Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2018 12:45 Pétur G. Markan, formaður Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Stöð 2 Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu. Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef fjörutíu þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. Rætt var við Pétur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í grein í Bæjarins besta segir sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, Pétur Markan, að nýjustu vendingar í Árneshreppi á Ströndum séu gróft inngrip í kosningaferli, sem allir sveitarstjórnarmenn hljóti að fordæma. Sem formaður Fjórðungssambandsins, sem nú er runnið inn í Vestfjarðastofu, er Pétur helsti talsmaður Vestfirðinga: „Þetta er aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags, sem er sennilega það helgasta sem hvert sveitarfélag heldur á. Þannig að þetta eru alvarlegir atburðir. Og það eru ekki bara sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum, - ég held að allir sveitarstjórnarmenn séu hugsi þessa dagana og horfa til síns eigin sveitarfélags og hugsa með hryllingi ef þetta væri mögulegt," segir Pétur í viðtalinu á Bylgjunni. Herlög hafi verið sett á fyrir minna „Ég hugsa að það færi um Reykvíkinga ef það yrðu fjörutíu þúsund málamyndaskráningar í Reykjavík af landsbyggðinni til þess að hafa áhrif á veru flugvallarins í Vatnsmýrinni. Mér segir svo hugur að það væri, - jafnvel herlög hafa verið sett á fyrir minna, sko.” Pétur segir þetta lýsa virðingarleysi fyrir íbúum Árneshrepps og fádæma dómgreindarleysi þeirra sem telja gjörninginn vera náttúruvernd til framdráttar. „Þetta er ekki spurning um hvort menn séu með eða á móti Hvalárvirkjun eða öðrum umdeildum verkefnum. Heldur að þarna er verið með skipulögðum hætti að reyna að taka yfir sveitarfélag og gera aðför að sjálfsákvörðunarrétti. Það er og verður ekki liðið," segir Pétur Markan, formaður Vestfjarðastofu.
Kosningar 2018 Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá og er hún nú til sýnis í kjörbúðinni. 16. maí 2018 19:51
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Segir óeðlilegt að engin lög gildi um lágmarksstærð sveitarfélaga Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir nauðsynlegt að setja lög um lágmarksstærð sveitarfélaga í ljósi lögheimilisflutninga í Árneshreppi. 16. maí 2018 19:56