Sérfræðingar ESPN hafa enga trú á Íslandi á HM: „Ævintýrið er á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2018 15:35 Gylfi og félagar eru alveg til í að halda ævintýrinu gangandiþ Vísir/Getty Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Þrír af fjórum sérfræðingum ESPN sem hafa hitað upp fyrir HM í fótbolta með því að ræða um hvert og eitt lið hafa enga trú á íslenska landsliðinu á HM og telja að það endi á botni D-riðils og fari heim eftir riðlakeppnina. Þetta eru fjórir virtir fótboltablaðamenn sem enski lýsandinn Ian Darke hefur spjallað við í röð stuttra myndbanda en mennirnir fjórir hafa allir fylgst með, skrifað og talað um fótbolta í mörg ár. Þetta eru Mark Ogden, blaðamaður á ESPN, Julian Laurens, franskur blaðamaður The Guardian, Þjóðverjinn Raphael Honigstein sem skrifar fyrir öll helstu blöð og tímarit heims og er sérfræðingur á ESPN, og Ítalinn Gabriele Marcotti sem er sérfræðingur ESPN í ítalska boltanum.Spekingar spjalla.ESPNSpilað yfir getu „Íslenska liðið gat komið á óvart í Frakklandi á EM 2016 og nýtti sér það. Frammistaðan var ekki einu sinni það góð því liðið vann einn alvöru leik á móti Englandi en riðlakeppnin var ekkert spes og svo rústaði Frakkland þeim í átta liða úrslitum,“ segir Ogden sem er neikvæðastur allra. „Ísland er ekki nýtt ofurlið sem hefur komið upp. Þetta er lið sem hefur nýtt sér styrkleika sína og spilað yfir getur. Nú getur það ekki komið á óvart þannig mótherjarnir munu nýta sér það og passa sig á að gera engin mistök,“ segir Ogden og Laurens tekur undir með honum. „Þetta lið er frekar fyrirsjáanlegt. Gylfi Sigurðsson er stjarnan og ekki er hann að spila vel fyrir Everton. Ég veit ekki heldur í hvaða standi hann mætir svo á HM,“ segir Frakkinn og bætir við: „Styrkleiki liðsins er varnarleikurinn og liðsheildin en ég tel að Ísland muni ekki ganga vel á HM,“ segir Julian Laurens.Birkir Bjarnason er líklegur til að leysa af inn á miðjunni en hann spilar einmitt ekki sem áhugamaður hjá Aston Villa.Vísir/GettyAf hverju ekki? Raphael Honigstein botnar hvorki upp né niður í þessum hrakspám félaga sinna og spyr þá af hverju Ísland ætti að hætta að ná góðum úrslitum núna. „Þú kallar þá fyrirsjáanlega en samt endar Ísland í efsta sæti riðils með Tyrklandi og Króatíu. Hvað er það sem kemur í veg fyrir að liðið haldi áfram að gera sömu hluti? Ísland þarf ekki einu sinni að vinna riðilinn,“ segir Þjóðverjinn. „Argentína vinnur riðilinn þannig Ísland þarf bara að enda fyrir ofan Króatíu og Nígeríu og það hefur endað fyrir ofan Króatíu áður. Ég skil ekki hvers vegna það er svona sjálfsagt allt í einu að Króatía endi fyrir ofan Ísland,“ segir Raphael Honigstein.Spekingarnir sjá ekki fram á mörg Víkingaklöpp á HM.Vísir/EyþórAllt búið Marcotti er jafn svartsýnn og Laurens og Ogden og spáir strákunum okkar botnsæti D-riðilsins. „Málið með svona litlar þjóðir er að fáein meiðsli geta farið með mótið fyrir þeim. Ef eitthvað kemur fyrir Gylfa Sigurðsson kemur kannski inn leikmaður sem spilar sem áhugamaður,“ segir Marcotti sem hefur augljóslega ekki kynnt sér leikmannahóp íslenska liðsins neitt. „Ísland endar í botnsæti riðilsins,“ bætir Marcotti við og Darke setur svo rýtinginn endanlega í hjarta íslensku þjóðarinnar með orðunum: „Ævintýrið er á enda.“ Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira