Björgvin, Annie, Ragnheiður Sara og Katrín fara á heimsleikana Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 20. maí 2018 14:13 Annie Mist Þórisdóttir var fyrsti Íslendingurinn til þess að skara fram úr í crossfit. Mynd/Instagram-síða Annie Mistar Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson tryggðu sér öll sæti á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í ágúst. Fredrik Aegidius, kærasti Anniear, endaði í sjötta sæti og kemst því ekki á leikana að þessu sinni. Á tímabili leit þetta ekki vel út fyrir Björgvin og það réðst á síðasta viðburðinum. Það liðu nokkrar taugatrekkjandi mínútur áður en tilkynnt var um úrslitin hjá konunum en þetta var aldrei í hættu hjá Annie og Ragnheiði Söru. Þuríður Erla Helgadóttir, Björk Óðinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir komast ekki á leikana að þessu sinni. Sama á við um Árna Björn Kristjánsson og Sigurð Þrastarson. Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér einnig sæti á leikana en hún keppti á East Regionals um helgina í Bandaríkjunum.. Hún er búin að standa sig frábærlega og því er sæti hennar á leikunum ekki í mikilli hættu. Hún tók fyrsta sætið í öllum viðburðum helgarinnar nema einum. Í fyrri viðburði dagsins þurftu keppendur að gera 50 handstöðuarmbeygjur, 50 fótauppréttingar (e. Toes to bar) og hjóla á sérstöku hjóli (e. Assault bike). Þegar þessu öllu var svo lokið áttu keppendur að halda á þungum lóðum og fara yfir kassa og svo í lokin að halda á lóðunum og gera framstig fram og til baka yfir keppnisvöllinn. Karlarnir höfðu aðeins 17 mínútur til þess að klára þetta en konurnar 22 mínútur.Björgvin Karl Guðmundsson.Instagram/@bk_gudmundssonBjörgvin vinnur á Ljóst var fyrir daginn í dag að Björgvin Karl þyrfti að ná góðum árangri í báðum viðburðum dagsins. Hann byrjaði mjög vel en fór að hægja verulega á sér undir lokin og náði ekki að klára innan tímarammans. Við þetta hoppaði Björgvin upp í fimmta sæti en Fredrik, kærasti Anniear, datt niður í það sjötta. Fredrik er alls ekki óvanur því að vera í þessari stöðu en fyrir ári síðan var hann í nákvæmlega sömu sporum og það réðst á síðustu metrunum hvort að hann myndi fara með Annie til Bandaríkjanna að keppa. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmundsAnnie og Ragnheiður Sara öflugar Næst var komið að stelpunum okkar. Annie og Sara voru mjög öflugar og tóku fyrsta og annað sætið í þessum viðburði. Þuriður Erla náði sjöunda sætinu og Björk Óðinsdóttir náði níunda sætinu. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn leið út. Í síðasta viðburði dagsins og helgarinnar áttu keppendur að klifra upp kaðal og gera hnébeygju með axlapressu (e.Thrusters) þess á milli. Endurtekningarnar af kaðlaklifrinu voru 4-3-2 og endurtekningarnar af hnébeygjunum með axlapressunni voru 16-12-8. Árni Björn Kristjánsson gerði frábæra hluti í þessum seinni viðburði dagsins og varð í öðru sæti í sínum riðli. Sigurður Þrastarson var svo í næsta riðli en hann náði áttunda sætinu í honum. Mótshaldarar ákváðu að geyma seinasta riðilinn hjá körlunum þangað til að konurnar væru búnar því ljóst var að úrslitin myndu ekki ráðast nemá á síðustu metrunum hjá þeim. Fín leið til þess að byggja upp spennu.Taugatrekkjandi mínútur Næst var komið að stelpunum í síðasta viðburði dagsins. Annie og Ragnheiður Sara tóku fljótlega forystuna í sínum riðli. Það var ljóst að Björk Óðinsdóttir þyrfti að ná mjög góðum árangri ef að hún ætlaði að ná á leikana. Þuríður Erla var það langt frá efstu fimm sætunum að hún hefði þurft að vinna riðilinn með yfirburðum til þess að komast á leikana. Síðasti riðilinn hjá körlunum var æsispennandi. Það var ljóst að Björgvin þyrfti að standa sig vel til þess að ná á leikana og Fredrik var ekki í ákjósanlegri stöðu. Björgvin tók þriðja sætið í þessum viðburði en Fredrik náði ellefta sætinu. CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist og Ragnheiður Sara eiga góða möguleika á að komast á heimsleikana Keppni um sæti á heimsleikunum fer fram um helgina og Annie og Ragnheiður standa vel fyrir lokadaginn. 19. maí 2018 15:00 Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson tryggðu sér öll sæti á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í ágúst. Fredrik Aegidius, kærasti Anniear, endaði í sjötta sæti og kemst því ekki á leikana að þessu sinni. Á tímabili leit þetta ekki vel út fyrir Björgvin og það réðst á síðasta viðburðinum. Það liðu nokkrar taugatrekkjandi mínútur áður en tilkynnt var um úrslitin hjá konunum en þetta var aldrei í hættu hjá Annie og Ragnheiði Söru. Þuríður Erla Helgadóttir, Björk Óðinsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir komast ekki á leikana að þessu sinni. Sama á við um Árna Björn Kristjánsson og Sigurð Þrastarson. Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér einnig sæti á leikana en hún keppti á East Regionals um helgina í Bandaríkjunum.. Hún er búin að standa sig frábærlega og því er sæti hennar á leikunum ekki í mikilli hættu. Hún tók fyrsta sætið í öllum viðburðum helgarinnar nema einum. Í fyrri viðburði dagsins þurftu keppendur að gera 50 handstöðuarmbeygjur, 50 fótauppréttingar (e. Toes to bar) og hjóla á sérstöku hjóli (e. Assault bike). Þegar þessu öllu var svo lokið áttu keppendur að halda á þungum lóðum og fara yfir kassa og svo í lokin að halda á lóðunum og gera framstig fram og til baka yfir keppnisvöllinn. Karlarnir höfðu aðeins 17 mínútur til þess að klára þetta en konurnar 22 mínútur.Björgvin Karl Guðmundsson.Instagram/@bk_gudmundssonBjörgvin vinnur á Ljóst var fyrir daginn í dag að Björgvin Karl þyrfti að ná góðum árangri í báðum viðburðum dagsins. Hann byrjaði mjög vel en fór að hægja verulega á sér undir lokin og náði ekki að klára innan tímarammans. Við þetta hoppaði Björgvin upp í fimmta sæti en Fredrik, kærasti Anniear, datt niður í það sjötta. Fredrik er alls ekki óvanur því að vera í þessari stöðu en fyrir ári síðan var hann í nákvæmlega sömu sporum og það réðst á síðustu metrunum hvort að hann myndi fara með Annie til Bandaríkjanna að keppa. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.Mynd/Instagram/sarasigmundsAnnie og Ragnheiður Sara öflugar Næst var komið að stelpunum okkar. Annie og Sara voru mjög öflugar og tóku fyrsta og annað sætið í þessum viðburði. Þuriður Erla náði sjöunda sætinu og Björk Óðinsdóttir náði níunda sætinu. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn leið út. Í síðasta viðburði dagsins og helgarinnar áttu keppendur að klifra upp kaðal og gera hnébeygju með axlapressu (e.Thrusters) þess á milli. Endurtekningarnar af kaðlaklifrinu voru 4-3-2 og endurtekningarnar af hnébeygjunum með axlapressunni voru 16-12-8. Árni Björn Kristjánsson gerði frábæra hluti í þessum seinni viðburði dagsins og varð í öðru sæti í sínum riðli. Sigurður Þrastarson var svo í næsta riðli en hann náði áttunda sætinu í honum. Mótshaldarar ákváðu að geyma seinasta riðilinn hjá körlunum þangað til að konurnar væru búnar því ljóst var að úrslitin myndu ekki ráðast nemá á síðustu metrunum hjá þeim. Fín leið til þess að byggja upp spennu.Taugatrekkjandi mínútur Næst var komið að stelpunum í síðasta viðburði dagsins. Annie og Ragnheiður Sara tóku fljótlega forystuna í sínum riðli. Það var ljóst að Björk Óðinsdóttir þyrfti að ná mjög góðum árangri ef að hún ætlaði að ná á leikana. Þuríður Erla var það langt frá efstu fimm sætunum að hún hefði þurft að vinna riðilinn með yfirburðum til þess að komast á leikana. Síðasti riðilinn hjá körlunum var æsispennandi. Það var ljóst að Björgvin þyrfti að standa sig vel til þess að ná á leikana og Fredrik var ekki í ákjósanlegri stöðu. Björgvin tók þriðja sætið í þessum viðburði en Fredrik náði ellefta sætinu.
CrossFit Tengdar fréttir Annie Mist og Ragnheiður Sara eiga góða möguleika á að komast á heimsleikana Keppni um sæti á heimsleikunum fer fram um helgina og Annie og Ragnheiður standa vel fyrir lokadaginn. 19. maí 2018 15:00 Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30 Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Annie Mist og Ragnheiður Sara eiga góða möguleika á að komast á heimsleikana Keppni um sæti á heimsleikunum fer fram um helgina og Annie og Ragnheiður standa vel fyrir lokadaginn. 19. maí 2018 15:00
Íslendingar etja kappi um helgina í Berlín Þeir fimm einstaklingar sem eru stigahæstir eftir sex viðburði sem að keppt er í frá föstudegi fram á sunnudag komast áfram á heimsleikana sem fara fram í ágúst í Bandaríkjunum. Keppt er á nokkrum mismunandi stöðum og keppnin þar sem flestir Íslendingar taka þátt er í Berlín. 17. maí 2018 11:30
Ragnheiður Sara stendur vel eftir fyrsta daginn í Berlín Keppni hófst í dag á Europe Regionals. Þar geta keppendur tryggt sér keppnisrétt á heimsleikunum sem fara fram í Bandaríkjunum í ágúst. Katrín Tanja keppir á East Regionals sem hefst einnig í dag en hún keppir í Albany í New York fylki. 18. maí 2018 16:30