Upphitun: Þröngar götur og glamúr í vinsælustu keppni ársins Bragi Þórðarson skrifar 25. maí 2018 15:45 Hamilton á æfingu í Mónakó vísir/getty Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Leik lokið: Höttur - KR 85-88 | KR-ingar sóttu nauman sigur austur Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira