Forstjóri bresku leyniþjónustunnar kallar eftir nánu samstarfi til að koma í veg fyrir árásir Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2018 23:30 Forstjóri MI5 segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum. Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Forstjóri bresku leyniþjónustunnar segir Bretland og Evrópusambandið verða að eiga gott samstarf eftir Brexit til að hindra árásir hryðjuverkamanna og veita viðnám við tilraunum Rússa við að grafa undan lýðræði í Vesturlöndum.Greint er frá þessu á vef Reuters en þar segir að Bretar leitist eftir samkomulagi til að tryggja að þeir muni áfram hafa aðgang að upplýsingum sem stærstu þjóðir Evrópusambandsins búa yfir. Er vonast eftir samkomulagi í ljósi væntanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu sem hefur verið nefnd Brexit. Reuters segir Andrew Parker, forstjóra MI5, ætla að flytja ávarp á ráðstefnu sem leyniþjónusta Þýskalands heldur í Berlín á morgun. Þar muni hann greina frá því að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki séu að undirbúa árásir sem Parker heldur fram að séu mun flóknari en gengur og gerist. Hann segir samstarf evrópskra leyniþjónusta ekki í líkingu við hvernig það var fyrir fimm árum. Hann segir að miðað við þá óvissu sem ríkir í heiminum í dag sé mikilvægt fyrir þjóðir í Evrópu að eiga í samstarfi. 36 fórust í fjórum hryðjuverkaárásum í Bretlandi í fyrra. Í mars í fyrra fórust fimm þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Westminister-brúnni í London. Árásarmaðurinn stakk síðan lögreglumann til bana fyrir utan breska þingið. Þeirri árás fylgdi sjálfsvígssprengjuárás á tónleikum Ariönu Grande í Manchester 22. maí í fyrra þar sem 22 létu lífið. Í sama mánuði dóu átta þegar bíl var ekið inn í hóp vegfarenda á Lundúnarbrúnni áður en árásarmennirnir stungu gesti á nálægum veitingastöðum og börum. Tveimur vikum síðar var sendiferðabíl ekið inn í hóp nærri mosku í London en einn fórst í þeirri árás. Reuters hefur eftir Andrew Parker að komið var í veg fyrir 12 árásir frá hryðjuverkinu við Westminister í fyrra. Sagði hann að frá árinu 2013 hefði verið komið í veg fyrir 25 árásir. Parker benti á að Rússar væru orðnir ógn við Evrópu en Bretar hafa sakað Rússa um að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara, og dóttur hans Yuliu. Sakaði hann rússnesk yfirvöld um að hafa þverbrotið alþjóðalög með þessari árás en rússneskir embættismenn hafa velt upp þeim möguleika að bresk yfirvöld beri ábyrgð á árásinni á Skripal-feðginin til að vekja andúð á Rússum.
Brexit Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira