Öryggisfulltrúi KSÍ fundar tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 13:00 Víðir vígalegur í vinnunni. vísir/vilhelm Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Það hvílir mikil ábyrgð á herðum Víðis Reynissonar öryggisfulltrúa að sjá til þess ásamt yfirvöldum í Rússlandi að strákarnir okkar séu öruggir allan tímann hér í landi. „Það er búið að ganga mjög vel og flest gengið eftir sem lagt var upp með. Það er helst að veðrið sé að stríða okkur í dag því það fauk allt á æfingasvæðinu. Annars gengur þetta vel," segir Víðir léttur en annars taka menn öryggismálunum hér í landi ekki létt. „Það er greinilegt að Rússarnir ætla að gera þetta vel og þeim er unnt um öryggið. Ekki bara okkar heldur líka í kringum áhorfendur eins og við fengum að kynnast á opnu æfingunni í gær. Það er mjög jákvætt að okkar stuðningsmenn komist öruggir á völlinn." Það er í mörg horn að líta hjá Víði og hann þarf að funda með yfirvöldum. „Það eru margir aðilar sem koma að öryggismálunum og samskiptin þurfa því að vera góð. Síðustu mánuðir hafa farið í að undirbúa þetta. Það var gott að vera búinn að vinna mikið fyrir fram. Ég var búinn að koma hingað fimm sinnum til þess að skipuleggja komu okkar. Ég funda tvisvar á dag með lögregluyfirvöldum hér um hvernig eigi að gera hlutina," segir Víðir en það má ekki hver sem er koma á hótel landsliðsins þar sem íslenska liðið er með tvær hæðir út af fyrir sig. „Það eru gestir á hótelinu og búið að setja upp kerfi sem virkar fyrir þá. Samstarfið við fólkið á hótelinu gengur mjög vel. Ef þú ert ekki gestur á hótelinu þá færðu ekki að fara inn. Þetta er samt ekkert fangelsi." Víðir er sem betur fer í samskiptum við fólk sem kann ensku en þeir eru þó ekki margir. „Flestir tala einhverja ensku og lykilmennirnir tala mjög góða ensku. Tungumálavesen hefur því ekki verið nein hindrun. Við fórum líka á námskeið til þess að læra kírílíska letrið svo maður gæti kannski lesið á skilti og svona. Það hjálpaði til."Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30 Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30 Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30 HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Samúel Kári: Ég kann loksins að haga mér "Þetta er algjörlega geðveikt," segir hinn ungi Samúel Kári Friðjónsson er eðlilega í skýjunum með að vera kominn til Rússlands með íslenska landsliðinu. 11. júní 2018 10:30
Hannes fundaði með markvörðunum: „Mér fannst ég verða að segja nokkur orð“ Hannes Þór Halldórsson fór aðeins yfir málin með markvörðum íslenska liðsins. 11. júní 2018 08:30
Messi ýjar að því að HM í Rússlandi verði hans síðasta HM í Rússlandi gæti orðið síðasta keppni Lionel Messi með argentínska landsliðinu en hann hefur aðeins einu sinni unnið til gullverðlauna með Argentínu. 11. júní 2018 11:30
HM í dag: Rangur misskilningur á rússneskum veitingastað Þátturinn sem aldrei sefur er kominn í loftið. 11. júní 2018 09:00