Axel: Erum með vopn gegn þeirra sóknarleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 07:30 Eyjakonan Ester Óskarsdóttir er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Fréttablaðið/Anton brink Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir því tékkneska í kvöld í undankeppni EM 2018. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppninni. Íslensku stelpurnar halda svo til Danmerkur þar sem þær mæta heimakonum á laugardaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Ísland er á botni síns riðils og bíður enn eftir sínum fyrsta sigri í undankeppninni. Möguleikar eru fyrir hendi í leiknum í kvöld en það verður við ramman reip að draga gegn Danmörku sem hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppninni. „Í leiknum gegn Tékkum leggjum við áherslu á að stöðva seinni bylgjuna og hraðaupphlaupin hjá þeim. Við teljum okkur vera komnar lengra með vörnina en í fyrri leiknum gegn þeim,“ segir landsliðsþjálfarinn Axel Stefánsson í samtali við Fréttablaðið. Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Tékklandi með sjö marka mun, 30-23. Axel segir að framfarirnar í varnarleiknum séu talsverðar síðan þá. „Við teljum okkur hafa vopn á móti þeirra sóknarleik. En við vitum að það er erfitt að stöðva þær þegar þær koma með skriðþungann á okkur. Það þurfum við að stöðva. Svo þurfum við að vera óhræddar að keyra á þær og skora mörk úr hraðaupphlaupum,“ segir Axel. Líkamlegir burðir hafa oft orðið íslenska liðinu að falli en Axel segir að það horfi til betri vegar í þeim efnum. „Þetta er að jafnast. Tékkarnir hafa ekki þessa hávöxnu og þungu leikmenn sem við mætum oft. En það verður erfitt að stöðva [Ivetu] Luzumová. Hún er mjög klók og notar hraðann sinn vel. Það verður lykilatriði að stöðva hana,“ segir Axel. Luzumová þessi leikur með þýska liðinu Thüringer og var næstmarkahæst í Meistaradeild Evrópu í vetur. Aðspurður kveðst Axel nokkuð sáttur við markvörsluna hjá íslenska liðinu í undankeppni EM. „Hún hefur verið upp og ofan en yfirleitt góð,“ segir Axel. Hin tvítuga Hafdís Renötudóttir hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum Íslands og sýnt góða takta. Hún söðlar um í sumar og gengur í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Boden frá danska B-deildarliðinu SönderjyskE sem hún lék með í vetur. „Þetta er eitt lítið skref upp á við. Hún kemur í lið þar sem hún fær að spila mikið og fær mikla ábyrgð. Svo vitum við að það er mikil markvarðahefð í Svíþjóð þannig að hún kemur inn í góðan skóla. Það verður spennandi að sjá hvað gerist því hún er óslípaður demantur með sína hæð og snerpu,“ segir Axel að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira