Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2018 14:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Kanada í dag. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. Trump er sagður hafa haldið reiðilestur yfir öðrum fundargestum um það hve illa þeir kæmu fram við Bandaríkin. Starfsmaður forsetaembættis Frakklands sagði blaðamönnum að reiðilestur Trump hefði verið frekar óhefðbundinn en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefði svarað honum „kurteisislega en með ákveðnum hætti og komið sjónarmiði Evrópu á framfæri.Eftir fundinn hélt Trump ræðu þar sem hann kvartaði meðal annars yfir óhæfi fyrrverandi leiðtoga Bandaríkjanna og því að Rússum hefði verið vikið úr G8, eins og ríkin voru kölluð á árum áður. Í ræðu sinni í dag hrósaði Trump hinum leiðtogunum fyrir „brjálaða“ samninga sem þeim hafi tekist að gera við Bandaríkin. Hann sagðist ekki kenna þeim um að þeir hefðu grætt svo vel á Bandaríkjunum því það væri fyrrverandi leiðtogum Bandaríkjanna að kenna. „Við erum eins og sparibaukur sem allir eru að ræna úr. Það hættir núna,“ sagði Trump og bætti við að ef það myndi ekki hætta myndu Bandaríkin hætta viðskiptum við þessi ríki, helstu bandamenn Bandaríkjanna um áraraðir. Trump sagði að hann vildi helst að allir tollar yrðu lagðir niður, þó hann hafi ítrekað lýst sig andsnúinn fríverslunarsamningum.Mætti seint og fer snemma Trump mætti of seint á fyrsta fund dagsins í dag sem sneri að jafnrétti kynjanna. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hóf fundinn þó áður en Trump mætti og í opnunarræðu sinni gerði hann létt grín að seinleika bandaríska forsetans. Þá mun Trump fara snemma af fundinum í dag, áður en tvo málefni verða tekin fyrir. Þau málefni eru loftslagsbreytingar og verndun hafsins.Réttast að hleypa Rússum aftur inn Þegar Trump ræddi um Rússland sagði hann að „eitthvað hefði gerst“ sem leiddi til þess að Rússum var vikið úr G8. Réttast væri að hleypa þeim inn aftur. Aðrir leiðtogar G7 ríkjanna hafa lýst því yfir að þeir séu á móti því að hleypa Rússum aftur inn. Blaðamaður Politico benti honum síðan á að „eitthvað“ hefði verið innlimun Rússa á Krímskaga frá Úkraínu og spurði Trump hvort að hann ætlaði sér að viðurkenna með opinberum hætti að Kímskagi væri hluti af Rússlandi. Þá svaraði Trump að blaðamaðurinn þyrfti að spyrja Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að því. Hann hefði leyft Rússum að taka Krímskaga. Trump sagðist vilja hleypa Rússum inn í G8 án þess að skila Krímskaga. Trump endaði fundinn á því að kvarta yfir fjölmiðlum og sagði þá flesta vera einstaklega óheiðarlega, áður en hann þakkaði fjölmiðlafólkinu fyrir og fór.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30 Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10 Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43 Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36 Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ríkisbubbinn með heiminn á móti sér Donald Trump fæddist inn í mikið ríkidæmi og er einn af valdamestu mönnum heims, ef ekki sá valdamesti. Þrátt fyrir það dregur hann ítrekað upp mynd af sjálfum sér sem fórnarlambi og heimurinn sé allur á móti honum. 4. júní 2018 14:30
Trump vill Rússa aftur inn í G7 Hópurinn var á árum áður kallaður G8 en Rússum var vísað úr honum eftir innlimun þeirra á Krímskaga frá Úkraínu árið 2014. 8. júní 2018 13:10
Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér. 7. júní 2018 10:43
Verða að vera kurteis við Trump Leiðtogar G7 ríkjanna mun beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun. 7. júní 2018 15:36
Merkel býst við deilum á G7 fundi Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála. 6. júní 2018 13:28
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30