Ólafur Ingi: Þetta gefur þessum krökkum alveg rosalega mikið Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2018 13:30 Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason var einn þeirra landsliðsmanna sem fór í golf með bakhjörlum KSÍ í gær. Landsliðshópurinn er fullur af góðum kylfingum en Ólafur Ingi er ekki einn þeirra. „Ég er ekki góður í golfi. Ég spilaði síðast fyrir fimm árum í Belgíu. Ég var lélegur þá og er enn þá lélegur. Þetta var samt bara gaman. Fyrir mig var gaman að slá nokkra bolta og reyndar slá þá langt út fyrir en það er allt í lagi,“ segir Ólafur Ingi léttur. „Það var smá pressa í upphafshöggunum hjá mönnum en aðallega var þetta bara til gamans gert. Við erum misgóðir í golfi en það voru allir í stuði sem er aðalatriðið.“Ólafur Ingi segist ekki góður í golfi.vísir/vilhelmVerður raunverulegra Aðeins níu dagar eru þar til heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst en strákarnir okkar fara út á laugardaginn. Þetta verður bara raunverulegra með hverri mínútunni. „Nú er spennan og fiðringurinn að „kikka“ inn. Nú erum við aftur á móti að gera okkur klára fyrir leikinn á móti Gana. Það er gaman að fá Afríkuþjóð hérna heim. Það verður erfiður en skemmtilegur leikur og svo erum við bara á leiðinni út á laugardaginn,“ segir Ólafur Ingi. „Þegar að maður stígur upp í vélina verður þetta virkilega raunverulegt að við séum á leiðinni á HM. Undirbúningurinn hér heima er búinn að vera góður. Maður er ekkert búinn að hugsa of mikið um þetta hérna heima á Íslandi.“ Ólafur Ingi á son með Downs-heilkennið en hann var einn þeirra nemenda úr Klettaskóla sem leikmenn íslenska landsliðsins og þess norska leiddu inn á völlinn fyrir leik þjóðanna á laugardaginn. Ljóst var að hann og skólafélagar hans nutu stundarinnar gríðarlega.Ólafur Ingi í Laugardalnum í dag.vísir/böddi tgAllir rosalega glaðir „Hann ætlaði bara að taka miðjuna á móti Noregi,“ segir Ólafur Ingi og hlær við. „Þetta var alveg geggjað og frábært frumkvæði frá KSÍ að bjóða Klettaskóla að gera þetta. Allir þessir krakkar voru himinlifandi og foreldrar þeirra líka.“ „Þetta gefur þessum krökkum alveg ótrúlega mikið. Ég held að fólk átti sig ekki alveg á því hversu það gefur þessum krökkum að leiða leikmennina út, fá að vera með og vera aðeins í sviðsljósinu.“ „Það voru allir rosalega glaðir með þetta og sumir foreldrarnir áttu erfitt með að fá börnin úr landsliðsbúningnum. Sumir sváfu í honum einhverjar tvær til þrjár nætur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason. Allt viðtalið við Ólaf má sjá í spilaranum hér að ofan. Magical moment with this very special boy❤ #nothingdownaboutit #russia2018 @skeinipappir A post shared by Emil Hallfreðsson (@emilhallfreds) on Jun 3, 2018 at 2:34pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00 Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30 Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjá meira
Gylfi getur ekki gert upp á mill Jóns Ragnars og Frikka Dórs | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson svaraði nokkrum laufléttum spurningum Hjörvars Hafliðasonar. 5. júní 2018 10:00
Emil svindlaði aðeins í golfi með strákunum | Myndir Emil Hallfreðsson er kallaður forgjafarsvindlarinn í hópnum í dag. 5. júní 2018 12:30
Íslensku búningarnir slá í gegn hjá stórum miðli Hið þekkta tímarit, Four Four Two, er með úttekt á búningum liðanna á HM og hreinlega slefar yfir báðum íslensku búningunum. 5. júní 2018 08:00