Kenndu argentínskum Rússlandsförum að tala við rússneskar konur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2018 10:30 Tapia, sá stærri, er hér með Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara Argentínu. vísir/getty Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira