Logandi stuð í Havarí Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. maí 2018 06:00 Svavar og Berglind verða með fullt fjós af fjöri í allt sumar. Vísir/Valli „Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta er annað árið í röð sem við höldum þessa sumarhátíð sem við köllum Sumar í Havarí. Þetta byrjar núna tuttugasta maí. Við byrjum á því að Prinsinn af Karlsstöðum ætlar að enda túrinn sinn í Havarí á sunnudaginn og byrja þar með Sumarið í Havarí,“ segir Svavar P. Eysteinsson, bóndi, staðarhaldari og tónlistarmaður, sem er í miðjum klíðum við að undirbúa Havarí undir sumarið þegar blaðamaður nær tali af honum – en þar verður standandi festival allt frá maí og langt fram í ágúst. „Þetta er gamla fjárhúshlaðan á bænum sem við tókum í gegn fyrir tveimur, þremur árum og umturnuðum yfir í veitinga- og tónleikastað – aðallega tónleikastað því að okkur langaði að bjóða upp á lifandi músík, myndlist og bíó, bara menningarvettvang. Svo eru veitingar líka: kaffi og bulsur og með því. Svo fórum við bara að bóka hljómsveitir – Jónas Sig opnaði þetta hjá okkur fyrir þremur árum. Síðan hefur þetta bara undið upp á sig. Hljómsveitirnar vilja koma og okkur hefur gengið vel að draga hljómsveitir á staðinn, fólk hefur verið duglegt að mæta þannig að þetta hefur verið dúndrandi stemming hérna hjá okkur á sumrin. Við erum að miða við að það sé gigg aðra hverja helgi en svo hefur þetta aðeins breyst – stundum eru nokkur gigg í viku, fer svolítið eftir því hvenær listamennirnir eru á ferðinni og svona.“ Listafólk staldrar reglulega við í Havarí enda alltaf heitt á könnunni og glóðvolgar bulsur á grillinu og stjörnumeðferð í boði frá ábúendum. „Við reynum líka að bjóða listamönnunum að vera bara eins og þeir vilja, að slaka á hjá okkur og gera eitthvað úr þessu, njóta lífsins og við reynum að dekra við þau eins og við getum.“ Og dagskráin er þétt og má finna helsta tónlistarfólk landsins á henni. Emmsjé Gauti kemur þarna við á ferðalagi sínu um landið, en það verður allt kvikmyndað og birt í sérstökum netþáttum. Um miðjan júní verður Sing-a-Long sýning á Með allt á hreinu. Í júlí verður Regnbogahátíð í samstarfi við Pink Iceland. Svo er það hæglætishátíðin um verslunarmannahelgina. „Við ætlum að fara í bakkgírinn í slökun. Við gerðum þetta í fyrra og þá vorum við með jógagöngur niður í fjöru og tónlistarmaraþon með tónlist um hafið og bara alls konar hæglætis-vitleysu. Við vitum ekki nákvæmlega hvað við ætlum að gera eða hverjir ætla að spila – en það eru nokkrir í pottinum. Við mælum bara með að fólk taki frá verslunarmannahelgina fyrir austan og við sjáum um skemmtunina.“ Sumrinu lýkur svo með Ed Hamell, listapönkara frá Bandaríkjunum. „Það verður logandi stuð á sviðinu í allt sumar og dansgólfið alveg rennandi blautt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið