Oddvitaáskorunin: Stofnun Karlalistans besti hrekkurinn Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2018 15:00 Gunnar Kristinn Þórðarson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Baráttan fyrir foreldrajafnrétti hefur staðið yfir í um 20 ár án nokkurra framfara sem hægt er að tala um. Annað hvert umgengnisforeldri er á vanskilaskrá og hafa umgengnistálmanir aldrei verið jafn útbreiddur og alvarlegur vandi. Karlalistinn er jafnréttisflokkur sem byggir á reynslu karlmanna, einkum er varðar lífskjör og umgengnismál. Barnaverndarmál eru í molum á Íslandi og viljum við auka fjárframlög til barnaverndarmála, koma á faglegum ráðningum í barnaverndarnefndir og að barnavernd nýti heimildir til íhlutunar þegar um ástæðulausar umgengnistálmanir eru um að ræða. Einnig viljum við koma því til leiðar að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki aukið tillit til félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda við innheimtur á meðlögum, en Samband íslenskra sveitarfélaga skipar í tvö sæti af þremur í stjórn Innheimtustofnunar. Við viljum að félagsþjónustan aðstoði umgengnisforeldra sérstaklega sem geta ekki veitt börnum sínum þroskavænlegar uppeldisaðstæður vegna fátæktar og að framkvæmd fjárhagsaðstoðar verði fært í lögmætt horf. Rannsóknir sýna að grunnskóladrengjum líður illa í skólakerfinu og sýna sífellt verri námsárangur. Menntastefnan verður að taka aukið tillit til þarfa drengja og laga sig af þörfum þeirra fremur en að gera kröfu á að þeir lagi sig að þörfum menntastefnunnar. Við viljum að auki að Reykjavíkurborg styðji við einstæða foreldra með myndarlegum hætti og greiði alfarið niður leikskólagjöld og gjöld vegna frístundaheimila borgarinnar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Egilsstaðir.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambalæri með salvíusósu og ofnbökuðum kartöflum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Er almennt góður í eldamennsku en þar sem dóttirin er orðin vegan er ég að reyna læra elda vegan. Gengur illa.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Papa Don‘t Preach með Madonnu.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Af mörgu að taka, en er afskaplega ómannglöggur og kem mér í sífelld vandræði út af því.Draumaferðalagið? Draumferðalagið er tveggja vikna ferð til Rómar og Flórens.Trúir þú á líf eftir dauðann? Hef alltaf gert og mun alltaf gera.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Að stofna Karlalistann. Pólitík er hrekkjóttur bransi.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Allar B-myndir með Rutger Hauer.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Vince Vaughn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættin. Þau eru góðu gæjarnir!Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Þrisvar sektaður á bílnum.Uppáhalds tónlistarmaður? George Michael.Uppáhalds bókin? Frá Sýrlandi til Íslands: Arfur Tómasar postula, eftir Jón Ma. Ásgeirsson.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Tveir Sterkir Víking fyrir svefninn.Uppáhalds þynnkumatur? AB mjólk.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? As, með George Michael, eftir Steve Wonder.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Óslegið gras á sumrin og skítugar götur.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Veit ekki. Horfi bara á landsleiki, en held alltaf með Íslandi á erlendri grundu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected]. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Gunnar Kristinn Þórðarson leiðir Karlalistann í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Baráttan fyrir foreldrajafnrétti hefur staðið yfir í um 20 ár án nokkurra framfara sem hægt er að tala um. Annað hvert umgengnisforeldri er á vanskilaskrá og hafa umgengnistálmanir aldrei verið jafn útbreiddur og alvarlegur vandi. Karlalistinn er jafnréttisflokkur sem byggir á reynslu karlmanna, einkum er varðar lífskjör og umgengnismál. Barnaverndarmál eru í molum á Íslandi og viljum við auka fjárframlög til barnaverndarmála, koma á faglegum ráðningum í barnaverndarnefndir og að barnavernd nýti heimildir til íhlutunar þegar um ástæðulausar umgengnistálmanir eru um að ræða. Einnig viljum við koma því til leiðar að Innheimtustofnun sveitarfélaga taki aukið tillit til félagslegra aðstæðna meðlagsgreiðenda við innheimtur á meðlögum, en Samband íslenskra sveitarfélaga skipar í tvö sæti af þremur í stjórn Innheimtustofnunar. Við viljum að félagsþjónustan aðstoði umgengnisforeldra sérstaklega sem geta ekki veitt börnum sínum þroskavænlegar uppeldisaðstæður vegna fátæktar og að framkvæmd fjárhagsaðstoðar verði fært í lögmætt horf. Rannsóknir sýna að grunnskóladrengjum líður illa í skólakerfinu og sýna sífellt verri námsárangur. Menntastefnan verður að taka aukið tillit til þarfa drengja og laga sig af þörfum þeirra fremur en að gera kröfu á að þeir lagi sig að þörfum menntastefnunnar. Við viljum að auki að Reykjavíkurborg styðji við einstæða foreldra með myndarlegum hætti og greiði alfarið niður leikskólagjöld og gjöld vegna frístundaheimila borgarinnar.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þingvellir.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Egilsstaðir.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambalæri með salvíusósu og ofnbökuðum kartöflum.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Er almennt góður í eldamennsku en þar sem dóttirin er orðin vegan er ég að reyna læra elda vegan. Gengur illa.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Papa Don‘t Preach með Madonnu.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Af mörgu að taka, en er afskaplega ómannglöggur og kem mér í sífelld vandræði út af því.Draumaferðalagið? Draumferðalagið er tveggja vikna ferð til Rómar og Flórens.Trúir þú á líf eftir dauðann? Hef alltaf gert og mun alltaf gera.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Að stofna Karlalistann. Pólitík er hrekkjóttur bransi.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Allar B-myndir með Rutger Hauer.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Vince Vaughn.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættin. Þau eru góðu gæjarnir!Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Þrisvar sektaður á bílnum.Uppáhalds tónlistarmaður? George Michael.Uppáhalds bókin? Frá Sýrlandi til Íslands: Arfur Tómasar postula, eftir Jón Ma. Ásgeirsson.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Tveir Sterkir Víking fyrir svefninn.Uppáhalds þynnkumatur? AB mjólk.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Menning.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei.Hvaða lag kemur þér í gírinn? As, með George Michael, eftir Steve Wonder.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Óslegið gras á sumrin og skítugar götur.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Veit ekki. Horfi bara á landsleiki, en held alltaf með Íslandi á erlendri grundu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við [email protected].
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið