Gagnrýnanda Trump hafnað og „rasisti“ settur á lista Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 16:39 Corey Stewart, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldungadeilarinnar. Vísir/GETTY Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins höfnuðu, Mark Sanford, háværum gagnrýnanda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í forvali flokksins í Suður-Karólínu í gær. Það var eftir að forsetinn sjálfur lýsti yfir stuðningi við Katie Arrington, andstæðing Sanford, sem hafði sakað hann um að vera ekki nægilega hliðhollur Trump. Þá Corey Stewart valinn til að berjast um öldungadeildarsæti Virginíu. Stewart er umdeildur maður og hefur margsinnis verið kallaður rasisti. Hann er mikill stuðningsmaður Trump. Útkoma forvals Repúblikanaflokksins þykir til marks um áhrif forsetans sem er mjög vinsæll meðal kjósenda flokksins. Flestir þeir sem hafa farið gegn forsetanum hafa komið illa út úr kosningum.Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins virðast ekki bjartsýnir á sigur Corey Stewart í Virginíu þar sem hann fer gegn Tim Kaine, fyrrverandi varaforsetaefni Hillary Clinton. Repúblikanaflokkurinn hefur ekki unnið sæti í ríkinu um langt skeið og Stewart þykir ekki líklegur til afreka, þó hann hafi heitið einkar „grimmri“ baráttu gegn Kaine.Þann 12. júní stakk Stewart upp á því að Kaine og Clinton ættu heima í fangelsi.Í umfjöllun Esquire er farið léttilega yfir hvernig stórir fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa tiplað á tánum í kringum Stewart og skoðanir hans. New York Times segir hann vera „áróðursmann“ sem hafi barist af mikilli hörku gegn ólöglegum innflytjendum og varið minnisvarða Suðurríkjasambands Bandaríkjanna í Virginíu.CNN fetar svipaðar slóðir og segir Stewart „baráttumann“ um minnisvarða Suðurríkjasambandsins sem hafi byggt upp ímynd sína með þeirri baráttu. Esquire segir þetta alls ekki rétt. Stewart sé ekki „áróðursmaður“ eða „baráttumaður“. Hann sé blákaldur og óforskammaður rasisti, og stoltur af því, sem leggi lykkju á leið sína til að umgangast aðra yfirlýsta rasista, sem einnig séu stoltir af því. Því til stuðnings er vísað til ummæla Stewart um samstöðufund nýnasista og þjóðernissinna í Charlotte í fyrra. Hann hafi varið samkomuna og komið margsinnis fram með Jason Kessler, sem skipulagði samkomuna. Þá hefur Stewart lýst alræmdum gyðingahatara, Paul Nehlen, sem hetju. Hann hefur sömuleiðis kallað hershöfðingjann Robert E. Lee hetju og heiðarlegan mann. Hann sagði stjórnmálamenn sem vildu taka niður styttur af honum vera sambærilega vígamönnum Íslamska ríkisins.Bill Bolling, fyrrverandi aðstoðarríkisstjóri Virginíu og Repúblikani, tísti í kjölfar úrslitanna og sagðist verulega ósáttur við að frambjóðandi eins og Stewart gæti unnið tilnefningu flokksins til öldungadeildarinnar. „Þetta er greinilega ekki sá Repúblikanaflokkur sem ég þekkti eitt sin, elskaði og þjónaði stoltur. Í hvert sinn sem ég ímynda mér að hlutirnir geti ekki orðið verri, verða þeir verri og það er enginn endir í sjónmáli,“ tísti Bolling.Annar Repúblikani sem unnið hefur við mörg öldungadeildarframboð, Brian Walsh, segir ljóst að hægt væri að sleppa kosningunum í Virginíu. Tim Kaine hefði þegar unnið og hann gæti þakkað stuðningsmönnum Stewart fyrir sigurinn.Landsnefnd Repúblikanaflokksins sem kemur að kosningum til öldungadeildarinnar hefur nú tilkynnt að hún muni ekki verja neinum peningum til kosninganna í Virginíu og hafa neitað að styðja Stewart. Sigurlíkur hans er því enn minni fyrir vikið.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira