Glöggt er gests augað Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. júní 2018 07:00 Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum sem betur fer nokkuð duglegir að hlusta á erlenda sérfræðinga. Í síðustu viku var ritið Framtíð íslenskrar peningastefnu kynnt, en þar fékk stjörnulið íslenskra hagfræðinga góða aðstoð frá útlöndum og í leiðinni önnur sjónarmið inn í okkar litla heim. Útkoman var afar áhugavert rit og tillögur að úrbótum sem meðal annars byggjast á reynslu annarra landa. Sérfræðingar eru þó ekki þeir einu sem hægt er að læra af. Undanfarna mánuði hef ég verið svo lánsamur að fá tækifæri til að ræða fjármál við hópa flóttafólks. Hingað kemur fólk með ólíkan bakgrunn en oft frá löndum þar sem fjármálakerfið er talsvert frábrugðið því sem við þekkjum. Réttur launafólks er víða mjög lítill, lífeyriskerfi vart til staðar og gjaldmiðlar ákaflega óstöðugir. Eðlilega kemur Ísland þeim á óvart. Ég hef tekið eftir mikilli ánægju með formfestuna og öryggið sem tengist réttindum og skyldum, sem og lífeyriskerfið okkar, en það tekur eðlilega sinn tíma að útskýra verðtrygginguna. Ánægjulegast hefur mér þó þótt að kynnast hvernig margir hverjir haga sínum persónulegu fjármálum. Þrátt fyrir að vera meðvituð um möguleika til lántöku er mun meiri áhugi fyrir að spara og eiga fyrir öllum útgjöldum. Lán eru bara fyrir fasteignakaup. Einn á þrítugsaldri ætlaði að kaupa sér bíl og planið var einfalt. Hann nældi sér í aukavinnu, reyndi að eyða engu í óþarfa og staðgreiddi að lokum ódýran og hagkvæman bíl. Svona hefur mér sýnst meirihluti flóttafólksins hugsa. Best sé að eiga fyrir hlutunum, sparnaður sé gríðarlega mikilvægur og það sé vel þess virði að fórna tímabundnum gæðum fyrir langtímaávinning. Fjármálalæsi snýst um að þekkja hvernig kerfið virkar en ekki síður hvernig borgar sig að umgangast peninga. Við gætum lært mikið af þeim sem hugsa svona.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun