Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 10:23 Bridenstine vefengdi loftslagsvísindi eins og flokkssystkini sín þegar hann var þingmaður. Nú segir hann að honum sé orðið ljóst að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43