Þannig mætti t.d. nota rökræðukannanir eða íbúaþing til þess að komast að niðurstöðum í flóknum málum og formgera mætti með betri hætti hvernig safna má undirskriftum til þess að hafa aðkomu að einstökum málum í borgarkerfinu. Við verðum stöðugt að leita leiða til þess að auka og styrkja lýðræðislega ferla. Við þurfum að huga að því að mjög misjafnlega er gefið í möguleikum fólks til þátttöku, hvort sem það er við kosningu á vefnum eða á borgarafundum eða öðrum samkomum. Langir vinnudagar, aðgengistakmarkanir, hvort sem þær felast í tungumálahindrunum, aðgengi fyrir fatlaða eða takmarkaðrar tæknikunnáttu er eitthvað sem við verðum alltaf að huga að.Stjórnkerfi fyrir samfélagiðVið þurfum að stefna frá þeirra ásýnd að stjórnkerfið sé svartur kassi frá hverjum flæða ákvarðanir og byggja hér þess í stað stjórnkerfi sem byggist á virku samtali, þar sem raddir okkar allra fá að heyrast. „Hverfið mitt“ hefur verið liður í þeirri vegferð, en við þurfum að nýta okkur fleiri aðferðir, sem bæði hafa fengið reynslu hérlendis og erlendis, til þess að borgarfulltrúar geta skilað valdinu aftur til þeirra sem valdið eiga. Þannig byggjum við upp stjórnkerfi sem endurspeglar samfélagið sem það á að þjóna.Höfundur situr í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og skipar 6. sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Kosningar 2018 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Gangir þú um Hljómskálagarðinn blasir við þér, rétt við sjálfan skálann, skilti þar sem kynnt er bygging nýrrar vaðlaugar. Vaðlaugin er eitt þeirra fjölmörgu góðu verkefna sem komu út úr þátttökufjárhagsáætlunarkerfinu „Hverfið mitt“ þetta árið. Í nóvember síðastliðnum voru kosnar til framkvæmda 76 tillögur og er fjöldi þeirra nú þegar vel á veg kominn.Borgararnir taki þátt í fjárhagsgerð„Þátttökufjárhagsáætlanagerð“ er sennilega bæði óþjált og nýtt orð fyrir flesta, en hugmyndin sem býr þar að baki er sú að ákvarðanir um hvernig fé úr sameiginlegum sjóðum er varið til nýframkvæmda og viðhalds verði betri ef almenningur tekur beinan þátt í ákvörðunartökuferlinu. Í stað þess að ákvarðanirnar séu teknar miðlægt af fáum er valdinu dreift og opnað borgarbúum. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2010 og hefur verið í sífelldri þróun og mótun og verður betra og skilvirkara ár frá ári. Samhliða því hefur þátttaka borgarbúa aukist jafnt og þétt. Nú á að efla verkefnið enn frekar með því að auka samvinnu starfsmanna borgarinnar með þeim sem senda inn hugmyndir, þróa þær betur og laga að því lagaumhverfi sem borgin er bundin af.Styrkjum lýðræðiðFólk er hins vegar flest enn óvant því að taka beinan þátt í ákvarðanatöku. Við þurfum því að finna fleiri og fjölbreyttari leiðir fyrir fólk til þess að taka þátt og til þess að láta rödd sína heyrast. Við þurfum að styrkja beint lýðræði og skapa fleiri vettvanga þar sem fólk getur tekið þátt í ferlinu. Þannig mætti t.d. nota rökræðukannanir eða íbúaþing til þess að komast að niðurstöðum í flóknum málum og formgera mætti með betri hætti hvernig safna má undirskriftum til þess að hafa aðkomu að einstökum málum í borgarkerfinu. Við verðum stöðugt að leita leiða til þess að auka og styrkja lýðræðislega ferla. Við þurfum að huga að því að mjög misjafnlega er gefið í möguleikum fólks til þátttöku, hvort sem það er við kosningu á vefnum eða á borgarafundum eða öðrum samkomum. Langir vinnudagar, aðgengistakmarkanir, hvort sem þær felast í tungumálahindrunum, aðgengi fyrir fatlaða eða takmarkaðrar tæknikunnáttu er eitthvað sem við verðum alltaf að huga að.Stjórnkerfi fyrir samfélagiðVið þurfum að stefna frá þeirra ásýnd að stjórnkerfið sé svartur kassi frá hverjum flæða ákvarðanir og byggja hér þess í stað stjórnkerfi sem byggist á virku samtali, þar sem raddir okkar allra fá að heyrast. „Hverfið mitt“ hefur verið liður í þeirri vegferð, en við þurfum að nýta okkur fleiri aðferðir, sem bæði hafa fengið reynslu hérlendis og erlendis, til þess að borgarfulltrúar geta skilað valdinu aftur til þeirra sem valdið eiga. Þannig byggjum við upp stjórnkerfi sem endurspeglar samfélagið sem það á að þjóna.Höfundur situr í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og skipar 6. sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar