Finnst sokkafjöldi landsliðshópsins vera hámark neysluhyggjunnar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 20:18 2.900 sokkapör fylgja landsliðshópnum en forsvarsmaður samtakanna Vakandi, Rakel Garðarsdóttir, segir það hina mestu óhæfu. Vísir/Valli/Vilhelm „Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
„Mér finnst þetta eiginlega gefa svolítið rangt fordæmi,“ segir Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi, um þá staðreynd að 2.900 pör af sokkum fylgja íslenska landsliðshópnum til Rússlands. Samtökin Vakandi hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun í samfélaginu og segir Rakel þetta eitt skýrasta dæmið um slíkt. „Að það þurfi alltaf að vera nýir sokkar, að þeir séu allt að því einnota og ekki hægt að þvo þá.“ Íslenski landsliðshópurinn hélt til Rúslands í morgun en mikill farangur fylgir leikmönnum og föruneyti þeirra. Farangurinn var svo mikill að farangursgeymsla flugvélarinnar dugði ekki. Auk hennar voru sex öftustu sætaraðirnar í flugvélinni undirlagðar fyrir töskur og var eitt salerni notað sem farangursgeymsla.Kolbeinn Sigþórsson ásamt Sigga Dúllu.Vísir/ValliÞrjú pör á dag Sigurður Sveinn Þórðarson, Siggi Dúlla, búningastjóri íslenska liðsins, sagði í þættinum Áfram Ísland á RÚV í gærkvöldi að sokkapörin fyrir 53 leikmenn, þjálfara og starfslið væru 2.900 þannig það gefur kannski einhverja mynd af magninu sem fylgir okkar mönnum. Sigurður tók dæmi um hvað þyrfti að taka með og sagði að taka þyrfti tíu hótelpeysur fyrir hvern og einn leikmann og annað eins fyrir starfsliðið. Þá þyrfti að taka annað eins af peysum því þegar komið er í keppnisborgirnar má ekki vera í peysum sem eru með auglýsingum á. Landsliðshópurinn hélt sem fyrr segir út til Rússlands fyrr í dag en fyrsti leikurinn verður gegn Argentínu eftir slétta viku, eða 16. júní næstkomandi. Ísland leikur þrjá leiki í D-riðli en auk leiksins við Argentínu leikur liðið við Nígeríu og Króatíu. Síðasti leikurinn, gegn Króatíu, fer fram 26. júní. Komist liðið ekki upp úr riðlinum má vænta að hópurinn ljúki dvöl sinni í Rússlandi 27. júní næstkomandi. Það þýðir að fyrir höndum er að lágmarki átján daga dvöl í Rússlandi. Ef 2.900 sokkapör fylgja þá eru það 161 sokkapar á dag fyrir 53 manna hóp, en það gera 3 sokkapör á mann fyrir hvern dag. Sigurður sagði í þættinum í gær að hópurinn væri oftast nær á góðum hótelum og því væri hægt að þrífa fatnað á milli daga.Rakel Garðarsdóttir, forsvarsmaður samtakanna Vakandi.Vísir/ValliFinnst magnið vera óhæfa Rakel finnst sokkamagnið engu að síður yfirgengilegt. „Það er svo mikil vitundarvakning á móti öllu svona í dag. Að það sé verið að framleiða hluti til að vera einnota. Nema það sé rosalega góð skýring á bak við það að það sé ekki hægt að nota sokka oftar en einu sinni, ef það koma til dæmis göt á þá,“ segir Rakel. Hún segist hafa skilning á því að það gæti þurft nýja sokka fyrir hvern leikmann og varamenn eftir leiki. „En það eru bara þessir ellefu leikmenn og varamenn og fyrir að lágmarki þrjá leiki,“ segir Rakel en auk leikja verða æfingar á milli. Hún segir að miðað við magnið þá sé nánast eins og litið sé á fatnaðinn sem einnota sem henni finnst hin mesta óhæfa.Hámark neysluhyggjunnarRakel bendir á að sokkarnir séu væntanlega ekki framleiddir á Íslandi, búið sé að flytja þá til Íslands og þeir fluttir aftur til Rússlands. Það sé mikið álaga á umhverfið þar sem búið er að notast við vatn og orku til að framleiða þá og brenna eldsneyti til að flytja þá heimshorna á milli. „Og hvar enda þeir síðan? Í landfyllingu hjá Rússum?“ spyr Rakel og bætir við: „Þetta myndi ég telja alveg hámark neysluhyggjunnar og sóunar.“ Hún segist þó auðvitað styðja íslenska liðið. „Og ef þetta verður til þess að þeir sigri, þá er kannski hægt að líta framhjá þessu.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15 Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00 Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47 Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31 Strákarnir okkar komnir til Rússlands Velkomin til Gelindzhik. 9. júní 2018 17:21 Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00 Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Heilu sætaraðirnar og eitt salerni í flugi íslenska liðsins notaðar undir töskur Ævintýralegur farangur fylgir strákunum okkar til Rússlands. 9. júní 2018 11:15
Svona var kveðjustund strákanna í Leifsstöð Íslenska knattspyrnulandsliðið hélt til Rússlands í dag og Vísir var með beina útsendingu frá Leifsstöð þar sem strákunum er fylgt eftir alla leið út í flugvél. 9. júní 2018 11:00
Svona eru nýju sérsaumuðu jakkaföt strákanna okkar Strákarnir okkar í landsliðinu í fótbolta verða í sínu fínasta og nýjasta pússi þegar þeir halda utan til Gelindzhik í Rússland í dag. 9. júní 2018 08:47
Sjáðu strákana okkar í Leifsstöð Íslenska karlalandsliðið var í sínu fínasta pússi þegar leikmenn mættu í Leifsstöð í morgun. 9. júní 2018 10:31
Heimir setti töskuna í vitlausa rútu sem seinkaði brottför strákanna til Rússlands Þjálfari íslenska landsliðsins setti farangurstöskuna sína í rútu sem fór upp á Akranes, en ekki út í Leifsstöð. 9. júní 2018 11:00
Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV Leikir Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu verða ekki aðgengilegir á vef RÚV utan Íslands. 9. júní 2018 12:30