Fengi sjálfur afslátt með eigin frumvarpi Jóhann Óli Eiðsson og Sveinn Arnarsson skrifa 1. júní 2018 06:00 Sigurður Páll tók sæti á Alþingi fyrir Miðflokkinn eftir síðustu kosningar. Alþingi Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, er einn flutningsmanna frumvarps um að lækka veiðigjöld. Hann er einnig eigandi alls hlutafjár fyrirtækisins Kári ehf., sem á aflahlutdeild að verðmæti 106 milljónir króna. Frumvarpið, sem Sigurður er flutningsmaður að, mun skila fyrirtæki hans um milljón króna afslætti. Þar sem frestur til að leggja fram ný frumvörp er löngu liðinn þurfti samþykki þings til að leggja þetta fram. Hafðist það með naumindum. Alls greiddu 28 þingmenn atkvæði með en 27 voru á móti. Sigurður Páll vill koma þessari umræðu af stað í þinginu. „Ég hef beðið um umræðu um þessi mál og reynt að fá svör frá ráðherra án árangurs í allan vetur. Síðan kemur þetta mál og ég vil ekki standa í vegi fyrir því,“ segir Sigurður Páll.Sjá einnig: Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Frumvarpið veitir ekki aðeins litlum og meðalstórum útgerðarfyrirtækjum afslátt heldur fá stærstu fyrirtækin hlutfallslega mestan afslátt. En telur Sigurður Páll sig ekki vera vanhæfan að vera flutningsmaður slíks lagafrumvarps þar sem hann er eigandi útgerðarfyrirtækis. „Þá eru nú ansi margir vanhæfir. Eru þá ekki bændur vanhæfir að ræða búvörusamninga?“ spyr Sigurður Páll á móti. Fyrirtæki Sigurðar Páls á og nýtir aflaheimildir. Í síðasta ársreikningi kemur fram að bókfært virði aflaheimilda fyrirtækisins er metið106 milljónir króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða um fjórar milljónir króna í veiðigjöld miðað við núgildandi lög en ef fyrirtækið fullnýtir kvóta samkvæmt frumvarpi Sigurðar Páls og félaga þyrfti fyrirtæki hans að greiða innan við þrjár milljónir. Sigurður segist samt ekki vanhæfur. „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“En ertu þá ekki vanhæfur? „Nei ég get ekki séð það, getur þú séð það?“ spyr Sigurður Páll á móti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45 Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun veiðigjalda vegna samdráttar í afkomu útgerðarfyrirtækja. Ef breytingarnar ná fram að ganga mun veiðigjald á kolmunna verða ein króna á kílóið en á nýlegu uppboði á aflaheimildum í Færeyjum fengust 6 krónur fyrir kílóið af kolmunna úr nákvæmlega sama stofni. Íslenska ríkið fengi því 83 prósent lægra gjald fyrir kolmunna en færeyska ríkið. 30. maí 2018 18:45
Atvinnuveganefnd mælir með lækkun veiðigjalda á útgerðir Meirihluti atvinnuveganefndar leggur til lækkun á veiðigjöldum á yfirstandandi fiskveiðiári. Minnihluti nefndarinnar mótmælir harðlega vinnubrögðum meirihlutans. Um óboðlega stjórnsýslu sé að ræða. 31. maí 2018 07:00