Framtíð frístundaheimilanna í Reykjavík Þorsteinn V. Einarsson og Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 21. maí 2018 14:46 Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við viljum fjármagna og setja í forgang aðgerðir úr skýrslu starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila. Forgangsröðum í þágu barna og fjölskyldna. Þó frístundaheimilin séu orðin óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi og daglegu lífi reykvískra barna hefur mannekla sett svip sinn á þessa starfsemi eins og ýmsa aðra þjónustu er varða börnin okkar. Færri hafa komist að en vilja og biðlistar eru inn á frístundaheimili. Þetta er eitthvað sem verður að breyta: Við þurfum að tryggja meira fjármagn til frístundaheimilanna og gera starfsaðstæður starfsfólks þeirra betri. Við viljum forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna.Starfið á frístundaheimilum Frístundaheimilin þjóna börnum á aldrinum 6-9 ára, og leika lykilhlutverk í félagsþroska og vinatengslum barna, sérstaklega í fyrsta og öðrum bekk. Starfsfólkið sem tekur á móti börnunum er til staðar til þess að hjálpa börnunum að þroskast í umhverfi sem endurspeglast meira af leik en gerist inn í kennslustofum. Börnin fá þjálfun í lýðræðislegum athöfnum og læra grundvallarreglur samfélagsins í gegnum leik. Enda er mikilvægt að læra að leika sér og nýta frítímann á uppbyggilegan hátt. Með skipulegum áhugatengdum verkefnum og frjálsum leik í bland þroskar starfið á frístundaheimilum tilfinninga-, félags- og siðferðisþroska barna. Þar kemur inn í fagþekking og skilningur starfsmanna á þroskaferli barnanna.Ragnar Karl Jóhannsson.Stöndum vörð um fagþekkinguna Þessi faglega þróun hefur átt sér stað undanfarin ár, en ennþá eru margir sem líta á frístundaheimilin sem einhverskonar daggæslu fyrir börn á skólaaldri. Þau séu í raun ekkert frábrugðin gæsluvöllum, en bara fyrir aðeins eldri aldurshóp. Foreldrar geti skilið börnin eftir sæmilega örugg um að þau komi sér ekki í nein stórfengleg vandræði eftir skóla. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun frístundaheimilanna og fagvitund frístundavettvangsins hefur þróast mikið undanfarin ár. Meðal annars hefur verið stofnuð sérstök námsbraut við Háskóla Íslands sem ber heitið Tómstunda- og félagsmálafræði, en sú námsbraut er í stöðugri þróun. Þaðan hafa 240 útskrifast en í dag eru ca 40 í grunnnáminu. Mikilvægt er að fagþekking frístundaheimila fái áfram að þróast og frístundaheimilin verði áfram undir forystu fagfólks í frítímanum.Frístundaheimilin til framtíðar Eins og svo margt annað sem við teljum sjálfsagða þjónustu sem við gætum ekki hugsað okkur að vera án eru frístundaheimili ekki lögbundin þjónusta sveitarfélagsins, en án þeirra væru ansi margir Reykvískir foreldrar í miklum vandræðum. Reykjavíkurborg þarf að hlúa enn betur að húsnæðiskosti frístundaheimilanna og starfsaðstæðum og launakjörum starfsfólks þeirra. Skýrsla starfshóps um bættan aðbúnað frístundaheimila skilaði af sér tillögum fyrir skömmu. Þær snúa um framtíð frístundaheimilanna og hvernig við náum að viðhalda áfram faglegu og metnaðarfullu starfi. Við vonumst til þess að fá tækifæri til að tryggja fjármagn í þessar aðgerðir og fylgja því á eftir að frístundastarf fái að þróast áfram næstu áratugina. Við viljum að hagsmunir barnafjölskylda séu í forgangi í borgarstjórn á næsta kjörtímabili og þess vegna þurfum við ykkar stuðning í kosningum.Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri í frístundamiðstöð og grunnskólakennari skipar 3. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.Ragnar Karl Jóhannsson forstöðumaður á frístundaheimili og uppeldis- og tómstundafræðingur skipar 13. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun